Fréttablaðið - 24.10.2020, Page 18

Fréttablaðið - 24.10.2020, Page 18
Tryggðu þér skemmtilegri vetur á stod2.is KÖRFUBOLTI Íslenska körfubolta- samfélagið á þrjá fulltrúa í spænsku efstu deildinni í körfubolta karla þessa stundina. Martin Her- mannsson gekk til liðs við Valencia í sumar og Haukur Helgi Briem Páls- son samdi við MoraBanc Andorra fyrir nýhafið keppnistímabil. Þá er Tryggvi Snær Hlinason á sinni ann- arri leiktíð með Zaragoza. Fréttablaðið fékk Craig Pedersen, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, til þess að fara yfir stöðu mála hjá þremenningunum sem leika í hinni gríðarlega sterku deild. „Hvað Martin varðar þá er mjög gaman að sjá hann fara í lið þar sem hann getur þróað feril sinn enn frekar. Martin, Haukur Helgi og Tryggvi Snær eiga það sameigin- legt að þeir eru viljugir til að læra af þjálfurum sínum, taka leiðbein- ingum hratt og vel og eru fljótir að læra nýja hluti,“ segir Craig um læri- sveina sína hjá landsliðinu. „Hauk Helga virðist líða mjög vel í hlutverki sínu hjá nýja liðinu sínu. Hann er í stóru hlutverki í sóknar- leiknum, þar sem fjölhæfni hans á þeim vettvangi fær að skína. Bæði er hann að skjóta meira en hann hefur gert hjá þeim liðum sem hann hefur verið hjá upp á síðkastið, sækja meira á körfuna og taka þátt í pick og rolli. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur í landsliðinu að hann sé að sýna þessa hlið á sér með félags- liðinu, þar sem við þurfum á þessu að halda í komandi verkefni. Martin verður ekki með í næsta landsliðs- glugga, þar sem hann verður að spila með Valencia í Euro League á sama tíma. Haukur Helgi þarf því að vera í því hlutverki að sækja meira á körfuna en þegar Martin er með,“ segir þjálfarinn um spilamennsku Hauks Helga síðustu vikurnar. „Hvað Tryggva Snæ varðar þá er auðvitað ótrúlegt hversu langt hann er kominn, miðað við í hversu stuttan tíma hann hefur spilað með liðum í hæsta gæðaflokki. Það sem er sérstaklega skemmtilegt er að sjá hversu mikið traust hann fær frá þjálfaranum. Hann er að spila rúmlega 20 mínútur í hverjum leik og er inni á vellinum þegar mest er undir. Til dæmis í leiknum sem hann spilaði í vikunni, þá var hann hluti af leikkerfinu sem sett var upp í síðustu sókn leiksins í jöfnum leik,“ segir hann um Bárðdælinginn. „Tryggvi er stöðugt að bæta sig bæði í sóknar- og varnarleik. Hann les leikinn betur og betur á báðum endum vallarins og er að verja eða breyta skotum trekk í trekk. Þegar kemur að sóknarleiknum þá er hann að koma sér í góðar stöður, klára færin betur og leikskilning- urinn hvað leikkerfi varðar, batnar með hverjum leiknum sem hann spilar. Fyrir mér er Tryggvi Snær á frábærum stað þessa stundina, að spila í svona sterkri deild undir stjórn þjálfara sem ber mikið traust til hans,“ segir Craig, um stöðu mála hjá Tryggva Snæ. Tryggvi er á frábærum stað Þrír af burðarstólpum karlalandsliðsins í körfubolta eru í lykilhlutverkum í sterkustu deild Evrópu á Spáni. Haukur Helgi og Martin eru á fyrsta tímabili sínu á Spáni, en Tryggvi er kominn í stærra hlutverk. Haukur Helgi og Tryggvi ásamt Jóni Arnóri og Hlyni fyrir leik gegn Portúgal á síðasta ári. FréTTAblAðið/Ernir Martin Her- mannsson hefur haldið sama takti með stórliði Valencia, eftir vistaskipti frá Alba berlin síðasta sumar. Mynd/Ernir Tryggvi er á frá- bærum stað að spila í svona sterkri deild undir þjálfara sem treystir honum. Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins MannvIRKI Sveitarstjórn Skaga- fjarðar samþykkti á fundi sínum í vikunni að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 1.700.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraf lokks kvenna í knattspyrnu, en liðið tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins, á dögunum. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni feykir.is. Þar segir enn fremur að sveitar- stjórnin hafi bókað á fundi sínum að farið verði í uppbyggingu á stúku og viðeigandi aðstöðu við KS-völlinn, heimavöll Tindastóls. Sá völlur verði gerður þannig úr garði að hann uppfylli skilyrði mann- virkjanefndar KSÍ um leiki í efstu deild, en gervigras er á vellinum. Í frétt Feykis segir svo að heimildir hermi að Fisk Seafood hafi tilkynnt að fyrirtækið muni koma að fyrr- greindu verkefni með myndarlegum hætti. – hó Framkvæmdir við KS-völl GOLF Mótanefnd Golfsambands Íslands hefur ákveðið að Íslands- mótið í golfi árið 2021 fari fram á Jaðarsvelli á Akureyri, dagana 5.-8. ágúst. Um leið var það tilkynnt að ári seinna fari mótið fram í Vest- mannaeyjum. Íslandsmótið fór fram síðast á Akureyri árið 2016, en á því móti setti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, nýtt mótsmet í kvennaflokki, þegar hún lék á sam- tals 11 höggum undir pari vallarins. Ólafía Þórunn fagnaði þar sínum þriðja Íslandsmeistaratitli. Í karla- flokki setti Birgir Leifur Haf þórs- son, GKG, einnig vallarmet, en hann fagnaði þar sínum sjöunda Íslands- meistaratitli með eftirminnilegum lokahring. Frá því að keppt var fyrst á Íslandsmótinu í golfi í karlaflokki árið 1942 hefur Íslandsmótið farið fram alls 17 sinnum á Akureyri. Þetta verður í fimmta sinn sem keppt verður í Vestmannaeyjum, síðan völlurinn varð átján holu völl- ur. Þar áður var Golfklúbbur Vest- mannaeyja búinn að halda fimm Íslandsmót á níu holu velli, fyrst árið 1959 þar sem Eyjamaðurinn Sveinn Ársælsson sigraði. – hó Íslandsmótið fer norður og til Vestmannaeyja „Það að geta leitað til leikmanns með þá eiginleika sem Tryggvi Snær hefur, á ögurstundu í leikjum, er gulls ígildi fyrir íslenska landsliðið. Það að hann hafi bætt því í vopna- búr sitt, að geta búið til eigin skot og verið lokahnykkur á leikkerfum, er mjög gott og gaman að sjá. Ég er mjög spenntur að vinna áfram með honum og taka þátt í þroskaferli hans sem leikmanns,“ segir Kanada- maðurinn um leikmann sinn. Næsti verkefni Craig og leik- manna hans hjá íslenska lands- liðinu er for keppni HM 2023 sem leikin verður með óvenjulegu sniði í þetta skiptið vegna kórónaveirunn- ar. Íslenska liðið heldur til Bratislava í Slóvakíu í lok nóvember þar sem liðið mætir Lúx em borg, Kósóvó og Slóvakíu, dag ana 23. til 29. nóv em- ber. hjorvaro@frettabladid.is 2 4 . O K T ó B e R 2 0 2 0 L a U G a R D a G U R18 S p O R T ∙ F R É T T a B L a ð I ð sporT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.