Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 3

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 3
Frá formanni HVERNIG LJDUR OKKUR? ÞAð ER SUMARIð 2000 og enn einn áfangasigur hefur unnist i löggjafarmálum okkar. I rúman hálfan áratug höfum vi& barist fyrir rétti samkynhneigðra til stjúpættleiðinga og réttlætið hefur sigrað. Réttarstaða barna í fjölskyldum okkar er önnur og betri en áður. Atök við kristna fríkirkjusöfnuði er kannski það sem við minnumst lengst úr þessari baráttu og þeim átökum er ekki lokið. í hvert sinn sem við höfum leitað réttar okkar hafa kristnir fundamentalistar hrópað hátt þótt stundum hafi þeir hrópað hærra en núna. A slíkum stundum er þó hollt að muna að sannleik- urinn hrópar ekki. Sú mikla áhersla sem forysta Samtakanna '78 hefur í hálfan annan áratug lagt á jafnrétti fyrir lögum býður þeirri hættu heim að við lltum fram- hjá okkar innra lífi, hvernig hverju og einu okkar gangi að lifa og dafna sem lesbíur og hommar á Islandi. Ljóst er að lög breyta vissulega gildismati samfélagsins, almenningsálitinu, en þau ein færa okkur ekki hamingjuna. Til þess þarf sjálfsrækt og gagnkvæman stuðning innan hins samkyn- hneigða samfélags og margvíslega félagslega vernd í samfélagi sem reglulega hellir úr skálum fyrirlitningarinnar yfir okkur. Það hefur lengi verið þeim sem þetta ritar áhyggjuefni hversu samfélag homma og lesbía á íslandi hefur enn sem komið er fá félagsleg tæki til þess að mæta vanda einstaklinga, lágu sjálfs- mati, þunglyndi, freistingum vímunnar í hörðum heimi, erfiðleikum þeirra í samskiptum við sína nánustu, erfiðleikum þeirra við að leita réttar síns. í nágrannalöndunum eiga samkynhneigðir sér vlða fagmenntaða fulltrúa til halds og frausts, full- trúa sem leiða sitt fólk áfram I félagslegu verndar- starfi. Raunar höfum við ennþá takmarkaða fræðilega vitneskju um líðan okkar sjálfra, þvl fá- ar kannanir eru enn fyrir hendi. Stjórn Samtak- anna '78 hefur hafið undirbúning að þvl að nefnd til könnunar á aðstæðum samkynhneigðra á íslandi verði skipuð á næstunni og við vonumst til að sjá slíka könnun, vandaða og Itarlega, verða að veruleika á næsta ári. Með það efni I höndum getum við vonandi áttað okkur á þvl hvar skórinn kreppir. En sú könnun mun ekki að- eins skoða kvöl og þjáningu heldur llka ham- ingju, sigra og sjálfsöryggi. Umfram allt þurfum við heildstæða og vlsindalega rannsóknarvinnu sem metur styrk og veikleika okkar I Islensku sam- félagi líðandi stundar. í þvl sambandi er nærtækt að minnast nýlegr- ar rannsóknar frá grönnum okkar Norðmönnum. NOVA-skýrslan svonefnda kom út á slðasta ári og við niðurstöður hennar brá norsku þjóðinni I brún. Þar kemur I Ijós að þrátt fyrir framfarir I löggjafar- málum, almenna virðingu og mikla jákvæða um- ræðu, virðist ungt samkynhneigt fólk þjást umfram flesta aðra norska þegna. í okkar hópi býr vissu- lega mikill llfskraftur og lífsvilji en fjandskapur og nlð hlýtur að höggva þar sem slst skyldi, að þeim sem er veikur fyrir, og þá stundum svo að lífi er fórnað. í NOVA-skýrslunni kom meðal annars I Ijós að 6-7 sinnum fleiri samkynhneigðir en gagn- kynhneigðir hafa hugleitt það að farga sér og einn af hverjum fjórum undir 25 ára aldri hefur reynt að svipta sig lífi. Hliðstæðar nýlegar kann- anir 1 Norður-Evrópu vekja svipaðan ugg þótt nið- urstöður séu ekkert I llkingu við staðreyndir NOVA-skýrslunnar. Hver skyldi staðan vera á Is- landi á aldamófum? i alþjóðlegri könnun sem fé- lagsvísindastofnun Háskóla Islands tók þátt I árið 1990 kom I Ijós að umburðarlyndi Islendinga og mannvirðing gagnvart samkynhneigðum er tölu- vert meiri en meðal annarra þjóða. Sambærileg könnun hefur verið endurtekin og ættu niðurstöður hennar að liggja fyrir I lok þessa árs. Hvað mun hún sýna - vaxandi virðingu I okkar garð eða aukið hatur? A síðasta ári eignuðust Svíar umboðsmann homma og lesbla. Vettvangur hans er sjálfstæð stofnun sem þó vinnur I nánu samstarfi við hreyf- ingar samkynhneigðra þar I landi. Fulltrúar um- boðsmanns annast fræðslu til starfsstétta I þjóðfé- laginu, aðstoða þá sem brotið er á við að leita réttar slns og benda á leiðir til stuðnings. I áratug hafa Samtökin '78 sótt um fjárstyrk frá Alþingi til að launa fræðslufulltrúa en ekki hlotið undirtektir þrátf fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá slikt stöðu- gildi samþykkt á fjárlögum. Eftir að hafa horft til annarra þjóða hef ég um tlma séð fyrir mér stöðu félagsmálafulltrúa og réttargæslumanns samkyn- hneigðra á Islandi. Það embætti væri launað af rikinu, starfaði hvorki innan vébanda Samtak- anna '78 né annarra félagasamtaka samkyn- hneigðra en I nánu samstarfi við þau. Að berjast fyrir þvi að slikri stöðu verði komið á fót er að minu viti mikilvægasta baráttumál næstu mánaða og missera. Sennilegt er að könnun á stöðu okkar yrði nokkur rökstuðningur fyrir nauðsyn þessarar þjónustu. Það sýnir sig þegar síik embætti eru stofnuð I þágu annarra þjóðfélags- hópa sem eiga undir högg að sækja, að þörfin er mikil og hún verður þá fyrst fyllilega sýnileg þegar fagmannlegur vettvangur til félagslegrar þjónustu er orðinn að veruleika. Styrkur okkar er sýnilegur og fer ekki á milli mála, það liggur I hlutarins eðli. Veikleikar okkar og þjáning fara leynt. Að þvi leyti erum við náskyld ö&rum mannanna börnum. Takist okkur að styrkja innviði hins samkyn- hneigða samfélags, bjóða upp á félagslega vernd og aðsfoð, réttargæslu og fræðslu umfram það sem sjálfboðaliðar geta veitt, þá er til nokk- urs unnið við upphaf nýrrar aldar. 17. júní 2000 Þorvaldur Kristinsson SAMTAKAFRETTIR 3

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.