Fréttablaðið - 09.10.2020, Page 44
Kíktu á ms.is og skoðaðu úrvalið
- einfalt og fljótlegt.
S É RVA LD IR Í S LE N S KIR
OS TA R O G MEÐ L Æ TI
Veldu milli sex mismunandi ostakarfa
og bættu við annarri matvöru, víni eða g jafavöru.
Frábær g jöf til viðskiptavina
eða starfsmanna.
Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja býður upp á köfunarferðir, meðal annars í Silfru á Þingvöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria@frettabladid.is
Mörgum fyrirtækjum tekst oft vel upp og starfsmenn opna fallegan jólapakka á
aðfangadagskvöld og hugsa hlýtt
til vinnuveitanda síns. En það er
erfitt og jafnvel ómögulegt að hitta
í mark hver einustu jól. Sérstaklega
þegar fjöldi starfsmanna hleypur á
hundruðum.
Nú státa mörg fyrirtæki sig af
því að fara eftir strangri umhverf-
isstefnu og þá getur verið erfitt að
réttlæta það að kaupa upp lager af
gjafavöru eða nytjahlut sem mögu-
lega 50% starfsfólksins er ánægt
með á meðan afgangurinn reynir
að losa sig við gjöfina með því að
gefa hana áfram, eða geyma heima
hjá sér þar til hún fer í Sorpu í
næstu flutningum. Kolefnissporið
sem hlýst af þessari einu fallegu
hugsun, það er við það að búa
hlutinn til og flytja hann á milli
landshluta og jafnvel á milli landa,
er gríðarstórt.
Þegar svo ber undir að erfitt
reynist að finna hentuga gjöf, þá
er um að gera að leita á óhefð-
bundnari slóðir. Því það er vel
hægt að gera vel við starfsfólk sitt
án kolefnisspors. Sífellt f leiri fyrir-
tæki eru farin að sjá virði í því að
gefa upplifanir í jólagjöf. Þá er að
auki fjöldinn allur til af rafrænum
gjöfum sem gaman er að gefa og
það besta er að það þarf ekki að
kosta neina mengun. Svo eru líka
til skemmtilegir áskriftakostir
á ýmsum matarpökkum, kaffi,
sælkeravörum og fleiru sem senda
heim að kantsteini einu sinni í
viku, mánuði eða oftar.
Hvað með að gefa áskrift af
hljóðbókum? Til eru fjöldi streym-
isveita sem bjóða upp á gott úrval
af íslenskum og erlendum hljóð-
bókum. Þar má nefna skáldsögur,
heimspekibókmenntir, mann-
kynssögu, sjálfshjálparbækur og
svo mætti lengi fram telja.
Þá er hægt að gefa starfsfólki
ferðir með innlendum ferða-
þjónustufyrirtækjum og styrkja
í leiðinni íslenska ferðaþjónustu.
Hversu margir í fyrirtækinu þínu
geta til dæmis sagt að þeir hafi
komið upp á jökul eða róið kajak
við ströndina?
Ávextir og grænmeti er eitthvað
sem við ættum öll að borða meira
af, enda stútfullt af vítamínum
og steinefnum. Fjöldi fyrirtækja
býður upp á hentugar áskrifta-
leiðir þar sem maður fær vöruna
alla leið heim að tröppum. Þess
þá heldur er stórsniðugt að gefa
starfsfólki kaffiáskrift þar sem
nýtt og spennandi kaffi er annað
hvort sent heim að dyrum eða það
er sótt á næsta kaffihús.
Einnig er fjöldi námskeiða í
boði sem eru kennd um helgar
eða á kvöldin. Námskeið eins og
pastagerð, leirmótun, sushigerð,
silkiprent og margt f leira.
Það er líka sígilt að gefa gjafa-
bréf í jólagjafir, hvort sem það er
í leikhús, á tónleika, í óperuna,
á veitingastað eða hvað sem er.
Þá hafa mörg fyrirtæki brugðið á
það ráð að gefa gjafabréf í verslun,
oft eitthvað sem tengist starf-
semi fyrirtækisins. Það hefur til
að mynda verið vinsælt innan
ferðaþjónustubransans að gefa
gjafabréf sem gildir í einhverjum
af þeim fjölda útivistaverslana hér
á landi.
Gjafabréf í þau fjölmörgu bað-
hús sem finna má um land allt er
líka sígild og falleg gjöf. Því hvað
er notalegra en að eyða deginum
í heitum böðum? Svo ef það á að
gera sérlega vel við starfsmenn er
hægt að bæta við dekri eins og fót-
snyrtingu, axlanuddi eða andlits-
meðferð.
Áskrift að grænmeti er hugulsöm gjöf og hvetur fólk til þess að borða hollari mat.
Námskeið í pastagerð er stór-
skemmtileg gjöf fyrir starfsmenn
sem hafa gaman af matargerð og
eru ekki á ketó. MYND/GETTY.
Gjafabréf í þau
fjölmörgu baðhús
sem finna má um land
allt er líka sígild og falleg
gjöf.
26 KYNNINGARBLAÐ 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR
Öðruvísi jólagjafir
Flestum reynist erfitt að velja jólagjafir. Hvað þá þegar
fyrirtæki ætla að velja eina jólagjöf handa starfsliðinu.