Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 26

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 26
John Paulk á&ur fyrr John Paulk nú Samkvæmf vefsíSu Paulks og sjálfævisögu hans Not Afraid to Change þá átti hann erfiöa æsku. Foreldrarnir skildu þegar hann var fimm ára gamall og honum var strítt í skóla vegna þess hve kvenlegur hann var og lélegur í íþróttum. Hann hóf aS drekka áfengi fjórtán ára gamall og á lokaári í framhaldsskóla fór hann fyrst á hommabar. Stuftu síSar hóf Paulk sambúS meS öSrum manni sem stóS í eitt ár. Sambandsslitin voru honum svo erfiS aS hann varS aS hætta í skólanum. Hann jók áfengisdrykkjuna og lagSist í þunglyndi. Eftir mikinn innblástur úr skáldsögu, sem fjallaSi um velgengni fylgdarsveins (male escort), ákvaS hann aS stunda vændi til aS verSa eins ríkur og eftirsóttur og fyrir- myndin úr skáldsögunni. Paulk hóf störf hjá fylgdarþjónustu og seldi líkama sinn fyrir 80 dollara á klukkustund. Fyrr en varSi hafSi hann sofiS hjá meira en 300 manns. En, eins og hann hefur sjálfur lýst, þá varS hann leiður á aS vera nofaSur kynferSislega svo hann hætti þessari iSju sinni. Þá tók viS fjárhagsvandi sem einkenndist af gúmmí- tékkum og rafmagnsleysi vegna vanskila. ÞaS versta var aS hann hóf reglulega aS stela peningum frá besta vini sínum. Sem tómstundagaman ákvaS Paulk aS verSa kveneftirherma, nota nafniS „Candi" og reyndi aS verSa besta kona sem hann gæti orSiS. Til viSbótar áfengisneyslunni byrjaSi hann aS nota LSD um helgar. Nótt eina í þunglyndi sínu reyndi hann aS svipta sig lífi en þaS tókst ekki. Þar næst reyndi hann árangurslaust aS hætta aS drekka. Samkvæmt lýsingum John Paulks þá varS hann fyrir örlagaríkri trúarlegri reynslu kvöld eitt á dansgólfi skemmtistaSar. I einni útgáfu frásagnarinnar sem birtist fyrst á vefsíSu Paulks þá baS hann til guSs aS hann hjálpaSi sér. Frásögnin hefur þó breyst meS árunum og mörg smáatriSi hafa bæst viS hana. Löngu síSar í viStali viS Washington Times sagSi Paulk aS guS hefSi, aS fyrra bragSi, sagt viS hann þetta örlagaríka kvöld: „Komdu aftur til mín og ég mun frelsa þig frá þessu öllu og breyta lífi þínu." AS vera ákallaSur af gu&i gerir reynslusöguna auSvitaS áhrifameiri en aS biSja um hjálp. Paulk gekk í trúarhreyfinguna Love in Action innan Exodus sem standa fyrir meSferS á samkynhneigSum. Þar átti hann erfitt meS aS yfirvinna samkynhneigSar kenndir sínar eins og aSrir í hreyfingunni sem sumir stunduSu leynilegt kynlíf. Paulk varS ástfanginn af einum í hópnum. Samt sem áSur tóku þeir þátt í auglýsingaherferSinni sem Exodus stóS fyrir sumariS 1998. Paulk og vinir hans koma þar fram undir fyrirsögninni: „Geta samkynhneigSir breyst? ÞaS gerSum viS!" Á þeim tíma voru þeir enn í meSferS og samkvæmt eigin frásögn hafSi hann enn tilfinningar gagnvart öSrum körlum. Einn forsvarmanna meSferSarinnar staShæfSi síSar í hreinskilni a'S markmiS hennar væri ekki aS breyta fólki í gagnkynhneigt fyrir lok ársins heldur aS færa þaS nær guSi. Ef fólk væri nær guSi eftir meSferSina þá hefSi hún heppnast. Ari eftir meSferSina baS hann guS um þrennt: AS hann mætti giftast fyrrverandi lesbíu; aS þau mættu eignast barn; og aS guS myndi meS reynslusögu þeirra gera heiminn dolfallinn. Ekki er Ijóst af hverju eiginkona hans þurfti aS vera fyrrverandi lesbía. Hann sagSi þó í viStali viS Washington Times aS honum hefSi þótt þaS „flott". SíSar kynntist hann fyrrverandi lesbíunni Anne og giftist henni áriS 1992. Stuttu eftir giftinguna lét hann hafa eftir sér i viStali viS Wall Street Journal aS hann vissi ekki hvort hann hefSi jafnmikla löngun fyrir kynlíf meS konum og gagnkyn- hneigSir menn almennt. Hann sagSi þó aS samband hans viS eiginkonuna væri aS þróast. „Þegar maSur byrjar í sambandi meS konu, sem þú trúir aS guS hafi leitt til þín, þá þróast tilfinningar í garS hennar," er haft eftir honum. Fimm árum síSar viSurkennir hann í Newsweek aS honum finnist karlmenn ennþá aSlaSandi en samt sé hann gagnkynhneigSur. Þegar vitnisburSur fólks um lækningar er skoSaSur yfir langt tímabil er afskaplega fátt sem bendir til aS hægt sé aS breyta kynhneigS fólks. MaSur sannfærist einungis um aS enn eru fordómarnir svo miklir aS þeir kynda undir hatrinu og fælninni gagnvart samkynhneigSum. HatriS fær samkynhneigSa og aSstandendur þeirra til aS láta hafa sig af fíflum og féþúfu, svo ekki sé minnst á þjáninguna. Eftir standa trúarhreyfingar sem halda því fram aS neySa þurfi samkynhneigSa í meSferS eins og alkóhólista sem þurfi aS breyta um lífsstíl - og græSa svo á öllu saman. Heimildir: www.westword.com www.religioustolerance.org www.indegayforum.org www.newtimesla.com www.truluck.com

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.