Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 12

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 12
J'júkdómnum. í umrœðunni tðk meira að segja til orða maður sem bafði „lœknast“ og skrifaði um þd meðferðarstöð sem hafði komið honum d rétt spor. Lítið sem ekkert hefur verið fjallað d Islandi um þœr meðferðarstöðvar sem gefa sig út fyrir að „lœkna“ samkynhneigð. Þessar stofnanir eru þó til í ná- grannalöndum okkar svo sem í Svíþjóð, en helsti vettvangur þeirra er Bandaríkin. I stuttu mdli gengur starfsemin út d það að hinn samkynhneigði og „sjúki“ getur eftir að hafa tekiðþdtt í meðferð fengið „eðlilegar“ (gagnkynhneigðar) kynhvatir og síðan gengið í hjónaband, eignajt börn og þar með orðið nýtur þjóðfélagsþegn. En út d hvað gengur þessi meðferð? Hverjir reka þessar stofnanir? „Lœknast“ hommarnir og lesbíurnar virkilega við meðferðina? Síðastliðið sumar hlýddi höfundur þessara orða d Ulf Lidman félagsráðgjafa og prest flytja fyrirlestur um hreyfinguna Exodus í Bandaríkjunum en það eru samtök þeirra sem telja sig fyrrverandi homma og lesbíur. Ulf sem í dag er yfirlýstur hommi, starfaði lengi sem meðferðarrdðgjafi hjd einni af stofnunum hreyfingarinnar í Bandaríkjunum. 1 fyrirlestrinum komu fram ýmsar athyglis- verðar hliðar d þessari starfsemi sem forvitnilegt er að frceðast ndnar um. Það varð því að rdði að ég hafði samband við Ulf og leitaði eftir viðtali d vegum Samtakafrétta til að forvitnast um þessa starfsemi og hann sjdlfan. Hann tók beiðninni Ijúfmannlega og við hittumst í Stokkhólmi þar sem hann býr og starfar. Tvöfalt líf UIf Lidman fceddist í Gautaborg árið 1962. Hann gerði sér snemma grein fyrir því að hann væri samkynhneigður, svo snemma að ífyrstu bekkjum grunnskólans fann hann að hann var ekki eins og aðrir. Homm segist svo frá: - ÞEGAR ÉG KOM Á UNGLINGSÁRIN VARÐ ÉG ENN ÓVISSARI UM ÞAÐ HVER ég væri. Það voru engar fyrirmyndir, engir samkynhneigðir menn, hvorki í hversdagslífinu né í fjölmiðlum. Ég byrjaði að lifa kynlífi í gegnum skyndikynni en talaði aldrei við neinn um samkynhneigð mína. Á sama tíma fékk ég sterka opinberun um tilvist guðs og leitaði til svokallaðs frjáls safnaðar þar sem að mér fannst ég eignast bræður og systur í trúnni. Það kom hins vegar fljótt í ljós að í söfnuðinum ríkti sterk hómófóbía og margt neikvætt sagt um samkynhneigða. Því lærðist mér fljótt að þegja um kynhneigð mína. Þetta skapaði tvöfalt líf, eitt með trúnni og annað með ÞAÐ VARÐ ENGIN LÆKNING HELDUR EINGÖNGU NÝ „MEÐFERÐARFÍKN" SEM SKAPAÐI FLEIRI VANDAMÁL EN HÚN LEYSTI. kynhneigðinni. Eg fékk aldrei tækifæri til að ræða um mig allan sem eina heila manneskju og þetta leiddi til þess að ég varð mjög einmana, líka í söfnuðinum. Ég hélt þó áfram að lifa þessu tvöfalda lífi. Uppfyllingu minna andlegu þarfa fékk ég á vettvangi safnaðarins og útrás fyrir kynhvötina í gegnum skyndikynni. Þetta skapaði þó meiri og meiri vanlíðan. Hin neikvæðu skilaboð um samkynhneigð úr safnaðarstarfinu sköpuðu sektarkennd þegar ég átti ástarfundi með öðrum karlmönnum. Að lokum brast stíflan. Hin heila manneskja - ÉG VAR AÐ ÞROTUM KOMINN OG VARÐ AÐ FÁ AÐ TALA VIÐ EINHVERN UM það hver ég væri. I söfnuðinum hafði ég fengið ábendingu um biblíuskóla sem var rekinn af alþjóðlegum samtökum og þar sem áherslan var lögð á að vinna með alla manneskjuna - hina heilu manneskju. Ég fór í þennan skóla og hitti þar fólk frá Englandi sem sagði mér frá því að það hefði verið samkynhneigt en að Guð hefði „læknað" það af þessari synd. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég hitti einhvern sem ég gat talað við um samkynhneigð. Biblíuskólinn kenndi það að samkynhneigð væri hluti af hinu illa en að guð væri kærleiksríkur og fyrirgæfi alla syndir. Bara að fá að tala um samkynhneigð mína - „vandamáf' mitt - varð mér mikill léttir og gaf mér von um að þrátt fyrir allt gæti ég átt betra líf í vændum. Eitt leiddi af öðru og áður en ég vissi af var ég kominn í fullt starf hjá samtökunum sem ráku biblíuskólann. Ég fluttist til Austurlanda nær og ferðaðist á vegum samtakanna um allan þann heimshluta. Þetta var spennandi líf fyrir ungan mann, það var lítill tími til að hugsa um annað um starfið en þó kom það fyrir að ég hitti karlmenn sem ég naut kynlífs með. Því fylgdi vanlíðan en oftast ræddi ég um „fall“ mitt við einhvern innan samtakanna sem boðaði fyrirgefningu guðs en varaði mig þó við að falla í freistni aftur. I starfinu hjá samtökunum kynntist ég Maríu. Við gengum í hjónaband því það átti maður að gera. Hún starfaði einnig fyrir sömu samtök í sama heimshluta. En þar kom að breytingar áttu sér stað. Til hommanna í Amsterdam Samtök þau sem Ulf og María störfuðu hjá tilheyrðu alþjóðlegri hreyfingu sem nefndist Lœri- sveinahreyfingin (Deciple Movement). Þessari hreyfingu var stjórnað af sterkum persónum, se?n með persónuleika sínum og útgeislun stýrðu stefnu samtakanna. Þessir leiðtogar höfðu heyrt um „baráttu“ Ulfs við kynhneigð sína. - ÉG FÉKK ÞAU SKILABOÐ FRÁ LEIÐ- togunum að ég væri kallaður til þess að frelsa samkynhneigða frá villu síns vegar í starfi mínu fyrir samtökin. Þar væri vettvangur minn. í því skyni skyldum við María flytjast til Amsterdam og setjast að í Rauða hverfinu miðju og vinna að því að samkynhneigðir fyndu leiðina til Guðs. Við settumst að í húsi við hliðina á hommabar og vissulega gerðist það að samkynhneigðir leituðu til samtakanna. Mér varð það hins vegar snemma ljóst að mig skorti þekkingu og áhöld til þess að geta unnið að þessu starfi. Til að bæta úr því fór ég að skrifast á við samtök í Bandaríkjunum sem nefnast Exodus og segjast vera samtök fyrrverandi homma og lesbía sem hafi snúist til gagn- kynhneigðar. Þegar ég hafði starfað um nokkurn tíma í Amsterdam og skrifast á við Exodus var mér boðið að flytjast til Bandaríkjanna og starfa á með- ferðarstofnun tengdri þessari hreyfingu, en hlutverk hennar var að „lækna" fólk af kynvillu. Ég sló til og fluttist ásamt Maríu til Banda- ríkjanna. Mér hafði reyndar skilist að ég yrði lærlingur á stofnuninni í byrjun, en annað átti eftir að koma í ljós. Sérfræðingur á fyrsta degi - FYRSTA DAGINN SEM ÉG MÆTTI í vinnuna var mér fenginn sjúklingur til viðtals. Ég hafði enga menntun og enga reynslu í með- ferðarstarfi. Það eina sem ég hafði var reynsla mín sjálfs. Þegar ég ámálgaði þetta við yfirmenn mína hjá stofnuninni og spurði hvernig menntun minni yrði hagað, voru svörin þau að hér lærðu menn af mistökum sínum! Fljótlega leiddi ég hópmeðferð og var með fjölda sjúklinga í einstaklingsmeðferð. Á stofnuninni voru einnig hópar fyrir foreldra samkynhneigðra. Þeir voru í flestum tilvikum mjög trúaðir og áttu bágt með að sætta sig við samkynhneigð barna sinna. Sérstakir hópar voru líka starfandi fyrir eiginkonur karla sem voru að „berjast" við samkynhneigð sína. Þegar gengið er á Ulf um nafn stofnunarinnar vill hann ekki svara. Hœttan á málsókn er of mikil. Og UIf heldur frásögninni áfram: — Meðferðin gekk út á það að tala um kynhneigð sína og reyna með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að falla í freistni. Gengið var út frá því að ef maður leysti flækjur, til dæmis samband við foreldra og annað sem fylgir því að verða fullorðinn, myndi samkyn- hneigðin hverfa eins og dögg fyrir sólu! Fyrir utan starfið á meðferðarstofnuninni tók Ulf þátt í stórum mótum eða ráðstefnum sem Exodus skipulagði. Þangað kom fólk sem hafði „lceknast“ af samkynhneigð sinni og vitnaði um það hástöfum á satnkomunum. 1 2 SAMTAKAFRETTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.