Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 2
Burt með jólabjöllurnar S varthöfði er ekki frá því að þjóðarsálin sé haldin geðhvörfum. Eftir nokkrar vikur af bull- andi þunglyndi og farsóttar- kvíðaröskun eru Íslendingar upp til hópa skyndilega orðnir bullandi manískir. Húsmæður og -feður í fjötrum ofvirks of- lætis marsera um heimili sín með tuskuna í einni og Bing & Grøndahl jólapostulínið í hinni að græja og gera fyrir jólin milli þess sem slurkur er drukkinn af einum af þeim skrilljón jólabjórum sem nú flæða yfir samfélagið. Það liggur við að jafn margir jóla- bjórar standi til boða og Ís- lendingar eru margir. Á sem sagt bara að hafa tveggja mánaða jólahátíð? Strax má líta æsta grímu- klædda Íslendinga á þönum um matvöruverslanir með körfur fullar af reyktu kjöti. Líklega verður erfitt að kjaga fram úr rúminu á að- fangadag með þessu fram- haldi. Allir svo illa haldnir af bjúg að heildar vatnssöfnunin gæti séð heilu héraði í Afríku fyrir nægjanlegu drykkjar- vatni mánuðum saman. Og hvernig sjá menn fyrir sér að sinna fjarvinnunni þegar bjúgaðir fingurnir eru orðnir of stórir fyrir lyklaborðin? Sem betur fer ætti hver ein- asti Íslendingur að eiga núna hið minnsta eina ketilbjöllu. Svona miðað við það að Costco hefur ekki undan að fylla á birgðir sínar og ganga ketil- bjöllur nú sölum í undirheim- um Íslands líkt og um heróín af hreinustu sort væri að ræða. Ef einhver á heimili Svart- höfða svo mikið sem gerir sig líklegan til að byrja að raula Ef ég nenni, þá stingur Svarthöfði á hljóðhimnur sínar. Rétt er að taka það fram að Nóa-konfekt læknar ekki COV- ID-19 líkt og sumir virðast farnir að halda og ef menn ætla að safna hátíðarmör í heila tvo mánuði þá skulu þeir ekki láta sér detta í hug að því verði reddað um leið og Bjössi í World Class fær að opna fyrir spinningtímana aftur. Á meðan suða í sjónvarpinu uppfærslur af kosningavæli frá allt annarri þjóð sem er heilan hafsjó í burtu frá okkur. Þar er kosið á milli kúks og skíts eða öllu heldur fávita eða elliærs. Af hundruðum millj- óna íbúa eru frambærilegustu mennirnir til forsetaembættis- ins svo ógeðslega óspennandi að marga dreymir um að annar þeirra geispi golunni eftir að hann verður svarinn í embætti sem forseti til að hleypa fyrstu konunni í emb- ættið. Líklega er þetta fram- bærilegasta raunveruleika- sjónvarpið sem er í boði í dag. Ótrúverðugar persónur samt sem haga sér eins og persónur í Heilsubælinu í Gervahverfi og þetta eiga að vera leiðtogar eins stærsta stórveldis í heim- inum. Það er erfitt fyrir Svart- höfða að halda í gleðina á þessum tímum. Helst vill hann skreyta jólatréð á hádegi á að- fangadag og vera laus við allt stúss og vesen þangað til. Og engan veginn vill hann bæta við vaxandi lista af áhyggjum einhverjum elliærum for- seta hinum megin við hafið. Góðir þjóðarleiðtogar eiga í það minnsta tíu buff og Svart- höfði skal hundur heita ef Joe Biden eða Donald Trump eiga eitt einasta. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Búningadrama É g er svo heppin að eiga frábæra ná- granna og börnin okkar eru bestu vinir. Við búum í þremur húsum hlið við hlið og hjálpumst að í blíðu og stríðu. Það er ómetanlegt á tímum sem þessum. Við ákváðum í gegnum allt COVID að leyfa börnunum okkar að leika sér saman en að sama skapi að vera ábyrg sjálf og vanda okkur í sótt- vörnum svo börnin gætu fengið að njóta samvistanna. Hugmyndin um að horfa á bestu vinkonu sína út um gluggann en geta ekki leikið sér með var einfaldlega of erfið fyrir sex ára gömul hjörtu. „Hún er uppáhaldsmanneskjan mín. Við ætlum að eiga saman ísbúð, BestÍs, þegar við verðum stórar,“ tilkynnti dóttir mín mér og það var því ljóst að þeim yrði ekki stíað í sundur nema í allra ýtrustu neyð. Hrekkjavaka er eitt mesta ævintýri lífsins þegar þú ert sex ára. Að fá að klæða sig upp í alls konar flipp- aða búninga, nota tryllt mikið af málningu og háma í þig sælgæti hlýtur að vera hátíð. Nágrannarnir – eða Mellinn eins og við köllum okkur (Melrose Place) – ákváðu að sjálfsögðu að halda hrekkjavöku saman án utanað- komandi aðila. Búningar, chillí con carne og barnadiskó. Svo komu fregnir af hertum sótt- varnaaðgerðum. Með öndina í hálsinum horfði nágrannakona mín á mig. „Nú verður þetta eins og í alvöru raunveruleikaþætti. Ef samkomutakmörkin verða tekin niður úr 20 í fimm þurfum við að kjósa einn út. Svo vikuna á eftir verður annar kosinn út.“ Ég fann munnvikin síga. Í fjarska heyrðist barn gráta. Önnur nágranna- kona hafði föndrað búning fram á nótt en fékk tölvupóst seint um kvöld – kvöldið fyrir búninga- daginn í skólanum – að allur 3. og 4. bekkur í skólanum færi í sóttkví. Drengurinn færi því ekki í búningnum í skólann daginn eftir, né nokkuð annað. Hann var kominn í viku sóttkví. Mér varð hugsað til vinkonu minnar sem ætlaði að gifta sig daginn eftir að hertar aðgerðir voru boð- aðar. Enginn átti að vera viðstaddur nema foreldrar hennar og tilvonandi eiginmannsins. Börn teljast víst ekki með í takmarkanatölunni svo þau fengu að hanga inni. Svo vel vill til að tengdamóðir vinkonu minna er prestur. Engu að síður hefði það orðið til þess að ef takmörkin færu niður í fimm þýddi það að eitt foreldri yrði að standa fyrir utan stofugluggann á meðan. Hrikalega rómantískt. Hvernig velur maður hvaða foreldri fær ekki að vera í brúðkaupinu manns? En þetta reddaðist allt – takmarkið hélst við 10 sem er í seinni tíð alveg rosalega mikið af fólki. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Búningadrama er hressandi. MYND/TM Erna Hrund Hermanns- dóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, deilir hér sínum uppáhaldsveitinga- og kaffi- húsum, sem ljúft er að hugsa til á tímum samkomutak- markana. 1 Matbar Er uppáhaldsstaðurinn minn til að fara út að borða á, elska stemninguna á staðnum, maturinn er góður og mat- seðillinn skemmtilega settur fram, þannig að maður getur smakkað fleiri en færri rétti. 2 Pad Thai Lítill staður í Álfheimum sem er besti take away-stað- urinn og leynd perla í 104. Ódýrt, einfalt og ljúffengt. 3 Duck and Rose Ég hef ekki ennþá sest þar inn en hef þó tekið take away og ef upplifunin af að borða á staðnum er jafn æðisleg og í gegnum take away þá hlakka ég til að setjast þar inn og borða. Hæpið á allavega rétt á sér! 4 Te og kaffi Ég hef alla tíð verið mikill Te og kaffi aðdáandi, en Suður- landsbraut er að koma sterk inn sem aðalfundarstaðurinn minn þessa dagana. Alltaf góð þjónusta og góður andi þar inni. 5 Heima hjá ömmu og afa Þar er alltaf besti maturinn og nóg til af kaffi. Stund- irnar og samtölin sem við eigum eru ennþá dýrmætari í dag, því ástandið hefur kennt manni að taka engu sem sjálfsögðum hlut því allt getur breyst á morgun. VEITINGASTAÐIR 2 EYJAN 6. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.