Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 7

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 7
En fleira kemnr til en þau vinnubrögð sem þú lýsir. Sýnileiki lesbía og bomma vex og hefur loksins náð inn á þing. ÞÚ GETUR NÚ RÉTT ÍMYNDAÐ ÞÉR HVAÐ ÞAÐ ER HOLLT fyrir allan þingheim að koma í ræðustól og segja „háttvirtur forseti" við virðulegan samkynhneigðan karlmann eins og Árna Steinar sem er oft og tíðum í forsetastóli. Samkynhneigðir eru ekki lengur eitthvert fólk úti í bæ. Og það er ekki bara Árni Steinar. Það er varla til sá þingmaður lengur sem ekki á opinn homma eða yfirlýsta lesbíu í hópi sona, dætra, systkina, frænda eða náinna vina. Þökk sé kjarnanum í ykkar pólitík frá upphafi — að sýnileikinn væri lykillinn að betra lífi samkynhneigðra. Þegar Alþingi er í góðu jarðsambandi þá hlýtur það að spegla það besta og framsæknasta af sam- félagsumræðunni. Og svo kom Árni Johnsen í rœðustól við 2. umrœðu. JÁ, ÉG HAFÐI AFSKAPLEGA GAMAN AÐ ÞVÍ. EKKI VEIT ÉG hvort hann talaði af sannfæringu gegn málinu eða hvort hann tók á sig hlutverk andmælandans í þeirri sannfæringu að það yrði einhver að gera. En einhver hreyfing var nú á honum í andanum blessuðum, því hann byrjaði ræðu sína á því að tala um kynvillingana en undir lokin hafði hann gleymt því orði og talaði alltaf um samkynhneigða. Ég fór ekki til andsvara þótt ræða hans beindist fyrst og fremst að minni ræðu um málið rétt á undan, fannst hann verða bara að eiga þetta við sína samvisku. En við eigum vonandi eftir að ræða málin saman í rólegu og góðu spjalli yfir kaffibolla síðar meir. Pólitíkin á Alþingi fer líka fram yfir kaffisopanum. f hlutverki andmælandans minnti Árni Johnsen mig reyndar á ár- vissan atburð í lífi mínu hérna fyrr á árum. Þegar ég sat í borgarstjórn og kom að því að afgreiða fjárstyrk til Samtakanna '78 þá var alltaf viðhaft nafnakall - bara til þess að einn borgarfulltrúa, Júlíus Hafstein, fengi tækifæri tii að segja nei. Þetta voru fastir liðir þar á bæ í mörg ár og hluti af hinu pólitíska leikriti. En ég er nú ekki viss um að hann myndi gera þetta núna, því tímarnir breytast og mennirnir með. Frá Samtökunum 78 og Fe'lagi samkynhneigðra stúdenta kom í vetur tvívegis fram áhending til Alþingis um að með samþykkt nýrra laga vceri komið fratn misræmi. Finstaklingum væri auðveldara að ættleiða börn frumættleiðingu en pórum í staðfestri samvist. Petta komu fjólmiðlar síðan auga á af sjálfsdáðum og gerðu úr því frétt. JÁ, VIÐ VORUM OKKUR ALLA TÍÐ MEÐVITUÐ UM ÞETTA misræmi, en við sem sitjum í allsherjarnefnd ákváðum að leiða það hjá okkur, kyngja þversögninni, enda er algengt að slíkt komi upp í lagasetningum þegar vel er að gáð. Sjálf vildi ég sjá ótal góðar breytingar verða á lögum strax í dag en raunsæið segir mér að framfarir náist bara skref fyrir skref. Við vissum að við næðum meirihluta með þessum breytingum, en ekki öðrum - í bili. En sá tími kemur að endurskoða þarf ættleiðingarlög því að margt er að gerast í þeim málum í heiminum og þá er möguleiki á endurskoðun í ljósi vaxandi upplýsingar og að undangenginni góðri vitrænni umræðu á þingi. Sjálf vildi ég fá að sjá fullan rétt fólks í staðfestri samvist til ættleiðinga innan þriggja ára. Því hvaða réttlæti felst í því að vita af milljónum barna í heiminum sem þjást á munaðarleysingjahælum fyrir skort á umhyggju og ástúð um leið og samkynhneigðum hjónum er meinað að gefa það sem þau geta gefið og vilja gefa. Það er sérkennilegt viðhorf að telja þau betur sett á stofnunum en hjá samkynhneigðum hjónum. En þetta strandar að hluta til á viðhorfum fjarlægra þjóða sem ekki vilja af samkynhneigðum vita. Það er ekkert sjálfsagt að kyngja því, en þetta mál þarf að fást við á öðrum vettvangi. Ég tel að þetta sé verkefni sem stofnun eins og Evrópuþingið eigi að hafa forystu um í framtíðinni og rannsaka það út frá alþjóðasamþykktum um mann- réttindi barna. Þetta snýst um þeirra velferð og á ekki að koma kyn- hneigð foreldra neitt við, og ég er sannfærð um að þetta vinnst, en það þarf að gerast skipulega á alþjóðlegum vettvangi. Svo skulum við ekki gleyma réttinum til fósturs. Ég er sjálf fósturmóður og veit hvaða kröfur maður setur sjálfum sér í því hlutverki. Ég var mér kannski ekki afskaplega meðvituð um margt í uppeldi míns eigin sonar, en þegar kemur að fósturdótturinni þá verður hvert orð yfirvegað og hver athöfn hugsuð. Það liggur í hlutarins eðli, maður veit svo vel af ábyrgðinni sem fósturforeldri, og ég veit að samkynhneigðir munu bregðast alveg eins við í því hlutverki og aðrir. Nú hefur Barnaverndarstofa tekið umsóknum samkynhneigðra um fóstur barna vel og málefnalega, en þetta mál þarf að vinna áfram með faglegri vinnu og fræðslu til barnaverndarnefnda sem hafa úrslitavald í fósturmálum. Og alltaf skal spyrja hvað börnunum er fyrir bestu - og finna síðan svör sem ekki eru lituð af fordómum. Hvað er ákjósanlegast fyrir hvert barn og hver getur gefið það? Ég er viss um að samkyn- hneigðir komi vel út úr því prófi. Fftir að hafa fylgst með aðgerðum Alþingis síðustu árin hef ég sannfærst um að sú virta stofnun veigrar sér við að taka frumkvœði í mannréttindamálum eins og þau snúa að samkynhneigðum en fylgir þó fast á eftir þeim sem fyrstir fara í heiminum. Hvernig þætti þér að sjá Alþingi í fararbroddi? ÞAÐ VÆRI NÚ EKKI LEIÐINLEGT! f RAUNINNI ALVEG STÓR- kostlegt, og auðvitað er það draumur margra þingmanna að sjá slíkt gerast. En til þess þarf meðal annars gríðarsterka fræðilega bakhjarla sem vinna náið með þingmönnum og þó fyrst og fremst meðvitaða hugmyndafræði í þessa veru. Ég er ekki viss um að Alþingi vilji almennt líta á sig sem slíkt forystuafl, það sér sig frekar sem ímynd hins trausta sem lagar það sem þarf að laga en sniðgengur eiginlegt brautryðjendastarf á heimsmælikvarða eins og þjóðþing Hollendinga og Dana. Þessum þingum er það mikið metnaðarmál að heimurinn líti á þau sem fulltrúa þroskaðra réttarsamfélaga sem þori að taka af skarið og mæta framtíðinni á undan öðrum. Þó höfum við átt frumkvæði í mörgu sem lýtur til dæmis að mál- efnum barna og til okkar er litið með virðingu utan úr heimi í þeim efnum. Svo vikið sé að samkynhneigðum þá var það til dæmis ísland sem fyrst veitti pörum í staðfestri samvist rétt til sameiginlegrar forsjár barna þeirra og fleira höfum við gert sem öðrum finnst lærdómríkt og eftirsóknarvert. Ég er viss um að við höfum fullt bolmagn til að gera vandaðar tilraunir um reynd laga ef sjálfstraustið er fyrir hendi. Þekk- inguna skortir ekki hérna. Sú opna og vandaða rannsóknarvinna sem nú fer fram á vettvangi Háskóla Islands í fjölmörgum málaflokkum er gríð- arlegur styrkur fyrir Alþingi og á eftir að breyta sýn okkar á tilveruna á komandi árum. SAMTAKAFRETTIR 7

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.