Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 15

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 15
Börn eru staðreynd í lífi fjölmargra lesbía og homma — einkum þó börnin sem við eignuðumst áður en við horfðumst í augu við kynhneigð okkar. Þessi börn hverfa ekki úr lífi okkar þó að við játum kynhneigð okkar fyrir sjálfum okkur og heiminum. Þau hafa auðgað tilveru okkar og tilfinningar á þann hátt sem engin önnur reynsla getur gert. Sú reynsla er svo sterk og djúp að hún er í rauninni handan við öll orð. En þau eru þó fleiri sem engin eiga börnin en þrá að sinna foreldrahlutverkinu á ábyrgan hátt og koma börnum til manns. Leið þeirra er ekki auðveld því að heimurinn tortryggir okkur og lokar enn ýmsum leiðum að barneignum og barnauppeldi. I vor héldu Samtökin '78 fund undir yfirskriftinni Börnin í lífi okkar. Þar flutti Anni G. Haugen félagsráðgjafi á Barnaverndastofu fyrirlestur sem hér birtist og gerði glögga grein fyrir ættleiðingu og fóstrun barna eins og þau mál snúa að samkynhneigðum á íslandi. f í % ! I 5 i 1 Ári5 1989 samþykktu Sameinu&u þjóðirnar sáttmólann um réttindi barna. Island skrifaSi undir þennan samning ásamt miklum hluta þjóSa heimsins og sáttmálinn er nú staSfestur sem alþjóSalög. Þetta þýSir m.a. aS þau atriSi sem tíunduS eru í þessum samningi eru jafnframt veigamikil atriSi í löggjöf er varSar börn og réttindi þeirra í öllum aSildarlöndunum. í 9. gr. barnasáttmálans segir: „Börn eiga rétt á báSum foreldrum sfnum og rétt til aS alast upp i öruggu fjölskylduumhverfi. Börn sem alast ekki upp hjá báSum foreldrum eiga samt rétt á aS umgangast þá báSa reglulega. ASeins í einstökum tilvikum eiga yfirvöld aS geta skiliS barn frá foreldrum, ef velferS barnsins verSur ekki tryggS meS öSru móti. Rikjunum ber aS stuSla aS endursameiningu fjölskyldna meS því aS auSvelda ferSir yfir landamæri." Þegar viS ræSum um börn og foreldra þeirra þarf aS hafa þessi ákvæSi i huga. í barnasáttmálanum er sem sagt fjallaS um rétt barna til foreldra. ÞaS er hins vegar hvergi i lögum minnst á rétt fólks til aS eiga börn. Þetta er afar viSkvæm spurning þó svo aS stundum beri hana á góma varSandi þroskahefta, fólk sem á viS alvarlegan geSsjúkdóm aS etja eSa vímuefnaneytendur. Og hún er lika j.afn viSkvæm þegar hún snýst um okkur sem erum samkynhneigS. Flest í menningu okkar og uppvexti gerir þó SAMTAKAFRÉTTIR 15

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.