Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 28
rúarfíkn er það fyrirbæri þegar iðkun
trúarlífs á vettvangi skipulagðra
trúarbragða fær einkenni áráttu
hegðunar sem hægt er að bera saman
við hegðun virkra alkóhólista í neyslu.
Helstu einkennin eru þau að trúin fær
algeran forgang í lífi viðkomandi
einstaklings, trúarfíkilsins, og verður
mikilvægari en allt annað — einnig
vinna eða fjölskylda. Boð og bönn
trúarinnar verða að heilögum reglum,
allt er svart eða hvítt, engir gráir
tónar eru til í því litrófi, allt er annað
hvort rétt eða rangt, syndugt eða
heilagt. Til stuðnings þessu er vitnað í
Biblíuna, hún verður óskeikul
Sameiginlegir óvinir, eins og
margir trúarfíklar telja samkyn
hneigða vera, eða sameiginlegt fjand
samlegt málefni, eins og fóstureyð
ingar, verða mikilvægir þættir í lífi
trúarfíkilsins. Hatrið sem trúar
fíkillinn nærir til þess sem hann telur
vera rangt eða syndugt verður drif-
kraftur í lífi hans.
Rétt eins og alkóhólismi er trúar
fíknin fjölskyldusjúkdómur og þróast
á líkan hátt. Það sem í byrjun er „hóf-
drykkja"; messa á sunnudögum,
reglulegur biblíulestur, verður að
áráttuhegðun þar sem biblíulesturinn, messurnar og starfið í þágu safnaðarins öðlast algjöran forgang.
Hegðun fjölskyldunnar er stýrt nákvæmlega, þar skal farið eftir þeim boðum sem viðkomandi telur
vera rétt og rangt samkvæmt Biblíunni. Þarfir trúarinnar, safnaðarlífisins, koma á undan þörfum
fjölskyldunnar.
Kaþólski presturinn Leo Booth hefur lýst þessum sjúkdómi í bók sinni When God Becomes a Drug.
Hann telur að hægt sé að beita meðferðarúrræðum við þessari fíkn á líkan hátt og öðrum fíknum.
Booth segir sjálfur að hann sé óvirkur trúarfíkill sem geti með réttum meðferðarúrræðum haldið
einkennum sjúkdómsins niðri, á líkan hátt og óvirkur alkólhólisti heldur alkóhólismanum niðri með
því að drekka ekki áfengi.
28 SA
ITAKAFRÉTTIR