Fréttablaðið - 09.10.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 09.10.2020, Síða 6
Stofnfiskur getur ekki framlengt samninginn þar sem Stofn- fiskur þarf á öllu sínu vatni að halda og meira til. Úr beiðni sveitarfélagsins Voga um eignarnám Afgreiðslutímar á www.kronan.is 749 kr.pk. DEIG SÓSA OSTUR *Tilboð gildir fyrir Pastella pizza deig, Gestus pizza ost og Gestus pizza sósu Allt í pizza grunninn! VESTFIRÐIR „Hann er núna að fara eftir dygga þjónustu. Þetta er eins og með fólkið, yngra fólkið leysir gamlingjana af,“ segir Sigurður A. Jónsson slökkviliðsstjóri Ísafjarðar- bæjar. Ákveðið hefur verið að selja gamla Bedford-slökkviliðsbílinn á Flateyri og fá nýjan bíl í staðinn. Bíllinn hefur þjónað Flateyr- ingum í hálfa öld og er árgerð 1962. Hann var keyptur snemma á átt- unda áratugnum. Sigurður segir að Bedford-bílar hafi verið algengir hjá slökkviliðum víða um land. Ísfirð- ingar sjálfir eigi einn slíkan en til stendur að selja hann fljótlega. „Það var fín dæla í þeim en þeir áttu ekki mikið upp á pallborðið hvað ökuhraða varðar,“ segir hann. „Þeir fóru mjög hægt yfir en þegar þeir komu á staðinn gátu þeir dælt alveg lifandis ósköpum.“ Gamli Bedfordinn hefur um tíðina fengist við nokkra eldsvoða sem komið hafa upp í þorpinu. Hann nýttist hins vegar best við sjódælingar. „Það var hans sérsvið í raun og veru. Hann hefur bjargað mörgum skipum.“ F l at ey r i ng a r fe ng u ný ja n slökkvibíl á árinu. Sigurður segir þetta í fyrsta sinn sem þorpið fær glænýjan bíl. „Það var gríðarleg lyftistöng fyrir svona lítið sjávar- pláss að fá nýjan bíl,“ segir hann. „Nýi bíllinn er mun sprækari, f ljótari og hraðvirkari í alla staði.“ Þrjú tilboð bárust í bílinn þegar hann var auglýstur til sölu. Voru boðnar allt frá 10 til 100 þúsund krónur og hefur verið ákveðið að taka því hæsta. Þá falaðist Sam- göngusafnið í Skagafirði eftir að fá bílinn án endurgjalds en ekki var fallist á það. – khg Þjónaði Flateyringum í hálfa öld Bedfordinn fór ekki hratt en hafði öfluga dælu. MYND/SLÖKKVILIÐ ÍSAFJARÐAR VOGAR „Samningaviðræður við sameigendur sveitarfélagsins að landinu og auðlindinni hafa verið reyndar til þrautar,“ segir í beiðni sveitarfélagsins Voga um að fá að taka land í Heiðarlandi Vogajarða eignarnámi til að tryggja íbúunum neysluvatn. Fram kemur í eignarnámsbeiðni Voga til atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytisins að vatnsból sveitar- félagsins séu í raun vatnsból Stofn- fisks ehf. í Vogavík samkvæmt samningi HS Veitna og Stofnfisks. Fyrir þremur og hálfu ári hafi Stofn- fiskur hins vegar sagt upp samn- ingnum og hann hafi fallið niður 1. janúar 2018. „Enn er hins vegar tekið vatn úr vatnsbóli Stofnfisks þar sem ekki hefur náðst að semja um öflun vatns annars staðar við sameigendur sveitarfélagsins að Heiðarlandi Vogajarða. Á því landi er gert ráð fyrir framtíðar vatnsbóli sveitar- félagsins. Stofnfiskur getur ekki framlengt samninginn þar sem Stofnfiskur þarf á öllu sínu vatni að halda og meira til,“ er myndin dregin upp í eignarnámsbeiðni Voga. Ástandið hamli stækkun hjá Stofnfiski. Vogar eiga tæpt 41 prósent í Heiðarlandi Vogajarða. Næststærsti eigandinn er Reykjaprent ehf. Síðan eiga sjö einstaklingar hver sinn hlut í landinu. Í eignarnámsbeiðninni er útskýrt að Vogar hafi á árinu 2015 sóst eftir að fá að bora könnunar- holu á landinu og lengi síðan reynt að semja við meðeigendur sína um vatnsöf lun. Orðið hafi verið við beiðni þeirra um að slíkur samn- ingur myndi verða við Voga en ekki HS Veitur. Kemur fram að meðeigendurnir hafi talið verðhugmyndir frá HS Veitum og Vogum vera óraun- hæfar. Samhliða viðræðunum hafi verið fundinn staður fyrir hugsan- legt vatnsból. Einnig hafi verið sett fram sú tillaga að lausn snemma á þessu ári að leggja pípu í gegn um landið og tengja hana við vatnslögn HS Veitna í Njarðvík. „Þar sem samningaviðræður þóttu fullreyndar, það er bæði hafði verið reynt að ná samningum um gerð vatnsbóls og vatnslagnar auk þess sem engin gagntilboð höfðu borist frá landeigendum ákvað sveitarstjórn á fundi sínum þann 29. apríl 2020 að óska eftir heimild til að taka land undir vatnsbólið eignarnámi,“ segir í beiðninni. Eftir að þessi eignarnámsbeiðni var sett fram var áfram reynt að semja en meðeigendurnir sögðu loks fyrir þremur vikum að það væri ekki raunhæft á meðan eignarnámsbeiðni sveitarfélagsins væri enn í gildi. Segir enn fremur í beiðninni að meðeigendur Voga vilji aðeins ræða leigu á landinu og takmarkaða vatnsöflun en ekki sölu. Sveitarfélagið telji hins vegar nauðsynlegt að eiga landið undir vatnsbólinu því annars væri vatns- öflun ekki tryggð til framtíðar. „Í ljósi aðstæðna er óskað eftir að málið fái f lýtimeðferð í ráðuneyt- inu,“ segir í eignarnámsbeiðni Voga sem nú er til umsagnar hjá meðeig- endum sveitarfélagsins í Heiðar- landi Vogajarða. gar@frettabladid.is Eignarnám tryggi vatn fyrir Vatnsleysuströnd Sveitarfélagið Vogar segir fullreynt að ná samkomulagi við meðeigendur þess að Heiðarlandi Vogajarða þar sem gera þurfi framtíðarvatnsból fyrir íbúana. Eini kosturinn sé að fá leyfi til að taka landið og vatnsréttindin eignarnámi. Vogar fá allt neysluvatn í vatnsbóli Stofnfisks þótt samningur hafi runnið út 1. janúar 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI „Með appinu þarftu aldr- ei aftur að bíða í röð í apóteki til þess eins að fá að vita að lyfið þitt sé ekki til. Þú þarft aldrei aftur að velta fyrir þér hvað lyfið kostar fyrir þig því þú manst ekki í hvaða greiðslu- þrepi þú ert,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju. Í gær gaf Lyfja út smáforrit, app, sem gerir fólki kleift að ganga sjálfvirkt frá kaupum á lyfjum og fá þau send heim án aukakostnaðar. „Við bjóðum upp á heimsend- ingar á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, í Reykjanesbæ og á Sel- fossi, þar búa um 80 prósent þjóðar- innar,“ segir Sigríður Margrét. Það verður einnig hægt að rekja stöðu sendingarinnar í rauntíma. Einnig er hægt að sækja pöntun- ina í næsta apótek Lyfju í gegnum f lýtiafgreiðslu, allan hringinn í kringum landið. Virknin er margþætt, hægt er að fá yfirlit yfir allar lyfjaávísanir í rauntíma og lesa allar upplýsingar um lyfið, með smelli og stækka letrið að þörf. Þá verður hægt að kaupa lyf fyrir aðra í gegnum raf- rænt umboð í appinu. Þá gefst einn- ig kostur á að hefja netspjall við sér- þjálfaðan starfsmann. Þróun appsins hefur staðið yfir í rúmt eitt og hálft ár. „Þetta er líklega stærsta nýsköpunarverkefni sem Lyfja hefur ráðist í,“ segir Sigríður Margrét. „Við erum að nútímavæða apó- tekin okkar. Markmiðið er að ein- falda lyfjakaup á sem öruggastan máta, það er mikið gleðiefni að vera komin með fyrsta app sinnar tegundar á Íslandi.“ – ab Engar raðir með nýju appi Við bjóðum upp á heimsendingar á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, í Reykjanesbæ og á Selfossi, þar búa um 80 prósent þjóðarinnar. Sigríður Mar- grét Oddsdóttir, framkvæmda- stjóri Lyfju DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.