Fréttablaðið - 09.10.2020, Side 52

Fréttablaðið - 09.10.2020, Side 52
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Viltu birta minningargrein á frettabladid.is? Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is. Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot Elsku besti eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og hjartkær vinur, Halldór Erlendsson lést af slysförum sunnudaginn 4. október. Fyrir hönd vina og vandamanna, Linda Björk Jóhannsdóttir Sigurrós Björg Halldórsdóttir Rix Erlendur Halldórsson Þorgerður Sveinbjörnsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Signý Egilsdóttir Bláskógum 13, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, þriðjudaginn 6. október. Elsa Backman Rúnar Skarphéðinsson Helgi Backman Marteinn Friðriksson Íris Blandon Katrín Friðriksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Sýningin En hilsen over havet – Kveðja yfir hafið – var tilraun til að takast á við þær nýju aðstæður sem komu upp í kjölfar heimsfaraldursins,“ segir Heiðar Kári Rannversson, sýningar- stjóri Nordatlantens Brygge og lýsir tildrögunum nánar. „Þegar COVID-19 faraldurinn stóð sem hæst hér í Kaupmanna- höfn síðasta vor og enginn gat komist milli landa með góðu móti, fékk ég þá hugmynd að biðja lista- menn frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi að senda mér listræna kveðju í formi hefðbundins póst- korts. Hugmyndin fékk góðar við- tökur, kortin hafa borist hingað frá því í byrjun júní og eru orðin 75. Þau eru sett upp jafnóðum þannig að sýningin hefur vaxið og breyst en nú fer henni að ljúka.“ Heiðar Kári nefnir þekkta íslenska sendendur, þeirra á meðal Hrein Friðfinnsson, Eggert Pétursson, Rögnu Róberts- dóttur, Helga Þorgils og Brynhildi Þorgeirsdóttur. „Eitt kort er frá Kristjáni Guðmundssyni, dagsett á Hjalteyri 8. 6. 2020,“ bætir hann við. Sýningin Kveðja yfir hafið hefur verið ágætlega sótt, einkum síðsum- ars, og meðal gesta verið nokkrir Íslendingar, að sögn sýningar- Listrænar kveðjur berast yfir hafið Póstkort vestnorrænna listamanna hafa stöðugt bæst við á sýninguna En hilsen over havet á Nordatlantens Brygge í Kaupmanna- höfn. Hún hefur staðið frá því snemmsumars en lýkur í þessum mánuði. Heiðar Kári Rannversson sýningarstjóri átti hugmyndina. Heiðar Kári segir lífið smátt og smátt að komast í eðlilegt horf í Kaupmannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eitt af spaugilegum póstkortum á sýningunni. Kortin eru klemmd upp á snúru jafnóðum og þau koma og sýningarstjórinn segir sýninguna hafa vakið athygli. Sýningarsalurinn var eitt sinn pakkhús fyrir hvallýsi og sútuð selskinn. stjórans. „Ferðafólkið vantar samt í borgina, rétt eins og á Íslandi,“ segir hann. „Umferð um bryggjuna var minni en undanfarin ár en frá því í ágúst hefur hún verið að glæðast.“ Heiðar Kári hefur sloppið við veiruna sem betur fer, ásamt fjöl- skyldunni. „Við náðum blessunar- lega að komast til Íslands í sumarfrí í júlí, á milli bylgna.“ Hann segir lífið smátt og smátt að komast í eðlilegt horf í Kaupmannahöfn, enn séu þó nokkrar takmarkanir í gildi og búið að framlengja f lestar til loka október. „Stofnanir á menningar- sviðinu hafa fengið að halda opnu síðan í júní sem er mjög gott. Hins vegar er Nordatlantens Brygge háð samstarfi þvers og kruss yfir Norð- ur-Atlantshafið og við þurftum, því miður, að fresta ýmsum viðburðum og færa til aðra.“ En hvað er framundan? „Nú erum við að undirbúa sýningu á sam- tímalist frá Færeyjum. Svo munum við sýna stórt verk eftir Hrafnhildi Arnardóttur, Shoplifter, á næsta ári, þeirri sýningu var frestað um ár vegna COVID-19. Það er fyrsta stóra einkasýning Hrafnhildar í Danmörku og mun ef laust vekja mikla athygli.“ gun@frettabladid.is Hugmyndin fékk góðar móttökur, kortin hafa borist hingað frá því í byrjun júní og eru orðin 75. Þau eru sett upp jafnóðum þannig að sýn- ingin hefur vaxið og breyst. 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.