Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 6
íim ik
|:í(:sí
H1! ■ I ■H
[aÍE -
ALVEG STÓRKOSTLEGA, MÉR FINNST ÞETTA STÓRMERKI-
legur áfangi fyrir margra hluta sakir. Það sem snýr að heiminum er
nokkuð ljóst, hér hefur réttarstaða barna verið bætt til muna og í
samþykktinni felst líka viðurkenning á því hjúskaparformi sem heitir
staðfest samvist og rétti slíkra hjóna til að skapa börnum sínum öryggi
til jafns við önnur. En það er svo margt annað sem kætir mig þegar ég
hugsa til þessa máls og það snýr að vinnustaðnum mínum - Alþingi.
Og hvernig þá?
ÞETTA MÁL KOM FYRST TIL ÍTARLEGRAR ATHUGUNAR
þegar umræðan um ættleiðingarfrumvarpið fór fram síðasta vetur. Þá
átti sér stað í allherjarnefnd einhver sú fagmannlegasta umræða og
athugun sem ég hef tekið þátt í þar á bæ. Við kölluðum til ótal
sérmenntaða ráðgjafa, lásum okkur til og leituðum víða álits. Eitt af
þessu var almenningi reyndar sýnilegt, málþing FSS í Háskóla íslands
þar sem Rannveig Traustadóttir greindi frá rannsóknum sem lúta að
börnum í fjölskyldum samkynhneigðra. Það hefði nú ekki verið amalegt
hefðu þeir „kristilegu" verið meðal gesta og fræðst með okkur hinum.
En þeir hafa því miður takmarkaðan áhuga á nútímafræðslu um
veruleikann.
Þessar vinnuaðferðir okkar hafa ábyggilega mikið með það að gera að
nú eru konur um þriðjungur þingmanna, þær eru til dæmis mjög
öflugar í nefndarstarfinu, og það breytir umræðunni — ég er sannfærð
um það. Þegar konurnar fá þetta vægi inni á þingi þá verður það til þess
að fólk fer að tala öðruvísi saman, hlustunin er önnur og samræðan
öðruvísi þó að fólk sé pólitískt ósammála. Egóið víkur og inntak mál-
efnanna fær að ráða, sá andi finnst mér mjög ríkjandi núna á þingi og ég
er sannfærð um að kvenfólkið eigi sinn þátt í þessu andrúmslofti. f
nefndarvinnunni höfðu þær forystu um það að kalla hvað eftir annað til
fólk með þekkingu til að auka skilninginn á eðli málsins. Við leyfðum
aldrei öfgum og fordómum að stýra umræðunni, við leituðum að kjarn-
anum sem snýst um vernd og mannréttindi barna. Þetta var ekki öllum
auðvelt, menn þurftu að gera upp við fordóma sína en með þekkingar-
leit og málefnalegri umræðu þá sáu menn réttmæti lagasetningarinnar
og margir tóku eitt þroskaskrefið í viðbót. Það opnuðust nýjar víddir -
þingmenn þorðu að horfa á hlutina í stað þess að ýta þeim frá sér án
rannsóknar. Og þetta var unnið eins og vinna á öll félags- og
mannréttindamál, þvert á flokkspólitík. Fátt finnst mér eins erfitt og
þegar einstakir flokkar fara að merkja sér mannréttindamál sem allir
eiga að sameinast um, heldur byrja að „pissa út í öli horn“ eins og ég
segi stundum. Víst greinir flokkana á um margt en þegar við getum
sameinast um mál þá er það siðferðileg skylda okkar að losa um
flokksböndin.
Þótt ekki tækist að gera réttarbótina í ættleiðingarlögunum um ára-
mótin eins og hún snýr að börnum samkynhneigðra þá var þessi vinna
unnin þegar kom að því að gera breytingar á lögunum um staðfesta
samvist. Og mikið var gaman að geta tekið þátt í því að afmá þær
takmarkanir sem eru á þeim lögum miðað við hjúskaparlögin, tak-
markanir sem voru fyrir fjórum árum tímanna tákn og merki um
varfærni sem í dag á ekki við rök að styðjast.
6 SAMTAKAFRÉTTIR