Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 17

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 17
um við að fara fram á forsjá barna sinna vi& sambúðarslit. • Fóstur Hugtakið fóstur barns er ab finna í barna- verndarlögum og er eitt af þeim úrræ&um sem barnaverndarnefndir geta beitt til stu&nings einstökum börnum. Astæður þess að börn fara í fóstur eru mis- munandi, stundum óska kynforeldrar sjálfir eftir þessari lausn, foreldrar kunna að vera látnir og einnig geta börn farið í fóstur þegar foreldrar eða foreldri er svipt forsjá þeirra. Fóstur getur verið tvenns konar - tímabundið eða varanlegt - og mun ég hér eingöngu fjalla um varanlegf fóstur, þ.e. þegar barni er komið fyrir í fóstur og ætlað að dvelja þar uns það verður 1 8 ára. Olíkt ættleiðingarlögum er ekki að finna i lögum nein skýr ákvæði um það hverjir geti gerst fósturforeldrar. Almennt hefur verið gengið út frá þvi að um sé að ræ&a hjón eða karl og konu i sambúð sem varað hefur i 5 ár. Einstaklingar hafa verið metnir hæfir, en leiðarl jósið í starfinu hefur verið að velja þá lausn sem talin er barninu fyrir bestu. Fjöldi þeirra barna sem farið hafa í varanlegt fóstur hér á landi á siðustu árum er þessi: 16 börn árið 1996, 20 börn 1997, 19 börn 1998 og 8 börn 1999. • Munurinn á fóstri og ættleiðingu Þeir sem óska eftir að gerast fóstur- foreldrar þurfa að afla sér meðmæla Barnaverndarstofu og sækja um slík meðmæli þangað. Umsókninni þurfa að fylgja ýmis voftorð á sama hátt og varðandi ættleiðingarleyfið. Barna- verndarstofa óskar eftir umsögn frá barnaverndarnefnd þar sem umsækj- endur búa og svipað ferli fer í gang eins og lýst var hér að framan varðandi ættleiðingar. Hér kemur þó fram hinn mikli munur sem er á fóstri og ætt- leiðingu, bæði hvað varðar réttarstöðu barnsins og skyldum hins opinbera til að fylgjast áfram með högum og aðstæðum barnsins. Þegar umsögn er gerð þarf að fara nákvæmlega ofan i þessi atriði til að tryggja að væntanlegir fósturforeldrar séu tilbúnir til að takast á við verkefnið og geri sér grein fyrir allri þeirri röskun sem verða mun á lifi fjölskyldunnar allt fram á fullor&insár fósturbarnsins. Þegar barnaverndarnefnd hefur af- greitt umsögn sina, sem er gert á sama hátt og þegar umsögn er veitt í ætt- leiðingarmálum, þ.e. með því að skrifa greinargerð sem umsækjendur fá og geta gert athugasemdir við, þá er málið lagf fyrir fund barnaverndarnefndar þar sem umsækjendum er boðið að mæta og loks er umsögnin send Barnaverndarstofu. Þar er umsögnin metin og ef það mat er jákvætt er gefið út vottorð um hæfni viðkomandi til að taka að sér fósturbarn. Haldin eru námskeið fyrir væntanlega fósturforeldra þar sem enn frekar er fjallað um þau atriði sem skipta máli þegar barn fer í fóstur og þannig reynt að vinna sem best að undirbúningi. Umsækjendur fara síðan á svokallaðan fósturforeldralista. Barnaverndarnefndir landsins senda síðan inn umsóknir um fósturforeldra þegar finna þarf barni fósturheimili og þá reynt að gera sér sem besta grein fyrir þörfum barnsins og síðan mögu- leikum þeirra sem á listanum eru til að mæta þessum kröfum barnsins. • Vandi fósturforeldra Þau börn sem fara í fóstur hafa oft búið við mjög erfiðar aðstæður. Tilvera þeirra hefur litast af erfiðleikum fullorðna fólks- ins og þau bera e.t.v. merki vanrækslu og slæms aðbúnaðar. Þau þurfa því oftar en ekki mjög mikla umönnun og sérhæfða aðstoð fyrst eftir að þau fara í fóstur. Þá má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir þvi að þau fara i fóstur er ekki sú að þeim þyki ekki vænt um kynforeldra sína. Þau sakna þeirra, þau hafa takmarkaðar forsendur til að skilja hvað fram fer, þó að það fari að sjálf- sögðu eftir aldri þeirra og þroska, og þau eru e.t.v. ekki vön að treysta neinum fullorðnum. Verkefni fósturforeldra eru þvi mikil og krefjast kunnáttu og þolinmæði. Þessi börn eiga rétt á að þekkja uppruna sinn, rétt á umgengni við kynforeldra sína, þau bera áfram nafn þeirra og eiga áfram erfðarétt gagnvart þeim. Þá eiga þessi börn rétt á áframhaldandi stuðningi barnaverndarnefndar allt til fullorðinsára. Hafi kynforeldrar verið sviptir forsjá barna sinna geta þeir skotið þeirri ákvörðun til barnaverndarráðs og/eða dómstóla. Kynforeldrar eiga rétt á að taka málið upp aftur við barnaverndar- nefnd og óska eftir að fá barnið til sín aftur og/eða óska eftir breyttri umgengni við barnið. Þannig er oft og tíðum áralöng umfjöllun um málefni þessara barna einhvers staðar í kerfinu hvort heldur er hjá barnaverndarnefnd, barna- verndarráði eða dómstólum, innanlands eða utan, umfjöllun sem oft er erfið og slítandi fyrir fósturforeldra og barnið. • Möguleikar samkynhneigðra Eins og hér er fram komið er ekki skýrt tekið fram í lögum hvort fósturforeldrar verði að vera karl og kona. Ekki er vitað til þess að samkynhneigð pör hafi sótt um að gerast fósturforeldrar og fátítt er að einstaklingar sem látið hafa uppi kyn- hneigð sína hafi fengið leyfi (reyndar er ekki heldur vitað til þess að þeim hafi verið hafnað). Aftur þarf að hafa í huga að samkynhneigðir eru e.t.v. hræddir við að láta á þetta reyna vegna ótta við höfnun. Einnig þarf að hafa í huga að það að vera metinn hæfur sem fóstur- foreldri er i sjálfu sér ekki trygging fyrir því að fá fósturbarn. Barnaverndar- nefndir sem vinna að því að finna for- eldra fyrir barn með bakgrunn eins og þann sem ég hef lýst hér að framan er skylt að reyna að tryggja lausn sem veitir barni sem mestan stöðugleika og öryggi og þar sem líklegt er að ytra áreiti verði i lágmarki. Eg hef hér rétt tæpt á þeim leiðum sem eru ættleiðing og fóstur og lagf höfuð- áherslu á hinn lagalega ramma. Það er spennandi tilhugsun að samkynhneigðir kanni hvort þessar takmarkanir standist lög og höfði mál til að láta á það reyna, en þeir sem eru tilbúnir til að ganga í gegnum það ferli verða líka að vera sér meðvitaðir um að slík leið er tilfinninga- lega mjög erfið. Enn á ný vil ég undir- strika að það að fá tilskilin leyfi er heldur ekki trygging fyrir þvi að fá barn og að börn sem eru frumættleidd eða fara í fóstur eru oftast börn sem vegna fortíðar sinnar þurfa mikla umönnun og aðstoð. Því hlýtur það sjónarmið hvað þeim er fyrir bestu að fá að ráða. SAMTAKAFRETTIR 17

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.