Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 14

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 14
HARÐARI AKVÆÐI I HOLLENSK REFSILÖG Fyrir hollenska þinginu liggur fyrir frumvarp um breytingar á þeim ákvæðum refsilaganna sem lúta aS opinberu misrétti í garS þegnanna vegna trúar þeirra, kynþáttar, lífsviShorfa og kynhneigSar. Núverandi hámarksrefsing fyrir brot á þessum ákvæSum er núna eitt ár en frumvarpiS gerir ráS fyrir tveggja ára hámarksrefsingu. ÞaS er flutt af Korthals dómsmálaráSherra Hollands, og hann segir það nauSsynlegt í Ijósi þess hve hægrisinnaðir ofstækismenn sækja nú hart fram á internetinu og svífast einskis í níSi sínu. Gay Krant TONY BLAIR STYÐUR ÆTTLEIÐINGAR SAMKYNHNEIGÐRA Frumvarp til nýrra laga um ættleibingar er komið fram i Bretlandi. I vor lýsti Tony Blair yfir vilja ríkisstjórnar sinnar til að gera þar ráð fyrir möguleika samkyn- hneigðra para til ætt- leiðinga og hefur lagt fram tillögur þar að lútandi. Nú er öllum umsóknum um ættleiðingar frá slíkum pörum hafnað. Nauðsyn þess að endur- skoða lögin brennur mjög á Bretum því að skýrslur sýna að um fimmtiu þúsund börn búa nú á stofnunum munaðar- leysingja. Eftir að iðulega hefur upp komist um kynferðislega misnotkun barna og unglinga sem þar búa hafa augu stjórnvalda opnast fyrir nauðsyn þess að auðvelda möguleikann á ættleiðingu. Hingað til hefur umsóknum frá samkynhneigðum pörum um ættleiðingu verið hafnað. Þó sýndi könnun frá 1998 að af 2000 ættleiðingum sem hlotið höfðu samþykki yfirvalda höfðu börn þrívegis verið ættleidd af samkynhneigð- um pörum. Felicity Collier frá stofn- uninni British Agencies for Adoption and Fostering fagnar þeim tíðindum að stjórnvöld skuli styðja þessa leið til ættleiðinga: - Það sárvantar fjöl- skyldur sem eru fúsar til að ættleiða börn og beinlínis út i hött að útiloka lesbiur og homma sem hafa vilja og aðstæður til að hlúa að barni, segir hún. Hins vegar hefur Valery Riches, talsmaður samtakanna Family and Youth Concern, snúist harkalega gegn tillögum rikisstjórnar Blairs: - Þessi ríkisstjórn er orðin leikfang hinna samkynhneigðu afla í þjóðfélaginu, segir hún. - Þessi áform eru alvarleg ógnun við öruggasta og besta form uppeldis sem við þekkjum, hið hefð- bundna hjónaband. I tillögunum sem hér um ræðir er gert ráð fyrir jöfnum rétti gagnkyn- hneigðra og samkyn- hneigðra para til ætt- leiðinga. Sömu kröfur skulu þar gilda um alla hvað varðar góða heilsu, aðbúnað, fastar tekjur og staðfestu i sambandinu. Times on Sunday/QE

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.