Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 2

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 2
Félags- og menningarmiðstöð SAMTAKANMA "78 Laugavegi 3 Opiö hús OpiS hús er I Regnbogasalnum mónudaga kl. 20- 23 og fimmtudaga kl. 20-24 og laugardaga frá kl. 21. A föstudagskvöldum hittist ungt fólk undir 26 ára aldri í Regnbogasalnum. Bókasafn Samtakanna '78 Bókasafnið er opið tvisvar í viku, á mánudags- og fimmtudagskvoldum kl. 20-23. Þa& er opið öllum almenningi en utanfélagsmenn greiða lítilsháttar þóknun fyrir útlán. Ráðgjafarsimi Samtakanna '78 Ráðgjafar félagsins svara í símann á fimmtudags- kvöldum milli kl. 20-23. Þeir veita upplýsingar um starfsemi félagsins og ræða við þá sem vilja létta á hjartanu. Allir ráðgjafarnir eru samkynhneigt fólk sem horfst hefur í augu við kynhneigð sína fyrir löngu og getur miðlað af styrk sínum og reynslu. A ráðgjafarvakt eru bæði kona og karl þetta kvöld. Ráðgjafar eru bundnir trúnaðarheiti um alla þá vitneskju um málefni einstaklinga og annarra aðila sem þeir fá í störfum sínum hjá Samtökunum '78. Síminn er 552 7878. Trúarhópur Áhugahópur samkynhneigðra um trúarlíf hittist vikulega yfir veturinn í húsnæði Samtakanna '78. Þar hittist fólk til helgihalds, bæna- eða samræðustunda. Oft er gestum boðið á þessar stundir úr hópi þjónandi presta eða djákna. Allir eru velkomnir í hópinn. Hinsegin dagar 2000 Samstarfsnefnd um Hinsegin daga, Gay Pride 2000, hittist á reglulegum fundum yfir veturinn og fram á sumar í húsnæði Samtakanna '78. I samstarfsnefndinni eiga sæti fulltrúar fimm félagasamtaka samkynhneigðra og fundirnir eru öllum opnir sem vilja leggja lið við undirbúning hátíðahaldanna. Vefsíða Hinsegin daga er www.this.is/gaypride og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Samtakanna '78 alla virka daga milli kl. 14- 16. Sími 552 7878. Revolta Ungliðahópur Samtakanna '78 er hópur fólks á aldrinum 16-26 ára. Þau hittast i félagsmiðstöðinni hvert föstudagskvöld. Leitið nánari upplýsinga á skrifstofu Samtakanna '78 alla virka daga milli kl. 14-16. Sími 552 7878. Foreldrasamtökin '78 eru ekki aðeins hópur foreldra heldur líka allra aðstand- enda lesbía og homma. Tilgangur hópsins er að miðla reynslu og sfyðja aðstandendur á þann hátt að þeir geti orðið börnum sínum og öðru samkynhneigðum ætt- ingjum að liði í lífsbaráttunni og öðlist þrek til þess að taka á eigin tilfinningamálum samfara því að horfast i augu við samkynhneigð ættingja sinna. Því miður hefur starfsemi hópsins legið niðri um sinn en áhugasamir eru eindregið hvattir til að hafa samband við skrifstofu Samtakanna '78 á virkum dögum milli kl. 14-16 ef þeir hafa hug á að taka þátt í endurvöktu starfi foreldrasam- takanna. Samkynhneigðir foreldrar Hópur samkynhneigðra foreldra hittist annan hvern mið- vikudag i húsnæði Samtakanna '78 kl. 20:30. Tilgangur hópsins er að miðla hvert öðru af reynslu sinni sem samkynhneigðir foreldrar og einnig til þeirra sem hyggja á foreldrahlutverk í framtíðinni. Hópurinn safnar upp- lýsingum og er í tengslum við sams konar foreldrahópa sem starfa annars staðar í heiminum. Hópurinn vill vinna að því að fjölskyldur samkynhneigðra verði sýnilegri í samfélaginu, m.a. með því að bjóða fil sín á fundi gest- um sem geta og vilja vera málsvarar samkynhneigðra foreldra á opinberum vettvangi. Þá leitast hópurinn við að stuðla að félagslifi og kynnum samkynhneigðra fjöl- skyldna með viðburðum þar sem foreldrar, börn og aðrir ættingjar sameinast í leik og starfi. Leitið nánari upp- lýsinga hjá Svanfríði með því að senda henni línu á net- fangið helgagu@islandia.is AA-fundir fyrir samkynhneigða og tvíkynhneigða eru haldnir á Laugavegi 3 á þriðjudagskvöldum kl. 21. Einnig eru gay-AA fundir haldnir á Tjarnargötu 20, B-sal, á laugar- dögum kl. 1 8. Fundirnir eru vel sóttir af alkohólistum sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir og leita að nýjum lífsstíl - allsgáðir. Allir samkynhneigðir og tvíkynhneigðir sem eiga við áfengis- og vímuefnavanda að stríða eru hvattir til að líta við á fundi og sækja þangað styrk til að lifa betra lífi. Stonewall Félag samkynhneigðra í framhaldsskólum starfar einkum yfir vetrarmánuðina og hittist reglulega á fundum í Hinu húsinu við Aðalstræti í Reykjavík. Leitið nánari upplýs- inga hjá Kolbrúnu Eddu. Netfangið hennar er: kollaes@ hotmail.com og hún veitir allar nánari upplýsingar. Pósthólf 1262 121 Reykjavík Sími 552 7878 Fax 552 7820 Stjórn Samtakanna '78: Formaður: Þorvaldur Kristinsson Varaformaður: Anni Haugen Gjaldkeri: Fjalar Ólafsson Ritari: Berglaug Ásmundardóttir Meðstjór- nendur: Alfreð Hauksson, Heimir Már Pétursson og Ingibjörg Ólafsdóttir Framkvæmdastjóri: Ragnar Ragnarsson Samtakafréttir koma út mánaðarlega. Blaðið er sent félagsmönnum, almenningsbókasöfnum, bókasöfnum framhaldsskólanna og einnig er því dreift á bari og kaffihús. Fréttabréf þetta er öllum opið án ritskoð- unar en aðsendar greinar skulu merktar höfundi enda birtar á hans ábyrgð. Skiladagur greina og tilkynninga er 20. hvers mánaðar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorvaldur Kristinsson Umbrot: Kristinn Gunnarsson Prentun: Prentrún Netfang: gayice@mmedia.is Vefsíða: www.gayiceland. com/reykjavik 2 SAMTAKAFRETTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.