Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 25

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 25
F Undanfarið hefur öfgafullt bók- stafstrúarfólk reynt að draga umræöuna um samkynhneigö niöur ó vettvang „lækninga ó samkynhneigö". Þessar staöhæf- ingar komu m.a. fram í greinum Morgunblaðsins s.l. haust þegar um- ræðan um sam- kynhneigð stóð sem hæst. Nú er það hin „kristilega" sjón- varpsstöð Omega sem dælir út óróðri, m.a. gegn samkyn- hneigðum. Sjónvarpsstöðin er notuð sem óróðurstæki og eftir gildistöku laga um stjúpættleiðingar var daglega rætt í útsendingum um það hve samkyn- hneigð væri mikil synd. Á sama tíma voru nómskeið auglýst sem höfðu það að markmiði að lækna samkyn- hneigða. Með þessu eru trúarhópar að freista þess að koma ó skipu- lögðum Jækn- ingum" eins og starfræktar eru vestan hafs. FYRIRMYNDIN Við skulum taka fyrir þekktasta „fyrrverandi hommann" í Bandaríkjunum, John Paulk, og skoða feril hans. Hann er nefnilega dæmigerður fyrir þann hóp fólks sem segist hafa breytt kynhneigð sinni. Fortíð þeirra er oft ansi skrautleg og líkist frekar farsa en dæmi um órangur lækninga. TrúverSuleikann í mólinu er nefnilega frekar að finna í lífshlaupi þeirra en i yfirlýsingum hinna ýmsu trúarhópa. John Paulk er einn þeirra „fyrrverandi homma" sem mesta athygli hefur vakið í Bandaríkjunum. Líf Paulks hefur breyst mikið. Fyrir nokkrum órum var hann ekki annað en drag-drottning sem seldi sig. Nú er hann titlaður „sérfræðingur um samkynhneigð og kynferði" fyrir stofnunina Focus on the Family sem er óberandi og íhaldsamur trúarhópur. Stofnunin er stærsti trúarlegi fjölmiðill í heimi. Paulk er einnig stjórnar- formaður Norður-Amerikudeildar Exodus International sem' eru regnhlífasamtök fyrir trúarhreyfingar sem berjast gegn samkynhneigðum. Samtökin Exodus eru líklega þekktust fyrir þær sakir að tveir af stofnendum þeirra, þeir Michael Bussee og Gary Cooper, urðu óstfangnir ó róðstefnu einni ó vegum samtakanna. Þeir skildu við eigin- konur sínar, hófu sambúð og hafa síðan gagnrýnt samtökin fyrir blekkingar og svik. Þeir segja meðferðina hjó Exodus órangurslitla og ekki einn hafi „læknast". John Paulk er giftur Anne sem er „,fyrrverandi lesbía". Þau ferðast um Bandaríkin og boða þó trú að samkynhneigð sé ekki guði þóknanleg og að samkynhneigðir séu dæmdir til eilífðar I vítiseldi nema þeir lifi samkvæmt sinni „nóttúrlegu" gagnkyn- hneigð. Paulk-hjónin voru kynnt í auglýsingaherferð sem olli miklu fjaðrafoki í Banda- ríkjunum í júlí 1998. Þó birtu fimmtón trúarhreyfingar sameiginlega heilsíðuauglýs- ingar undir fyrirsögninni „Truth in Love" þar sem samkynhneigðir eru hvattir til að leita sér lækninga. Auglýsingarnar birtust í nokkrum viðlesnustu dagblöðunum: Washington Post, New York Times og USA Today. í kjölfarið birtust Paulk-hjónin ó forsíðu Newsweek með fyrirsögninni „Gay for Life?" og einnig í þóttunum Good Morning America, Ophra Winfrey og Jerry Springer. SAMTAKAFRETTiR 25

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.