Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 20

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 20
uppi tippi 1 þjó&félaginu, gagnkynhneigð tippi, sem höfðu engan áhuga á siSgæði nema þegar kom að grýtingum. Eigum við aS nefna vinnukonurnar sem var hent út án meSmæla ef þær létu ekki aS vilja húsbóndans? Létu þær undan, þá var það gálgafrestur, því 9 af hverjum 10 urðu ófrískar og þá var þeim vlsaS á vergang. SíSan drápust þær um allar heiðar, ferðamönnum til óþurftar sem hnutu um líkin eða þurftu að hafa áhyggjur af draugagangi. Þetta ástand stóS óslitið frá 874 til 1940, en um þaS leyti voru sett lög um meSlagsgreiðslur. I tæp 1100 ár bárum við mæður út. Ef tippaframferði er siðgæðis- grundvöllur þjóðar, þá höfum við aldrei verið siðgædd þjóð. Seint að ætla aS byrja núna á börnum samkynhneigðra. Aftur a& boðskap Krists. Þegar hann kom í Kastljósi síns tíma, því Nýja testamentið er sett upp sem stakir þættir þar sem fjallaS er um einstök málefni hverju sinni í líkingum og dæmisögum, þá var Kristur að hrófla við gömlu Móselögunum. Þau voru ekki aðeins komin til ára sinna, þau voru komin til alda sinna. Ef Kristur áleit aS þaS væri kominn tími til aS endurskoða og endurbæta lögin fyrir tvö þúsund árum, þá þarf varla að sjá ofsjónum yfir að við ætlum aS kippa einhverju lítilræði í liðinn núna. ÞaS tók okkur tæp ellefu hundruð ár að koma auga á, aS mæður og börn voru ekki réttdræp fyrir sök sem átti upptök sín hjá höfSingjum sveitarinnar. Nú gefum við okkur út fyrir að vera hugsandi, réttsýn þjóS og ætlum að bæta lög okkar í samræmi viS það. Eitt af þvl sem Kristur sá ekki ástæðu til að eiga við voru boðorðin tíu. Hann steypti þau að vísu saman í eitt boðorð; gjörðu öðrum það sem þú vilt að þeir gjöri þér. ESa, settu þig í spor annarra. Kennisetningin er ekki mjög virk vegna þess aS hún krefst þess að við hugsum og það erum við löt við. ViS þyrftum að hinkra og setja kærleiksboðorðið upp í jöfnur: BíSum nú viS, hvað er þaS sem ég vil láta gera mér? Eða enn skýrar, hvað vil ég ekki láta gera mér? Eg vil til dæmis ekki að fólk sé hryssingslegt og fúlt við mig. Þá ætla ég að vera glaðlegur og Ijúfur í viðmóti og reyna með þvl að uppskera hið sama til baka. Þennan félagslega jöfnureikning förum við of sjaldan í. ViS eigum upprunalegu tíu boðorðin meðal annars.vegna þess að þegar Evrópubúar sölsuðu undir sig trúarbrögð lítils sértrúarflokks hinum megin viS MiSjarðarhafiS, þá voru þeir svo gráðugir aS þeir hrifsuðu allan pakkann. Þeir tóku bæði Gamla testamentið með gömlu Móselögunum, og Nýja testamentiS meS endurbótum og boðskap Krists. KirkjufeSrunum fannst það ekki mikið mál þótt bækurnar stönguðust svolítið á. Gamla testamentið boðar hörku og harðræði, hið nýja mildi og umhyggju. Enginn munur. Þetta er kannski ástæSan fyrir aS þeim sem boða trúna af offorsi verður stundum fótaskortur. Þeir hafa valið sér nokkra uppáhaldsbita úr báðum heftum og boða þá af grimmd án þess aS taka eftir að sumt grefur undan öðru í fagnaðarerindi þeirra. Þess vegna kemur umhyggjan fyrir börnum samkynhneigðra fyrir sem uppgerð - þegar hún er fólgin í því að vilja koma í veg fyrir að þau njóti sömu réttinda og sama réttlætis og önnur börn. Og það færir okkur á fjörur niunda boðorðsins: Þú skalt ekki bera Ijúgvilni. Eins og menn muna fór Móse upp á fjall aS bauka í einrúmi og. kom niður aftur með steintöflur tvær. A þær voru letruð tíu boðorð sem hann færSi ísraelsþjóð í ofanálag viS endalitla lagabálka sem þuldir voru yfir þeim sleitulítið. Það sem nútímaunnendum Móselaganna gleymist er að þjó&in, sem Móse var að reyna aS aga og tugta til, var rumpulýður og dvöl í Egyptalandi þar sem eingyðishugmyndin gleymdist meira og minna. ÞjóS Israels trúSi á alls kyns heiðna guði og suma þeirra svarta af sóti vítis. Ekki var þetta heldur yfirvegaS menntafólk eSa hæglátir hugsuðir. Þetta voru flóttamenn sem pökkuSu og flúðu af því að þeir héldu aS grasiS væri grænna handan við landamærin. Þeir réðu Móse sem leiðsögumann og lofuðu öllu góðu fyrir brottför. Um leið harðna á dalnum, e heldur eyðimörkinni, Móse gerði þeim Ijóst ao i\. hann ætlaði þvælast með þá um auðnina í fjörutíu ái urðu þeir rotfúlir og fóru aS meS uppsteit. Móselögin, sem Móse lét dynja á* þeim í tíma og ótlma, voru hönnuS til að bæla byltingarsinnaðar skríl. Margt má segja um íslensku þjóðina, er hún sé á barmi byltingar eða sé um þaS bil að fara að steypa sér gullkálf til að dansa í kringum, það verður seint heimfært. Ef ekki annaS, þá sé ég ekki almenning lúra á því gulli að úr geti orði boldungskálfur. Lögin, sem Móse las yfir þeim eins og svipu GuSs voru óvægin og ógnandi. Hann hafði ekki um mikið að velja, þarna stóðu þeir bræður, Aron og hann, einir gegn þúsundum æstra, ódælla þegna sem hefðu getað slegið þá af í næstu skapsveiflu og þrammaS leiðsagnarlaust til fyrirheitna landsins. Móse hefur viljað Ijúka verkinu úr því hann tók það að sér, og svo er eitthvað við óðan skrll sem gerir að mann langar að sigra hann vitsmunalega. Til vitsmuna einna saman þorði hann ekki að höfða svo hann barði á þeim með ógn og skelfingu. BoSorSin tíu, sem þykja nokkuð stíf til eftirbreytni, eru algert blávatn miðaS viS hin lögin öll sem var dengt á Israelsmenn. Islenska þjóðin er búin að vera kristin og eingyðistrúar 1 þúsund ár og þótt þess sjáist kannski ekki beint merki á laugardagskvöldum, þá er hún samt ekki svo illa á vegi stödd aS það þurfi aS sauma að henni meS Móselögunum. BoðorSin, hina mildu, lipru og þægilega útsetningu á hugmyndafræði Móse um þokkalega hegðun, ættum við hins vegar aS reyna að halda. Þau ættu aS vera grundvöllur siðfræði í landinu og þeir sem mestar hafa áhyggjurnar af siðgæðinu ættu þá aS ganga á undan meS góðu fordæmi, en ekki brjóta níunda boðorðiS 1 beinni. ÞaS er boðorSið um lygina, ÞaS er munur á því aS hafa skoðanir og vera illa upplýstur og svo því að Ijúga gagngert. Lygarnar voru þær að „rannsóknir erlendis sýna að börnum sem alast upp á heimilum samkynhneigSra er hættara viS að verða sámkynhneigS". Og, sem verra var, „rannsóknir erlendis sýna aS á heimilum samkynhneigðra er meiri hætta á kynferðislegu sambandi milli foreldris og barna". BáSar staðhæfingarnar eru gamlar bábiljur sem hlutlausar og vísindalega framkvæmdar rannsóknir erlendis hafa einmitt sýnt að eru tilhæfulausar. Fulltrúi Móse treður títt upp meS erlendar rannsóknir sem hann hefur undir höndum, en er, fyrir helbera tilviljun, aldrei með á sér þegar hann er beðinn um að leggja skjölin fram. YrSi 20 SAMTAKAFRETTIR

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.