Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR 102 millj- ónir Banda- ríkjamanna greiddu atkvæði utan kjörfundar. Víða er tekist á um talningu þeirra. MYND/GETTY Ó hætt er að segja að kosninganótt hafi valdið þeim miklum vonbrigðum sem bjuggust við, og vonuðust eftir, stórsigri Joes Biden. Þó að allt bendi til þess þegar þetta er skrifað að Biden merji sigur á lokametr- unum var þriggja daga bið eftir niðurstöðum ekki hluti af pakkanum sem stuðnings- fólk Bidens hélt að það væri að kaupa á kosninganótt. Skoðanakannanir höfðu gert ráð fyrir stórsigri Bidens. Hann mældist með 8-10% forskot á Trump á landsvísu, og af sveifluríkjunum svo- kölluðu naut Biden forskots í þeim öllum nema einu, Ohio. Hann átti að taka Flórída, Georgíu, Arizona, Nevada og fleiri leikandi. Undir blálokin var meira að segja talað um að Biden gæti tekið Texas, og orðið fyrsti Demókratinn til að gera það síðan 1976. „Bláa aldan“ var á leiðinni. Kerfisbundin skekkja blasir við Ef þessi svokölluðu sveiflu- ríki eru skoðuð kemur í ljós að Trump kom á óvart í þeim öllum. Hér er stuðst við sam- antekt marktækra kannana á fivethirtyeight.com. Byrjum á Ohio, eina sveiflu- ríkinu þar sem Trump mæld- ist sannarlega með forskot daginn fyrir kjördag. Forskot- ið í skoðanakönnunum var um eitt prósent, en Trump bætti um betur í kosningunum og sigraði með rúmum 8%. Tölur frá Flórída, sem heimsbyggðin hafði auga með strax við lokun kjör- staða, gáfu strax til kynna að eitthvað hafði farið úr- skeiðis í skoðanakönnunum. Biden sem mælst hafði yfir í Flórída án undantekninga frá því í lok febrúar og var með 3% forskot daginn fyrir kjör- dag, tapaði með meiri mun en hann átti að vinna með, 3,3%. Í Pennsylvaníu var Biden með rúmlega 5% forystu í öllum marktækum mælingum síðan í lok júní. Þegar þetta er skrifað er Trump að vinna með 2,6%, þó að það gæti tekið einhverjum breytingum. Biden átti að vinna Nevada með 5% líka. Þegar þetta er skrifað eru úrslit þar enn óljós, en ljóst er að forskot hans var aldrei 5%, hvorki í Pennsylvaníu né Nevada. Michigan, Wisconsin og Minnesota áttu að vera örugg í horni Bidens enda var hann með 7-9% forskot í könnunum. Hann sigraði í þeim öllum, en Wisconsin með aðeins rétt rúmum 20.000 atkvæðum eða tæpu einu prósenti og Mic- higan með tæpum 3%. Þegar þetta er skrifað eru þrír dagar liðnir síðan kjör- staðir voru opnaðir í Banda- ríkjunum, og úrslitin liggja ekki fyrir. Þó að staðan sé björt fyrir Biden geta kosn- ingarnar fallið á báða vegu. Ef talningu atkvæða væri hætt nú yrðu úrslitin þau að Biden yrði forseti með fæst- um mögulegum kjörmönnum, eða 270. Það er 50,1% af kjör- mönnunum. Slíkt gerðist síðast þegar Ruthord B. Ha- yes var forseti árið 1876. Þá var heildarfjöldi kjörmanna 369 og hlaut Hayes 185, eða 50,1%. Skoðanakönnuðir lærðu ekki sína lexíu Þó að umræður um það séu enn ekki hafnar er ljóst að þegar úrslitin liggja fyrir og rykið sest verður þörf á um- ræðu vestanhafs um raun- verulegt spágildi skoðana- kannana. 2016 var þungt högg fyrir skoðanakönnunarfyrir- tækin en þau höfðu sagt fyrir þessar kosningar að þau hefðu lært sína lexíu af kosning- unum þá. Hvort mistökin nú eigi sér sömu rætur og mis- tökin árið 2016 eða hvort þessi kerfisbundna skekkja sé ný af nálinni er ekki vitað, en búast má við að þetta verði skoðað af mikilli nákvæmni. Á skekkjurnar 2016 var ítrekað bent í aðdraganda kosninganna nú og þeim ábendingum iðulega svarað með því að a) skoðanakönn- uðir hafa lært sína lexíu, og b) jafnvel þó að sama skekkja væri í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar nú og var árið 2016 væri forskot Bidens einfaldlega svo miklu, miklu meira að slík skekkja skipti engu máli. Hann myndi samt rústa þessu. Ekkert af þessu var rétt og skekkjan reyndist meiri en árið 2016. Biden rústaði engu. Frank Luntz, sérfræðingur í framkvæmd skoðanakann- ana og kosningaráðgjafi Rep- úblikana til margra ára, sagði í kjölfar kosninganna 2016 að ef „bransinn“ klúðraði aftur spám sínum árið 2020 gætu það orðið endalok spá- fyrirtækjanna. Aðspurður út í þessi orð nú í kjölfar kosn- inganna dró hann heldur í land, en benti engu að síður á að sú staðreynd að ekki hefði tekist að lagfæra skekkjurnar á fjórum árum muni draga varanlega úr trú manna á að staðan verði eitthvað betri 2024. Þannig gætu óvæntu úrslitin, fyrst árið 2016 og svo aftur 2020, orðið til þess að þingkosningarnar 2022 og forsetakosningarnar 2024 verði með allt öðrum hætti hvað kannanir varðar. Minna verði horft til fylgiskannana og meira til spurningahópa og afstaða kjósenda til tiltekinna málaflokka könnuð af meiri krafti. Gefnar voru margar ástæð- ur fyrir skekkjunum 2016. Sumar snéru að því að ákveðn- ir eiginleikar voru of- eða van- metnir. Til dæmis gáfu menn sér að kjósendur Trumps væru verr menntaðir en þeir reynd- ust svo vera. Önnur ástæða var það sem kallað er á upp- runamálinu „the shy factor“, sem ef til vill gæti kallast feimnisþátturinn. Snýr hann að því að vegna þjóðfélags- aðstæðna í Bandaríkjunum og innbyggðrar átakafælni í flest- um heilsteyptum einstakling- um reynir fólk að forðast að viðurkenna að það muni kjósa Trump, einfaldlega vegna þess að það nennir ekki stappinu, rifrildunum, fordómunum eða átökunum sem því gæti fylgt. Þannig verða kjósendur hans ólíklegri til að svara símanum þegar spyrlar hringja eða opna þegar þeir knýja á dyr. Fleiri erfiðar spurningar blasa við Fleiri spurningum er enn ósvarað eftir þessar kosning- ar. Ein þeirra er hvort póst- atkvæðin séu komin til þess að vera. Mörg ríki settu tíma- bundnar reglur sem víkkuðu heimildir sýslna til þess að leyfa atkvæðagreiðslu með pósti vegna COVID-19 farald- ursins. Þetta endaði auðvitað, eins og frægt er orðið, með því að daginn fyrir kjördag höfðu 102 milljónir Banda- ríkjamanna kosið. Í sex ríkjum höfðu fleiri kosið utan kjör- fundar en kusu samtals í kosn- ingunum fyrir fjórum árum. Hvað verður um þessar heim- ildir er ekki vitað. Í stjórnar- skrá er kveðið á um að kosið skuli á þriðjudegi, sem hefur verið gagnrýnt harðlega, en hægara er sagt en gert að breyta stjórnarskránni. Þann- ig gæti varanlegar, útvíkk- aðar og samræmdar heimildir til póstatkvæðagreiðslu verið málamiðlun þar. Þannig eru allar líkur á að ákall verði eftir slíkum breytingum. Í sumum ríkjum má ekki byrja að telja þau atkvæði fyrr en mörgum dögum eftir kjördag. Það mun einnig þurfa að skoða í sam- hengi við áðurnefnd atriði. n Heimir Hannesson heimir@dv.is FORSETAKOSNINGAR OPINBERA SKEKKJUR Í SKOÐANAKÖNNUNUM 6. NÓVEMBER 2020 DV Þó úrslit liggi ekki fyrir þegar þetta er skrifað er víst að draugur 2016 vofir enn yfir. Kerfisbundin skekkja virðist vera Demókrötum í vil af óútskýranlegum ástæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.