Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 19
Ríkissjónvarpið bauö upp d létta afþreyingu
íKastljósinu d vordögum driÖ 2000. Þar
fengu þeir að mcetast, fulltrúi Drottins og
fulltrúi Satans. Þeir sdtu hliÖ viÖ hliÖ, svo
gott sem í sama sófanum og efþaÖ er ekki
birtingarmynd hins sanna lýðrœðis, þd veit
ég ekki hvar œtti aÖ leita hennar. Til stóÖ aÖ
hafa uppi mdlefnalegar umrœður um
frumvarp til laga um ættleiöingar
samkynhneigÖra. En er ekki vegurinn til
vítis hellulagður góðum fyrirætlunum?
Hann er þaÖ. Og eftir þeim vegi fóru
umræÖurnar beint til vítis, aÖallega vegna
þess aÖ annar aðilinn hafÖi skiliö Handbók í
almennri kurteisi eftir heima. í henni er
sérkafli um umræÖuþætti þar sem segir
orðrétt: „UmræÖuþættir faraþannig fram aÖ
allir fd aÖ segja sitt, en aÖeins einn talar í
einu. Þannig geta dheyrendur greint hvaÖ
hver segir. Þess utan, þd telst þaÖ ekki til
mannasiða aÖ gjamma sífellt fram í og
síbaula sömu tugguna til að yfirgnæfa rödd
skynseminnar. “
Hún er með einsdæmum, uppeldisleysan á krossförum
Krists, sem í þessu tilviki getur ekki talist koma fram fyrir Krists
hönd, því Kristur boöaði kærleik, sannsögli og umburðarlyndi.
Líklega var þetta krossfari Móse því það loðir við hann angan af
Gamla testamentinu. Svona léttur brennisteinsfnykur. Væri ekki
athugandi fyrir þáttastjórnendur, sem treysta sér til að kalla á
krossfara Móse, að þeir tækju á móti honum í stíl Gamla
testamentisins? Eins og menn kannast við, var dáldið um að
Ijósta, eyða, deyða og grýta á þeim tímum. Eg segi ekki að Gísli
Marteinn Baldursson eigi að fá sér eldvörpu og svíða framan af
ermalíningum þeirra sem gjamma og gelta; slökkviliðsstjóri hefði
örugglega eitthvað við það að athuga. En það mætti hlaða litla
vörðu við stól stjórnenda þátta svo þeir geti gripið stein og stein
og grýtt þá sem þegja ekki á meðan aðrir tala. Upp úr því yrðu
biblíumenn að ganga í gegnum vopnaleit við komuna I
sjónvarpshúsið því þeir færu að dæmi Davíðs og hefðu með sér
slöngvuvað. Svo tækju þeir bara steinana sem þeir væru grýttir
með, hlæðu vaðinn og slöngvuðu til baka í Golíat. Við vitum
hvernig fór fyrir honum og ekki viljum við að Gísli Marteinn
verði allur i beinni.
Ég finn að orðalag hér að framan er ekki nógu skýrt. Með
„ættleiðingum samkynhneigðra" er ekki átt við að neinn ætli að
ættleiða samkynhneigða. Þeir eru orðnir nokkuð stálpaðir þegar
upp um þá kemst og oft af einhverjum ættum fyrir. Um var að
ræða. hvort samkynhneigðir fengju að ættleiða börn maka
sinna, svo og óskyld börn sem foreldrarnir eru hættir að nota.
Þetta náði eiginlega ekki að koma fram í Kastljósinu vegna
vaðalsáráttu annars mælandans.
Ekki var þáfturinn þó til einskis, því inni í okkur öllum býr lítill
púki sem hefur gaman af að sjá sjálfskipaða sorphreinsunar-
menn Guðs skíta í buxurnar í beinni. Af því var nokkur
skemmtan.
I Kastljósi kom fram, ákaflega oft, þar eð það var ein af
aðeins tveimur röksemdum frá Mósetímunum, að fái sam-
kynhneigðir að ættleiða börn maka sinna, þá sé vegið að þeim
grundvelli sem siðferði í landinu hvílir á. Þarna vantaði alfarið
að okkur væri sagt hver grundvöllur siðferðis í landinu væri.
Meginástæða ættleiðingarbrölts samkynhneigðra er ekki
aðeins tilfinningaleg eins og virtist, heldur stendur hún líka
föstum fótum í hinum ruddalega veruleika. Hann er sá að fyrir
síðustu lagabreytingu, sem gaf samkynhneigðum kost á staðfestri
sambúð, erfðu makar ekki maka sína eins og gerist sjálfkrafa
hjá hjónum og sambúðarfólki af algengari tegundinni. Til að
maki samkynhneigðra erfði hinn við andlát þurfti að gera
erfðaskrá. Það dugði aðeins að hluta, því samkvæmt lögum má
enginn ráðstafa nema broti af eigum sínum til annarra en
lögmætra erfingja. Ekki skyldi halda að maður hefði sjálfur
unnið fyrir reitunum. Þar eð eftirlifandi maki samkynhneigðra
taldist óskyldur aðili, voru erfðaskattar af lítilræðinu að auki
himinháir. Þegar fólk hefur búið saman áratugum saman og
byggt upp sameign ævilangt, þá er það mismunun og óréttlæti
að sömu erfðalög nái ekki yfir alla í sömu stöðu.
Hið sama á við börnin. Tökum dæmi af gagnkynhneigðum
hjónum, þar sem hún á eitt af hinum sívinsælu óskilgetnu börnum
þegar þau hefja sambúð. Hefst svo baslið. Saman eiga þau þrjú
börn og þegar þau fara að byggja, þá svelta öll fjögur börnin
jafnt fyrir steinsteypuna. Þegar hjónin svo falla frá, þá erfir fyrsta
barnið minna en helming á móti hinum börnunum, hafi það ekki
verið ættleitt af nýja föðurnum. Um leið gæti það verið að hrifsa
til sín erfðahluta úr jafnvel ókunnri fjölskyldu kynföðursins. Er
það réttlátt? Nei, það er það ekki. Hvernig verður það þá
réttlátt, ef uppeldisaðilarnir eru samkynhneigðir, að barnið erfi
ennþá minna og borgi margfalt hærri erfðaskatt en alveg eins
barn gagnkynhneigðra sambúðaraðila?
Eigum við þá að skilja það sem svo að siðferði í landinu hvíli
á því að börnum sé mismunað? Var fulltrúi Móse ekki að hafa
áhyggjur af mismunun, til dæmis í formi eineltis og annars
lífsháska? Getur verið að hann telji um leið að siðferði byggist á
að rækilega sé mismunað?
Nei, það er ekki mögulegt. Með siðferðisgrundvelli á hann
við kynlíf. Hoho, hinn forni fjandi reisir úfið, yglt höfuð sitt, ha?
Ef siðferði lands vors og þjóðar hvílir á kynlifi og kynlífs-
hegðun, þá erum við í djúpum skít. Já, við höfum eiginlega ekki
litið upp úr forinni allt frá landnámi. A öllum tímum hafa vaðið
SAMTAKAFRETTIR 19