Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 9

Samtökin '78 - Samtakafréttir - 15.08.2000, Blaðsíða 9
eS hverju ári fjölgar þeim erlendu fyrirtækjum sem höfða beinlínis til 1 samkynhneigðra neytenda í auglýsingum sínum. Fátt af þessu hefur borist til Islands, og þó - stöku auglýsingu hefur mátt sjá á Skjá einum í vetur. IKEA reið á vaðið í þessum efnum og auglýsti hægindi með lesbísku ívafi og NNA LÍKA AÐ TA HENNESSY hagkvæmar eldhúsinnréttingar fyrir homma. En samkynhneigðir nærast líka og gera sér glaðan dag endrum og sinnum. Því hefur Hennessy bæst í hóp fyrirtækja sem sjá metnað og hagsmuni í því að auglýsa koníak með tveimur karlmönnum og innilegri augnagotu. Auglýsingin er ekki einungis býsna framsækin að því leytinu, hún sýnir líka svartan og hvítan Bandaríkjamann saman. Aug- lýsinguna fáum við seint að sjá á Islandi þar sem áfengisauglýsingar eru bannaðar en við birtum myndina til fróðleiks og upplýsingar um strauma og stefnur I auglýsingamálum heimsins. Advocate HATE CRIME 7—1 jórði hver samkynhneigður einstaklingur í Svíþjóð telur sig hafa orðið fyrir ofbeldi í einhverri mynd p-1 vegna kynhneigðar sinnar að því er fram kemur í nýlegri rannsókn sem 3000 samkynhneigðir og J tvíkynhneigðir tóku þátt í ásamt 50 félagasamtökum þeirra þar í landi. Gerendur eru einkum nefndir nýnasistar, kristnir sértrúarmenn og ofbeldisgengi unglinga, en einnig nefnir fólk vinnufélaga og ættingja. Mikill meirihluti sagði ofbeldið hafa verið andlegt, borið fram í orðum - með níði, niðurlægingum, hótunum, en þó nokkur hluti hafði orðið fyrir líkamlegum misþyrmingum. Nytt i Sexualpolitiken KÍNVERSKIR HOMMAR Á NETIÐ Fyrir kínverska homma hefur internetið reynst mikil opin- berun. Slái þeir inn leitarorðin „gay" og „China" birtist heill heimur á skjánum sem þeir höfðu ekki hugmynd um. Nú eru til um 150 slíkar heimasíður í landi þar sem samkynhneigð er þögguð niður og umburðarlyndi yfirvalda lítið sem ekkert gagnvart skipu- lögðum hreyfingum homma og lesbía. Vinsælustu gay-síðurnar þessa mánuðina eru www. gztz.org sem yfir milljón gesta hefur heimsótt og einnig má nefna www.nease.net/-jwind/ sem býður upp á kort yfir þá staði i stórborgum Kina sem samkynhneigða er helst að finna. Að þekkja systkini sin, það getu vafist fyrir þeim sem þekkir fátt annað en þögn og fordóma. En loksins eru Kinverjar komnir fram á skjáinn. Rex Wockner/Pan 1 m það bil sem World Gay Pride i Róm var að hefjast lýsti landbúnaðarráðherra Italiu, Pecoraro Scanio, því yfir að hann sé tvíkynhneigður. Ef undan er skilinn tískuheimurinn hafa sárafáir Italir lýst yfir öðru en gagnkynhneigð og þvi kemur fréttin eins og högg i andlit hins almenna Itala. „Hann hefur rofið bannhelgina!" sagði dagblaðið SUMAR La Repubblica í lok maí. Pecoraro Scanio er 41 árs lögfræðingur frá Salerno, úr flokki Græningja, og tók sæti i stjórn Giuliano Amatos i vor, en andstaða Amatos við World Gay Pride hefur klofið samsteypustjórn hans og verið vatn á myllu rómversk-kaþólsku kirkjunnar sem reyndi að stöðva hátiðahöldin með öllum tiltækum ráðum. Um það segir land- búnaðarráðherrann: - Eg skil ekki hvernig hátíð samkynhneigðra getur ógnað eða ögrað trúarbrögðum okkar. Kirkjan er að reyna að útloka Gay Pride með því að lýsa því sem einhvers konar „sex-sjóvi". Það er Ijóst að hún svífst einskis í meðulum sínum. Fyrir áhrif frá Vatíkaninu dró hinn róttæki borgarstjóri i Róm til baka opinberan fjárstuðnin borg- arinnar til hátíðahaldanna 2.-9. júlí. cnn.com SAMTAKAFRETTIR 9

x

Samtökin '78 - Samtakafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Samtakafréttir
https://timarit.is/publication/1492

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.