Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.10.2020, Blaðsíða 18
Tryggðu þér skemmtilegri vetur á stod2.is KÖRFUBOLTI Íslenska körfubolta- samfélagið á þrjá fulltrúa í spænsku efstu deildinni í körfubolta karla þessa stundina. Martin Her- mannsson gekk til liðs við Valencia í sumar og Haukur Helgi Briem Páls- son samdi við MoraBanc Andorra fyrir nýhafið keppnistímabil. Þá er Tryggvi Snær Hlinason á sinni ann- arri leiktíð með Zaragoza. Fréttablaðið fékk Craig Pedersen, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, til þess að fara yfir stöðu mála hjá þremenningunum sem leika í hinni gríðarlega sterku deild. „Hvað Martin varðar þá er mjög gaman að sjá hann fara í lið þar sem hann getur þróað feril sinn enn frekar. Martin, Haukur Helgi og Tryggvi Snær eiga það sameigin- legt að þeir eru viljugir til að læra af þjálfurum sínum, taka leiðbein- ingum hratt og vel og eru fljótir að læra nýja hluti,“ segir Craig um læri- sveina sína hjá landsliðinu. „Hauk Helga virðist líða mjög vel í hlutverki sínu hjá nýja liðinu sínu. Hann er í stóru hlutverki í sóknar- leiknum, þar sem fjölhæfni hans á þeim vettvangi fær að skína. Bæði er hann að skjóta meira en hann hefur gert hjá þeim liðum sem hann hefur verið hjá upp á síðkastið, sækja meira á körfuna og taka þátt í pick og rolli. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur í landsliðinu að hann sé að sýna þessa hlið á sér með félags- liðinu, þar sem við þurfum á þessu að halda í komandi verkefni. Martin verður ekki með í næsta landsliðs- glugga, þar sem hann verður að spila með Valencia í Euro League á sama tíma. Haukur Helgi þarf því að vera í því hlutverki að sækja meira á körfuna en þegar Martin er með,“ segir þjálfarinn um spilamennsku Hauks Helga síðustu vikurnar. „Hvað Tryggva Snæ varðar þá er auðvitað ótrúlegt hversu langt hann er kominn, miðað við í hversu stuttan tíma hann hefur spilað með liðum í hæsta gæðaflokki. Það sem er sérstaklega skemmtilegt er að sjá hversu mikið traust hann fær frá þjálfaranum. Hann er að spila rúmlega 20 mínútur í hverjum leik og er inni á vellinum þegar mest er undir. Til dæmis í leiknum sem hann spilaði í vikunni, þá var hann hluti af leikkerfinu sem sett var upp í síðustu sókn leiksins í jöfnum leik,“ segir hann um Bárðdælinginn. „Tryggvi er stöðugt að bæta sig bæði í sóknar- og varnarleik. Hann les leikinn betur og betur á báðum endum vallarins og er að verja eða breyta skotum trekk í trekk. Þegar kemur að sóknarleiknum þá er hann að koma sér í góðar stöður, klára færin betur og leikskilning- urinn hvað leikkerfi varðar, batnar með hverjum leiknum sem hann spilar. Fyrir mér er Tryggvi Snær á frábærum stað þessa stundina, að spila í svona sterkri deild undir stjórn þjálfara sem ber mikið traust til hans,“ segir Craig, um stöðu mála hjá Tryggva Snæ. Tryggvi er á frábærum stað Þrír af burðarstólpum karlalandsliðsins í körfubolta eru í lykilhlutverkum í sterkustu deild Evrópu á Spáni. Haukur Helgi og Martin eru á fyrsta tímabili sínu á Spáni, en Tryggvi er kominn í stærra hlutverk. Haukur Helgi og Tryggvi ásamt Jóni Arnóri og Hlyni fyrir leik gegn Portúgal á síðasta ári. FréTTAblAðið/Ernir Martin Her- mannsson hefur haldið sama takti með stórliði Valencia, eftir vistaskipti frá Alba berlin síðasta sumar. Mynd/Ernir Tryggvi er á frá- bærum stað að spila í svona sterkri deild undir þjálfara sem treystir honum. Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins MannvIRKI Sveitarstjórn Skaga- fjarðar samþykkti á fundi sínum í vikunni að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 1.700.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraf lokks kvenna í knattspyrnu, en liðið tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins, á dögunum. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni feykir.is. Þar segir enn fremur að sveitar- stjórnin hafi bókað á fundi sínum að farið verði í uppbyggingu á stúku og viðeigandi aðstöðu við KS-völlinn, heimavöll Tindastóls. Sá völlur verði gerður þannig úr garði að hann uppfylli skilyrði mann- virkjanefndar KSÍ um leiki í efstu deild, en gervigras er á vellinum. Í frétt Feykis segir svo að heimildir hermi að Fisk Seafood hafi tilkynnt að fyrirtækið muni koma að fyrr- greindu verkefni með myndarlegum hætti. – hó Framkvæmdir við KS-völl GOLF Mótanefnd Golfsambands Íslands hefur ákveðið að Íslands- mótið í golfi árið 2021 fari fram á Jaðarsvelli á Akureyri, dagana 5.-8. ágúst. Um leið var það tilkynnt að ári seinna fari mótið fram í Vest- mannaeyjum. Íslandsmótið fór fram síðast á Akureyri árið 2016, en á því móti setti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, nýtt mótsmet í kvennaflokki, þegar hún lék á sam- tals 11 höggum undir pari vallarins. Ólafía Þórunn fagnaði þar sínum þriðja Íslandsmeistaratitli. Í karla- flokki setti Birgir Leifur Haf þórs- son, GKG, einnig vallarmet, en hann fagnaði þar sínum sjöunda Íslands- meistaratitli með eftirminnilegum lokahring. Frá því að keppt var fyrst á Íslandsmótinu í golfi í karlaflokki árið 1942 hefur Íslandsmótið farið fram alls 17 sinnum á Akureyri. Þetta verður í fimmta sinn sem keppt verður í Vestmannaeyjum, síðan völlurinn varð átján holu völl- ur. Þar áður var Golfklúbbur Vest- mannaeyja búinn að halda fimm Íslandsmót á níu holu velli, fyrst árið 1959 þar sem Eyjamaðurinn Sveinn Ársælsson sigraði. – hó Íslandsmótið fer norður og til Vestmannaeyja „Það að geta leitað til leikmanns með þá eiginleika sem Tryggvi Snær hefur, á ögurstundu í leikjum, er gulls ígildi fyrir íslenska landsliðið. Það að hann hafi bætt því í vopna- búr sitt, að geta búið til eigin skot og verið lokahnykkur á leikkerfum, er mjög gott og gaman að sjá. Ég er mjög spenntur að vinna áfram með honum og taka þátt í þroskaferli hans sem leikmanns,“ segir Kanada- maðurinn um leikmann sinn. Næsti verkefni Craig og leik- manna hans hjá íslenska lands- liðinu er for keppni HM 2023 sem leikin verður með óvenjulegu sniði í þetta skiptið vegna kórónaveirunn- ar. Íslenska liðið heldur til Bratislava í Slóvakíu í lok nóvember þar sem liðið mætir Lúx em borg, Kósóvó og Slóvakíu, dag ana 23. til 29. nóv em- ber. hjorvaro@frettabladid.is 2 4 . O K T ó B e R 2 0 2 0 L a U G a R D a G U R18 S p O R T ∙ F R É T T a B L a ð I ð sporT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.