Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 21

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 21
að sjá þessar rannsóknir svart á hvítu, hvað stæði þá efst á fyrstu síðu? Rannsókn framkvæmd af Gallup? Rannsókn unnin af félagsdeild óháðs háskóla? Neinei. Það stæði eitthvað á þessa leið: Rannsókn framkvæmd af rannsóknardeild KSBM- HA sem nýtur viðurkenningar sem rannsóknarstofnun. Síðan þyrfti langa rannsókn eftir flóknum leiðum áður en tækist að komast að, hvað KSBMHA stendur fyrir. Það væri Kristilegur Söfnuður Bræðra Móse I Hvítri Ameríku og þeir einu, sem hefðu viðurkennt rannsóknardeildina þeirra, væru þeir sjálfir. Það má alls staðar kaupa stimpil og prenta bréfhaus. Síðan má rannsaka í samræmi við kenningar og fá hagstæða út- komu. Sennilega hafa fáir óprestlærðir lesið Gamla testamentið spjaldanna milli. Frá fagurfræðilegu bókmenntasjónarmiði er það afspyrnu illa skrifað og efnisvalið háir líka almennum vinsældum þess. Að vísu inniheldur það, eins og Hollywood- leikstjórinn sagði, allt sem gerir kvikmynd að kassastykki, nefnilega hörmungar, ofbeldi og kynlíf. Það getur samt ekki orðið spennulestur sökum þess að því er svo illa ritstýrt. Ef nútímaritstjóri kæmist í bókina góðu, þá yrði hún skorin niður í lítið, handhægt hefti ón þess að nokkuð færi forgörðum. Guðspjöllin yrðu samræmd þannig að haldið yrði inni einni frásögn af hverjum atburði og allar endurtekningar fjarlægðar. Mósebækurnar fengju sömu meðferð og öll alzheimer- einkennin máð burtu. Eftir stæði þá eitthvað á stærð við vand- að tímarit. Eg er hér að horfa á annað ritverk, skrifað af fram- vörðum Móse og sent þingmönnum og þar með orðið opinbert skjal. Ritstíllinn er hakinu skárri en á bókinni góðu, en ég verð nú að viðurkenna að það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá það, var hvað ég gæti kennt þeim drengjum í framsetningu og ritlist. Fyrir svimandi upphæð gætu þeir jafnvel lært að vera sannfærandi. Sem betur fer á ég ekki eftir að eiga í neinni innri siðgæðisbaráttu um hverjum ég kenni lævísari og liprari stíl því þeir leita líklega seint til mín. Hvað um það, í bréfinu góða er dásamleg setning sem ég bryti lög til að hafa eftir ef þyrfti. Hún er svona: „Það sem þó skiptir mestu máli er að Guð hefur lýst sig andvígan!" Hver er sannfærandi sem fær Guð til að hljóma eins og ályktun frá flokksþingi? En lítum á ritstaðinn í Mósebók þar sem „Guð lýsir sig andvígan" - rétt eins og forsprakki fiskvinnufólks í hráefnis- skorti. I kaflanum um kynlíf, sem fjallar aðallega um sifjaspell, segir Guð orðrétt á eftir langri upptalningu um með hvaða konum karlmenn mega ekki gera dodo: „Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðursfyggð." Beint á eftir þeim orðum kemur bann við kynferðislegu áreiti við dýrin sem hljómar svona: „Þú skalt ekki eiga samlag við nokkra skepnu, svo þú saurgist af." Þarna, og ekki fyrr, man Guð skyndilega eftir konum sem gerendum. Þær fá eina setningu í öllum kynlífskaflanum og hún er svona: „Né heldur skal kona standa fyrir skepnu til samræðis við hana. Það er svívirðing." Þetta kveikir óneitanlega spurular hugsanir. Hvernig gat Guð, sem skapaði konuna, jafnvel þótt það væri aðeins úr leyfum úr Adam, hvernig gat hann gleymt því að konan hefur líka kynhvöt og heila sem hún getur notað til að láta sér detta ýmislegt dónalegt í hug? Það er ekki eitt einasta bann við neinu fyrir konur. Nema þetta með skepnurnar. Og það hljómar meira eins og: Stattu ekki þarna eins og þvara í fjárhúsinu! Tekurðu ekki eftir því, kona, að hrútarnir eru að riðlast á þér? Eða, og þessi hugmynd er áleitin: Segir kaflinn þá sorglegu sögu, að hjónaband Móse hafi verið afleitt þegar til sængur var komið og hann hafi ekki haft hugmynd um að konur hafa kynhvöt? Og hver samdi þá textann? Alvitur en afspyrnu gleyminn Guð, eða Móse sem var kvæntur dauðyfli? Ekki má gleyma góðum spretti í Móselögunum um það hvenær á að drepa stúlkur og konur. Það er bara sem oftast, ef þær týna meydómnum einhvers staðar áður en réttmætur kaupandi hans kemur höndum yfir hann. Þó má í einu tilviki gefa stúlkum líf. Það er þegar þeim er nauðgað fjarri mannabyggð og ekki hægt að sanna að þær hafi ekki hrópað á hjálp. I þeim kafla er einn sólargeisli: Nauðgarann á að grýta í hel. Islenska dómskerfið gæti lært mikið af fimmtu Mósebók, 22. kafla, 25. versi. I kaflanum á undan er fjallað um foreldravaldið. Ef við tökum þau lög upp þá verða hundruð ráðgjafa atvinnulausir. Þar segir í stuttu máli að eigi maður ódælan son og þrjóskan sem hlýðir ekki þó hann sé hirtur, þá geti foreldrarnir tekið hann, fært hann að borgarhliðinu og klagað hann í öldungana. Skulu þá allir borgarbúar lemja hann með grjóti til bana. Þetta er varanleg lausn á unglingavandamálinu. Nóg eigum við grjótið á Islandi, en grjót er einmitt mikilvægur þáttur í því að lifa siðlegu lífi samkvæmt Móselögunum. Kemur svo loks að þar sem lesið hefur verið þvílíkt yfir hausamótum Israelsmanna í óvissuferðinni þeirra um Sinaí, að Móse og Drottinn ákveða að hafa sáttmálshátíð. Hún hefur líklega farið hljóðlega fram og lítið verið dansað því hátíðin hefst á bannfæringum. Þar eru mannsmorð lögð að jöfnu við að bregða fæti fyrir blinda, en í miðri þulu er bannfæring sem framverðir Móse ættu kannski að skoða. Hún segir: Bölvaðir eru þeir sem halla rétti útlendinga, munaðarleysingja og ekkna. Þeir eru sem sé bölvaðir sem vilja að rétti barna sam- kynhneigðra sé hallað, því þau eru munaðarleysingjar að hálfu þar til lögin leyfa ættleiðingar. Fyrstu vikuna í júlí verður alþjóðleg hátíð samkyn- hneigðra, Gay Pride, haldin í Róm. Það hittist svo ótrúlega undarlega á að hátíðahöldin lenda á heilögu ári. Þau munu einnig fara fram undir gluggum Vatíkansins, önnur tilviljun. Páfa ku ekki vera skemmt. Ég ætla að fara og vera viðstödd bæði, árið heilaga, sem ég ætla að ná á einni viku, og hátíð samkynhneigðra, sem ég næ í sömu vikunni. Ferðina fer ég með fólki sem mér þykir vænt um og bind nokkrar vonir við að enginn afgerandi fótboltaleikur fari fram um sama leyti því bullurnar gætu grýtt hátíðagesti. Ekki vegna þess að þær hafi kynnt sér Móselögin, heldur af því að steinar hafa allar aldir legið vel í hendi mannsins. Að hátíð lokinni ætla ég að hafa samband við skipuleggj- endur hennar og stinga upp á að næsta alþjóðlega hátíð samkyn- hneigðra verði haldi SAMTAKAFRETTIR 21

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.