Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 24

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 24
, Laugardaginn 12. ágúst 2000 Ut á götur, stræti og torg H venær? Oll mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld fram til 12. ágúst þegar gangan fer af stað. H v a r ? I portinu, beint á móti Islensku óperunni, í voða kósí skúr sem vió köllum vinnustofuna okkar. Hvers vegna? Jú, viá viljum gera þjóóinni grein fyrir því aó vió erum fólk á meóal fólks, en ekki meindýr í mannabyggóum. Vió viljum sýna og sanna lífskraftinn sem í okkur býr og svo eru auðvitað þúsund aörar ástæóur fyrir þátttökunni. Sumir vilja minna á pólitíska nauósyn þess aá halda hátíð, aárir vilja endilega fá tækifæri til aó keyra á mótorhjóli í gegnum bæinn, enn aðrir vilja fá aá viára sig í draggi, og sumir vilja fá að vera regnboga- hermenn í einn dag, leika einkabílstjóra, komast í blöðin eða hlaupa undan þeim. En allt snýst þetta um. STOLT OG GLEÐI Nú stendur yfir undirbúningur að glæsilegri Gay- Parade göngu um miðborg Reykjavíkur 12. ágúst. Gangan fer í gegnum miðbæinn og endar á Ingólfs- torgi rétt áður en útihátíðin hefst kl. 16. G AY P R D E KINSFGIN DAGAR REYKJAVÍK Öll mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld fram að deginum mikla er opið verkstæði á vegum Gay-Parade hópsins á Bankastræti 11. Gengið er inn í verkstæðið úr Ingólfsstræti í gegnum portið (beint á móti íslensku óperunni). Nú er bara málið að mæta og vera með. koma með hugmyndir í kollinum - eða hugmyndalaus - með tvær hendur trylltar til að föndra, mála, smíða og sauma. Við ætlum okkur að fleyta af stað glæsilegustu Gay-Parade göngu sem sést hefur. Allir verða að mæta því við erum komin til að vera.

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.