Fréttablaðið - 09.10.2020, Side 43
Þetta bitnar sér-
staklega á fólki sem
starfar í verslunum.
kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bolla kaffitár frá býli í bol
la
k
aff
itá
R
f
rá
bý
li
í b
ol
la
ka
ff
itá
r
f
rá
býli
í boll
a
Hátíð
í bæ
KYNNINGARBLAÐ 25 F Ö S T U DAG U R 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 FYRIRTÆKJAGJAFIR
Hvað leynist í jólapakkanum í ár?
Fjölmörg fyrirtæki bregða á það ráð ár hvert að gleðja starfsfólk sitt með fallegum og
skemmtilegum jólagjöfum. Þá er
vinsælt að gefa eitthvað matarkyns
eða fallegar íslenskar hönnunar-
vörur. En hvað gáfu fyrirtækin
fyrir jólin 2019?
Bankarnir gerðu vel við sitt fólk.
Starfsmenn Arion banka hlutu
fjörutíu þúsund króna gjafabréf og
teppi frá íslensku barnafataversl-
uninni As we grow. Landsbankinn
gaf bankastarfsmönnum 45 þús-
und króna gjafabréf frá Icelandair.
Það er vonandi að það hafi nýst
einhverjum vel. Íslandsbanki gaf
svo starfsfólki sínu þrjátíu þúsund
króna gjafabréf í Smáralind.
Stjórnendur Advania brugðu
á það ráð að gefa starfsfólki tíu
þúsund króna inneign í sænsku
netverslunina getymygift.se eða
val um að gefa sömu upphæð til
valdra góðgerðamála.
Torg gaf starfsmönnum sínum
svo gjafaöskju með Omnom-súkku-
laði og gjafakort í Samkaup upp á
tuttugu þúsund krónur. Morgun-
blaðið sendi hins vegar jólakveðju
á starfsmenn þar sem greint var frá
því að ekki væri gefin jólagjöf í ár
vegna rekstrarörðugleika.
Hvað gáfu
fyrirtækin í fyrra?
Það getur bitnað á andlegri heilsu
að þurfa að hlusta á sömu jólalögin
aftur og aftur og aftur. MYND/GETTY
Það getur verið gaman að spila jólatónlist á vinnustaðnum til að skapa hátíðlega
stemmningu og flestir eru hrifnir
af jólalögum og tengja þau við
góðar minningar. En það þarf samt
að stilla jólagleðinni í hóf, því það
getur það verið skaðlegt fyrir geð-
heilsuna að heyra sömu lögin aftur
og aftur.
Sálfræðingurinn Linda Blair
sagði frá þessu fyrir um þremur
árum síðan og það er við hæfi að
rifja þetta upp núna þegar það
styttist í 1. nóvember, en þá verður
löglegt að spila jólalög.
Þetta bitnar sérstaklega á fólki
sem starfar í verslunum þar sem
sama jólatónlistin hljómar frá
morgni til kvölds. Blair segir að
þetta fólk þurfi að hætta að hlusta
á tónlistina til að geta einbeitt sér
en að það verði til þess að þau eyði
allri orkunni sinni í að heyra ekki
það sem er í gangi.
Á móti kemur að skemmtileg
jólatónlist og góð lykt fær við-
skiptavini til að vilja eyða meiri
tíma í verslunum, sem eykur sölu.
En það má ekki bitna á heilsu
starfsmanna. Þeir sem starfa á
öðruvísi vinnustöðum þurfa líka
að hafa þetta hugfast svo þeir angri
ekki samstarfsfélaga sína of mikið.
Stillið jólatónlist í hóf
Ljúffengur hummus er tilvalinn í
matarkörfu grænmetisætunnar
jafnt sem kjötætunnar. MYND/GETTY
Því getur fylgt ákveðinn haus-verkur að velja gjöf við flestra hæfi. Á það sennilega sjaldan
betur við en þegar ákveðið er að
gefa matarkörfur og taka þarf tillit
til þeirra sem neyta ekki dýraaf-
urða. Það þarf þó ekki að örvænta,
bæði er margt í boði og þá eru
líka ýmsar vörur án dýraafurða
sem henta fleirum en einungis
grænmetisætum. Meðal þess sem
hægt er að gefa eru hnetur, ólífur,
hummus, pestó, krydd, seitan-
vörur, þurrkaðir ávextir, vandaðar
olíur og margar tegundir af víni og
bjór. Þá er til mikið úrval af vegan
súkkulaði og öðrum sætindum
ásamt vegan osti af ýmsu tagi sem
hægt er að para saman við vel valið
kex og sultu. Sama hvað verður
fyrir valinu þá mun viðleitnin vera
afskaplega kærkomin.
Vegan
matarkarfa