Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 11

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 11
Blekkingar! Ulf Lidman er fyrrverandi fyrrverandi hommi. Og þar sem tveir mínusar eru plús er hann í dag yfirlýstur hommi, þar að auki vígður prestur og starfar innan sænsku þjóðkirkjunnar. f nokkur ár var hann búsettur í Bandaríkjunum og starfaði sem ráðgjafi á með- ferðarstofnun sem hafði það hlutverk að „lækna“ samkynhneigða af kynvillunni og gera þá að guðs þóknanlega (gagnkynhneigða) fólki. Um meðferðar- stofnanir af þessu tagi fengu menn að heyra síðastliðið haust þegar afstaða kirkju og kristni til samkyn- hneigðra varð vettvangur umræðu á íslandi, og á liðnum vikum hefur sjónvarpsstöðin Omega hampað þeim. En hverjar eru þessar stofnanir? Á hverju byggja þær kenningar sínar? Hver er reynsla þeirra sem hafa lent þar í „meðferð‘7 Og hver er reynsla Ulfs sjálfs? • eftir Hauk F. Hannesson VEIKJA UMRÆÐUNNAR SÍÐASTLIÐINN VETUR VAR RABBGREIN Ólafs Stephensen í Lesbók Morgunblaðsins og svar prestsins Ragnars Fjalars Ldrus- sonar við henni. Ymsir lögðu orð í belg og að lokum var eins og flóðgdttir opnuðust. Samkynhneigðir lýstu skoðunum sínum á kirkju og kristni og margir „hinna kristnu“ vöktu upp myrkrið í kristindómnum og opinberuðu frumstætt hatur sitt d samkynhneigðum. Að lokum fór framlag trúarfíkla og annarra hatursmanna samkynhneigðra úr böndunum svo að tekið var fyrir umrœðuna af hálfu ritstjórnar Morgunblaðsins. Umrœðan var að mörgu leyti hliðstœð þeirri sem farið hefur fram í öðrum löndum um tengsl og afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðra. I greinum bókstafstrúarmanna og annarra hatursmanna samkynhneigðra komu fram sömu skoðanir og víðast hvar annars staðar - að samkynhneigðir vaeru í raun dgcetis manneskjur, en þeir liðu fyrir syndir sínar og óeðli. Til þess að bjarga þessum sdlum þyrftu þeir einfaldlega að fd rétta meðferð við SAMTAKAFRÉTTIR 1 1

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.