Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2020, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 09.10.2020, Qupperneq 38
Það er mikilvægt að gleyma ekki gleðinni, náungakær-leikanum og samkenndinni í óvissunni og óttanum sem ein- kennt hefur síðastliðna mánuði. Hér eru nokkrar hugmyndir að gjöfum sem eru bæði hagnýtar og hugulsamar á COVID-tímum. Heilsubætandi gjafir Það hefur aldrei verið mikilvægara að huga að heilsunni og styrkja ónæmiskerfið eins og um þessar mundir. Heilsubætandi gjafir af öllu tagi eru því tilvaldar í pakkann þessi jólin. Eitt helsta heilsufars- vandamál samtímans er streita en langvarandi streita veikir ónæmis- kerfið og eykur líkurnar á þróun ýmissa sjúkdóma. Það væri þannig hægt að gefa gjafir sem stuðla að slökun á borð við baðsalt, andlits- maska, naglasnyrtisett, djúp- næringu í hárið, skrúbba og fleiri snyrtivörur. Enn betra væri falleg gjafakarfa með nokkrum litlum hlutum sem nýtast í heimadekri. Eitt helsta meðalið gegn streitu er hreyfing og þar af leiðandi upp- lagt að gefa vörur sem gerir fólki kleift að stunda aukna hreyfingu. Til dæmis er hægt að gefa góða leikfimidýnu, æfingateygjur, ketil- bjöllu, lóð eða annað sem gerir fólki kleift að stunda líkamsrækt heima, íþróttaskó eða útifatnað sem nýtist í útiveru. Einnig væri hægt að gefa vandaða fjölnota and- litsgrímu, jafnvel með sóttvarna- setti eða fallegt úr. Fleiri hlutir sem eru hjálplegir við slökun og vellíðan heima fyrir eru til dæmis góður koddi, kósý- teppi, náttsloppur, hlýir sokkar eða inniskór. Auk þess væri hægt að gefa gott te, vítamín, bætiefni, fal- lega drykkjarflösku sem auðveldar meiri vatnsdrykkju eða heyrnartól sem nýtast vel við hreyfingu og slökun. Heimilisgjafir Nú þegar fólk er hvatt til að halda sig heima eftir fremsta megni er líka þrælsniðugt að gefa gjafir sem koma sér vel í heimaverunni. Það getur verið eitthvað í eldhúsið sem nýtist við matargerð eins og upp- skriftabók, teketill, kaffivél (með góðu kaffi að sjálfsögðu), vönduð panna, vínflaska, matjurtir, kon- fektkassi nú eða bara klassísk matarkarfa með vel völdum sæl- keravörum. Aðrir hlutir sem stuðla að nota- legri heimveru eru til að mynda hátalari, planta í fallegum potti, vel lyktandi ilmkerti eða lampi sem gefa heimilinu hlýlegan og nota- legan blæ. Þá er vitaskuld alltaf sígilt að gefa bók sem hægt er að gleyma sér í, púsl eða spil sem fjöl- skyldan getur dundað sér við. Táknrænar gjafir Þá hefur jafnframt aldrei verið jafnáríðandi að láta gott af sér leiða eins og núna þegar mann- kynið stendur frammi fyrir þessu krefjandi og margþætta vandamáli sem COVID er. Það er sælla að gefa en þiggja og því upplagt í ár að slá tvær flugur í einu flugi og gefa gjöf sem raunveruleg þörf er á. Jólin eru jú tíminn þar sem við hugum, eða ættum í það minnsta að huga, að náunganum og þá einkum okkar minnstu systrum og bræðrum. Því miður, líkt og spáð hafði verið frá upphafi faraldursins, hefur heimilisofbeldi aukist gríðarlega samhliða vaxandi atvinnuleysi og fátækt á heims- vísu. Eymdin og vonleysið sem fylgir fátækt og óstöðugleika bitnar verst á konum og börnum sem eru víða fullkomlega berskjölduð fyrir ofbeldi. Mikið úrval er af táknrænum gjöfum hjá samtökum á borð við Rauða krossinn, Unicef og UN Women. UN Women bjóða til dæmis upp á þrjár táknrænar jólagjafir í ár sem miða að því að hjálpa konum sem farið hafa illa út úr faraldrinum. Gjafirnar eru sótt- varnapakki fyrir konu í Bangladesh, önnur er sæmdarsett fyrir konur í Beirút og sú þriðja er styrkur til sóttvarnaathvarfs fyrir þolendur heimilisofbeldis í Eþíópíu. Sótt- varnaathvarfið var stofnað sér- staklega til að mæta vaxandi fjölda kvenna sem hafa þurft að flýja ofbeldi í kjölfar COVID. Ef að óvissa ríkir um hvað skuli gefa, ef viðtakandinn „á allt“ eða bara ef vilji er fyrir hendi að hjálpa bágstöddum og láta gott af sér leiða þá eru gjafir af þessu tagi alltaf við- eigandi og hægt er að vera fullviss um að gjöfin hitti í mark. Hagnýtar og hugulsamar gjafir Nú líður senn að jólum og eflaust ýmsir sem spyrja sig hvað sé viðeigandi að gefa á þessum ein- kennilegu COVID-tímum. Hér eru hugmyndir að gjöfum í takt við nýjan og breytilegan veruleika. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Heimilis- ofbeldi og fátækt hefur aukist marg- falt um heim allan í kjölfar COVID. Heilsubætandi gjafir af öllu tagi eru því tilvaldar í pakkann þessi jólin. EINSTÖK TILBOÐ og ótal möguleikar í boði • Gisting með morgunverði • Gisting með morgunverði og kvöldverði • Gisting með morgunverði, kvöldverði og spa • Veitingar, kvöldverður eða brunch • Reykjavík Spa meðferðir • Sérsniðin gjafabréf      17 HÓTEL UM ALLT LAND Komdu starfsfólki þínu skemmtilega á óvart Gjafabréfin gilda á Fosshótelum, Grand Hótel Reykjavík og Hótel Reykjavík Centrum GJAFABRÉF ÍSLANDSHÓTELA 20 KYNNINGARBLAÐ 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.