Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 13

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 13
- Það kom mér hins vegar spánskt fyrir sjónir að kvöld eitt þegar ég kom heim frá því að hafa borðað á veitingastað að óvenju mikið líf virtist vera í runnunum í kringum ráðstefnumiðstöðina. Eg hugsaði með mér að þetta hlyti að vera erfið ráðstefna, fólk hafði svo mikil heimaverkefni að allir yrðu að þræla og púla á kvöldin líka! Það var hins vegar nokkuð ljóst hvað allir voru að gera í runnunum. Uppgjörið - EFTIR NOKKURN TÍMA Á STOFNUNINNI FÓR ÉG AÐ VERÐA GAGNRÝNNI Á starf þeirra. Ég tók á móti sjúklingum sem höfðu verið til meðferðar í tíu ár en sýndu engin merki um bata. Ennfremur höfðum við María sest að í hverfi samkynhneigðra og hittum þá meðal annars fyrrverandi skjólstæðinga meðferðarstofnunarinnar sem höfðu ófagra sögu að segja af henni. Ég sá einnig að hinir sterku leiðtogar, sem ráku starfið og sögðust vera læknaðir af samkynhneigð sinni, féllu aftur og aftur í freistni og stunduðu kynlíf með kynbræðrum sínum. Þegar ég ræddi um þetta við þá, sögðu þeir aðeins að þeir væru líka menn sem væru að berjast við hinn illa anda samkynhneigðarinnar og ypptu bara öxlum. Ég varð einnig meira og meira áþreifanlega var við að starfið snerist um að innræta fólki sjálfsblekkingu. Þegar ég spurði spurninga tóku leiðtogarnir þeim sem ógnun. Umhverfið var ótrúlega hómófóbískt. Við María vorum gagnrýnd fyrir það að búa í sama hverfi og samkynhneigðir og einnig fyrir það að vilja ekki „lifa í lækningunni". Tíminn leið og gagnrýni mín á starf stofnunarinnar óx stöðugt. Ég sá að sjúklingarnir sem til mín leituðu fengu enga hjálp, heldur urðu eingöngu háðir meðferðarstofnuninni og því umhverfi sem hún skapaði. Það varð engin lækning heldur eingöngu ný „meðferðarfíkn" sem skapaði fleiri vandamál en hún leysti. Þegar ég lét gagnrýni mína í ljós varð ég óvinsæll meðal yfirmanna stofnunarinnar. Að lokum var mér sagt upp. Rekinn — og út úr skápnum - ÞAÐ VAR í RAUNINNI LÉTTIR, MÉR LEIÐ EKKI VEL í VINNUUMHVERFI SEM byggðist á einræði leiðtogans. Samvisku minnar vegna gat ég heldur ekki réttlætt þær hókus- pókus-aðferðir sem við notuðum og voru eingöngu til þess fallnar að notfæra sér viðkvæmar manneskjur málstaðnum og stofnuninni til framdráttar. Ég var líka farinn að efast um að mín eigin „lækning" væri eins varanleg og ég hafði haldið. Efi Ulfs um að hann hefði „lceknast“ af kynhneigð sinni varð að vissu. Það var engum blöðum um það að fletta — hann var hommi! Þetta varð honum mikið áfall. Hann hafði litið svo á að hjónaband hans og fjölskyldulíf vœri farsælt þó að kynlíf vceri svo til úr sögunni. Sambandið við Maríu og börn þeirra tvö var kjarninn í lífi hans, en nú hótaði sannleikurinn að brjóta niður sjálfan grundvöllinn að þessu lífi. - Ég hafði sagt Maríu frá samkynhneigð minni í upphafi og alltaf verið heiðarlegur við hana. Við ræddum um þennan vanda minn og ákváðum að tala við forstöðumann safnaðarins þar sem við vorum meðlimir. Sá fundur varð til þess að við María snerum baki við hreyfingunni. Illir andar og hláturandar - ÞETTA VAR BJÁNALEGT, HREINT ÚT SAGT. í STAÐ ÞESS AÐ RÆÐA MÁLIN VIÐ okkur á vitrænan hátt, tók forstöðumaðurinn fram flöskur með olíum og bjóst til þess að reka út hinn illa anda samkynhneigðarinnar. Við vorum það rútínteruð í þessu að nú dugðu ekki hókus- pókus-aðferðirnar á okkur lengur, við vorum ekki móttækileg. Við fengum hláturskast og fórum skellihlæjandi af fundinum. Að sjálfsögðu túlkaði forstöðumaðurinn það sem svo að andi hlátursins hefði rekið burt illan anda samkynhneigðarinnar og ég væri hér með læknaður af kvillanum! Slíkar aðferðir eru því miður algengar meðal bókstafstrúarsafnaða, að í stað þess að leita vitrænna lausna er öllu snúið upp á andaheiminn þar sem góðir eða illir andar ákveða lífsstefnu fólks án þess að einstaklingurinn hafi nokkur áhrif þar á. Ég leitaði til sálfræðings til að vinna úr þeim ógöngum sem ég var kominn í. Þetta leiddi til til margra ára meðferðar en einnig til áhuga á sálfræði, félagsráðgjöf og guðfræði. Að missa Maríu, sem var minn besti vinur, og börnin tvö var í raun það sem ég óttaðist mest. Sálfræðimeðferðin varð því að Iiluta vinna með það sorgarferli sem skapaðist þegar ég gerði mér grein fyrir að mitt fyrra líf, sem hafði verið mér svo mikilvægt, var reist á fölskum forsendum. Okkur Maríu tókst hins vegar að brjótast í gegnum storminn. Við erum núna góðir vinir þótt við séum skilin og búum nálægt hvort öðru í Stokkhólmi. Meðferðarstofnanir - ofbeldisstofnanir Ulf stundaði síðan nám í sálfrœði og guðfrceði og lauk guðfrœðiþrófi. Hann vígðist til prests í scensku þjóðkirkjunni og er starfandi þar. Nýlega var hann kosinn í stjórn RFSL, samtaka lesbía og homma t Svíþjóð, og af því er hann mjög stoltur. En hverjum augum lítur hann í dag þá starfsemi sem hann áður var hluti af og miðaði aðþví að snúa samkynhneigðum frá kynvillu? - MEÐFERÐARSTARFSEMIN ER HREINT OFBELDI. ÞEIR SEM ÞAR VINNA HAFA enga menntun eða þekkingu á annarri meðferðarstarfsemi en þeirri sem byggist á þeirra eigin reynslu, eins og sést best á því hverjar kringumstæðurnar voru þegar ég hóf störf. Viðkvæmt fólk á erfiðri stundu í lífinu er gert háð umhverfi sem byggist á lygi og veitir enga lausn þrátt fyrir langa meðferð. Þvert á móti líður fólki mun verr eftir hinar svokolluðu meðferðir, þar sem sektarkenndin yfir upplaginu er fest í sessi. Það eru þó nokkur dæmi þess að fólk hafi fyrirfarið sér eftir slíka meðhöndlun, ekki einungis vestan hafs heldur líka á Norðurlöndum. Meðferðarstofnanirnar segja að ef fólk leysir þær sálarflækjur sem oft fylgja því að verða fullorðinn, svo sem að vinna úr sambandi við foreldra eða takast á við önnur vandamál úr æsku, þá leiði það til þess að viðkomandi öðlist „frelsi" frá kynhneigð sinni, þ.e. þeirri samkynhneigð sem viðkomandi stofnun telur vera synd. Þessi fullyrðing meðferðarstöðvanna er að sjálfsögðu lygi og sá árangur — eða öllu heldur árangursleysi — af þeirri „meðferð" sem ég var hluti af styður það enn frekar að hér er um sjónhverfingar að ræða. Guðs gjöf til mín - MAÐUR LOSNAR ALDREI VIÐ SJÁLFAN sig. Ég er þeirrar eindregnu skoðunar að samkynhneigð mín sé gjöf guðs til mín og að mér beri að varðveita hana og rækta. Það er ekki á valdi mannanna, hvort sem þeir kalla sig kristna eða ekki, að ganga gegn sköpunarverki guðs. UIf vinnur að bók um reynslu sína og það verður áhugavert að sjá afrakstur þeirrar vinnu. Þegar við göngum út á gjötuna til að smella af nokkrum myndum til að birta með þessari grein, bendir Ulf mér á kirkju þar sem einn prestanna er þátttakandi í starfi hóps í Sviþjóð sem hefur svipaðar skoðanir og samtökin Exodus í Bandaríkjunum — að samkynhneigð sé sjúkdómur og að hana megi „lœkna“. — Það er sorglegt að prestar innan sænsku þjóðkirkjunnar hafi með slíkt ofbeldi að gera, segir Ulf um leið og hann stiilir sér upp til myndatöku. Hann er frjáls úr hlekkjum lyginnar og getur lifað eins og honum er cetlað. Aðrir lenda þó í klóm stofnananna og enn er mikið verk óunnið til þess að koma í veg fyrir hið andlega ofbeldi sem þar viðgengst. SAMTAKAFRETTIR 1 3

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.