Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 16
ráð fyrir því að eitt meginhlutverk mann-
eskjunnar þegar hún kemst á fullorðinsár
sé að eiga og ala upp barn og þráin eftir
barni er oft sterk hjá þeim sem af ein-
hverjum ástæ&um hafa ekki getað mætt
þessu hlutverki.
Löggjafarvaldið á Islandi hefur að
hluta komið til móts við þessa löngun
með því að heimila tæknifrjóvgun, en í
þeim lögum er aðeins gert ráð fyrir því
að hjón geti fengið þá þjónustu (I lögum
um tæknifrjóvgun, 3. gr.a, segir: „Konan,
sem undirgengst aðgerðina, sé samvist-
um við karlmann, í hjúskap eða óvígðri
sambúð, sem staðið hafa samfellt í þrjú
ár hið skemmsta og að þau hafi bæði
samþykkti aðgerðina skriflega og við
votta.")
Ættleiðing er önnur leið sem lög-
gjafinn hefur fundið. Til þessa hefur sú
leið verið lokuð samkynhneigðum, en
með lagabreytingu á alþingi 8. maí sl.
var samkynhneigðum í staðfestri samvist
heimiluð stjúpættleiðing, þ.e. að ættleiða
barn maka síns. Enn sem fyrr er samkyn-
hneigðu fólki í staðfestri samvist óheimilt
að frumættleiða barn, þ.e. að ættleiða
barn sem ekki er barn makans. Hér mun
ég ekki fjalla nánar um tæknifrjóvgun
heldur snúa mér að öðrum leiðum sem til
eru í samfélaginu fyrir þá sem óska eftir
að taka að sér barn og ala það upp,
þ.e. ætfleiðingu og fóstur. I máli manna
er þessum hugfökum stundum ruglað
saman og talað um þau sem eitt og hið
sama, en á þessu tvennu er talsverður
munur.
• Ættleiðing
Þann 31. janúar 2000 voru samþykkt á
Alþingi ný lög um ættleiðingu og munu
þau öðlast gildi í júlí nk. Eins og þegar
hefur verið nefnt hefur nú verið gerð
breyting á lögum um staðfesta samvist
sem hefur áhrif á möguleika
samkynhneigðra til stjúpættleiðinga.
I 2. gr. ættleiðingalaganna eru á-
kvæði um það hverjir mega ættleiða
16 SAMTAKAFRÉTTIR
börn og þar tekið fram að „hjón eða karl
og kona, sem hafa verið í óvígðri
sambúð í a.m.k. fimm ár skulu bæði
standa að ættleiðingu, enda þeim einum
heimilt að ættleiða saman ..." Ovígð
sambúð er skilgreind þannig í lögunum
sem sambúð karls og
konu sem skráð er í
þjóðskrá eða sem
ráða má af öðrum
ótvíræðum gögnum. I
nokkrum tilvikum er
einstaklingum þó
heimilt að ættleiða
barn, þ.e. þegar um
er að ræða að
ættleiða barn maka,
sé makinn horfinn,
eða geðrænum
högum hans svo
háttað að hann beri
ekki skyn á gildi ætt-
leiðingar. Þá er í þessari grein einnig
ákvæði um að heimilt sé að veifa ein-
hleypum manni leyfi til að ættleiða barn
ef sérstaklega stendur á og ættleiðing
ótvirætt talin barninu til hagsbóta.
I lögunum er lögð áhersla á það sem
skilyrði fyrir ættleiðingu að þessi lausn sé
talin barninu fyrir bestu (ákvæði sem skír-
skotar beint til barnasáttmálans). Þá
þurfa þeir sem faka að sér barn að öllu
jöfnu að hafa náð 25 ára aldri, sam-
búðin/hjónabandið skal hafa varað í
ákveðinn tíma o.fl.
Algengasta form ættleiðingar hér á
landi er ættleiðing stjúpbarna. Aðrir
möguleikar á ættleiðingu eru ættleiðing
barna frá öðrum ríkjum og ættleiðing
íslenskra barna. Fjöldi ættleiddra barna
var nokkuð lægri á árunum 1 990-99 en
árafuginn þar á undan. Helstu ástæður
eru trúlega þær að talsvert erfiðara hefur
verið að ættleiða börn frá öðrum ríkjum
og jafnframt það að úrræði og stuðn-
ingur barnaverndarnefnda hefur aukist.
Arið 1997 voru 34 börn ættleidd hér á
landi - 8 frumættleiðingar íslenskra
barna, 16 stjúpættleiðingar og 10 börn
ættleidd frá öðrum ríkjum.
Þessi málaflokkur heyrir undir dóms-
málaráðuneytið sem mun gefa út ná-
kvæmar leiðbeiningar um það hvernig
umsóknarferlinu er háttað nú þegar nýju
ættleiðingarlögin öðlast gildi. I því sem
ég rek hér á eftir er því byggt á þeim
vinnureglum sem í gildi eru núna.
• Umsókn um ættlei&ingu
Umsóknum þarf að skila til dómsmála-
ráðuneytisins og ráðuneytið leitar síðan
til barnaverndarnefndar þar sem um-
sækjendur búa með beiðni um umsögn.
Umsækjendur þurfa að skila inn ýmsum
vottorðum, svo sem sakavottorði, heil-
brigðisvoftorði, hjúskaparvoftorði eða
staðfestingu á sambúð og afriti af skatt-
skýrslu. Barnaverndarnefnd ræðir ítar-
lega við umsækjendur í nokkrum við-
tölum, og a.m.k. eitt viðtal fer fram á
heimili umsækjenda. Viðfölin miða að því
að fá sem besfar upplýsingar um
umsækjendur, bakgrunn þeirra, hvers
vegna þeir óska eftir að ættleiða barn,
hvernig þeir telja sig geta sinnt uppeldi
barns og hver styrkur þeirra sé í þeim
efnum, hver afstaða helstu ættingja sé og
í hvers konar umhverfi þeir búi. Þá skipfir
máli að gera sér grein fyrir mögulegum
fordómum, t.d. afstöðu umsækjenda til
barna með einhvers konar fötlun o.s.frv.
Þessi viðtöl verða mjög persónuleg og
sumum finnst þau óþægileg. Þó verður
að hafa í huga að markmiðið er að
tryggja barni bestu möguleika sem völ er
á og yfirvöldum ber því að vanda mjög
til þessarar vinnu. Það er engum til
gagns, allra síst barninu, ef í Ijós kemur
nokkrum árum síðar að annað foreldrið
sem ættleitt hefur barn frá útlöndum er
t.d. haldið miklum kynþáttafordómum.
Þegar barnaverndarnefnd hefur lokið
við umsögn sína er hún send ráðuneytinu
sem gefur út leyfi til að ættleiða barn.
Margir leita til félagsins Islenskrar
ættleiðingar og fá þar aðstoð við að
ættleiða barn frá öðru ríki. (Hér er rétt að
benda á að ýmis þau lönd sem Islend-
ingar hafa verið í sambandi við varðandi
ættleiðingar barna til Islands leyfa ekki
að barnið fari til samkynhneigðra.) Aðrir
bíða þar til tækifæri býðst hér á landi.
Eins og sást á tölunum hér að framan er
fjöldi þessara barna ekki mikill og biðin
getur því orðið löng og óvíst hvort hún
beri árangur.
Þegar barn er ættleitt öðlast það sjálf-
krafa öll réttindi gagnvart kjörforeldrum
sínum svo sem rétt til að kenna sig við
þau og erfðarétt. Kynforeldrar missa að
sama skapi þennan rétt og þau hafa ekki
rétt til að umgangast barnið.
Ekki er vitað til þess að samkyn-
hneigðir i staðfestri samvist hér á landi
hafi látið reyna á ákvæði ættleiðingar-
laganna, þ.e. sótt um og verið hafnað,
og fróðlegt væri að sjá hvernig slíku máli
lyktaði fyrir dómi. I lögunum er ákvæði
um að einstaklingur geti sótt um að
ættleiða barn og trúlega hefur samkyn-
hneigður einstaklingur fengið slíkt leyfi,
en ekki vitað til þess að oft hafi reynt á
þetta ákvæði. Það má teljast líklegt að
óöryggi samkynhneigðra og ótti við það
hvernig slíkri umsókn yrði tekið valdi því
þvi að þeir veigri sér við að láta á þetta
reyna - á sama hátt og maður verður var
við að samkynhneigðir veigra sér stund-