Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2020, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 09.10.2020, Qupperneq 40
Skemmtilegar hefðir eru eitt af því besta við jólin og það er um að gera að skapa skemmtilegar jólahefðir innan vinnustaða til að kæta mannskap- inn og hrista hann saman. Það veitir nú heldur ekkert af öllu sem hressir fólk við á þessum síðustu og verstu tímum. Farið yfir árið Það er hægt að setja saman spurn- ingaleiki með spurningum um það sem gerðist í sögu fyrirtækisins á árinu og láta fólk keppast um að sýna þekkingu sína. Það þarf ekki að vera mikið í húfi og það er hægt að gefa fólki glaðning fyrir að vera með í stað þess að láta fólk keppa um verðlaun. Það er líka hægt að setja saman svipmyndir og klippur frá starfi ársins í skemmtilegt myndband og njóta þess saman. Uppákomur og ferðir Það er erfitt að skipuleggja ferðir eða samkomur núna vegna covid, en á litlum vinnustöðum þurfa sóttvarnarreglur kannski ekki að vera mikil fyrirstaða og það er líka alltaf hægt að hittast á netinu. Á netinu er hægt að spjalla, spila tölvuleiki saman, borða saman eða jafnvel fá sér í glas og ef það er hægt að hittast í eigin persónu er hægt að fara í alls kyns borðspil og leiki, á kaffihús eða veitingahús eða njóta þess að horfa saman á jólamynd. Hver á ljótustu peysuna? Ljótupeysukeppni er klassísk skemmtun fyrir jólin, enda bjóða jólapeysur almennt upp á meiri fjölbreytni í ljótleika en fyrirfinnst annars staðar. Þetta getur verið leið til að breyta til, létta stemmn- inguna og fá fólk til að taka upp á alls kyns frumlegum lausnum til að vinna. Skreytið saman Það getur verið gaman að skreyta vinnustaðinn saman með fallegu jólaskrauti. Það er tilbreyting og getur búið til skemmtilega jólastemmningu. Það er til dæmis hægt að hvetja fólk til að koma með heimagert jólaskraut eða halda keppni í hvaða ein- staklingur eða deild skreytir best. Vinningurinn getur verið fallegt jólaskraut fyrir heimilið, eða jóla- skrautskeppni næsta árs. Gjöf til góðgerðamála Það er hægt að safna ýmsu saman og gefa til góðgerðamála eða bara einfaldlega leggja saman í púkk til að styrkja gott málefni. Það eru alltaf einhverjir sem þurfa hjálp við að eiga gleðileg jól, ekki síst á covid-tímum. Leynivinaleikir Allir setja nafnið sitt í skál og svo dregur hver og einn nafn og þarf þá að kaupa jólagjöf handa við- komandi. Það getur síðan verið gaman að giska á hver gaf hverjum hvað. Það er samt gott að koma sér saman um verðmæti gjafanna, svo einn kaupi ekki iPhone á meðan aðrir koma með tekönnu eða hekl- aðan ofnhanska. Jólaveislur eru alltaf fjör Jólaveislur eru auðvitað klassískar, en þær verða trúlega með öðru sniði en vanalega þetta árið. En þær standa alltaf fyrir sínu og ef fólk getur komið saman á öruggan hátt geta þær verið mikilvægur þáttur í að byggja upp góðan starfsanda með því að leyfa fólki að eyða tíma saman utan vinnu- staðarins. Jólahefðir fyrir vinnustaði Skemmtilegar hefðir geta verið mikilvægar til að skapa góðan vinnuanda og styrkja liðsheildina á vinnustað. Hér eru nokkrar hugmyndir um leiðir til að njóta aðdraganda jólanna saman. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Ljótupeysu- keppni er klass- ísk skemmtun fyrir jólin. Hún getur verið skemmtileg leið til að breyta til og létta stemmninguna á vinnustaðn- um. MYND/GETTY Það er hægt að setja saman spurninga- leiki með spurningum um það sem gerðist í sögu fyrirtækisins á árinu. 22 KYNNINGARBLAÐ 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR Gefðu hlýju í jólagjöf Notaleg upplifun með heitum náttúrulaugum, gufuböðum og sauna að nnskri fyrirmynd er það sem Fontana býður uppá. Laugarvatn Fontana er staðsett í miðri náttúruparadís við Laugarvatn með útsýni y r vatnið og fjöllin allt í kring. Við setjum saman gjafabréf sem hentar þínu starfsfólki best. Öll gjafabréf gilda fyrir tvo fullorðna og frítt er fyrir 12 ára og yngri. www.fontana.is sales@fontana.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.