Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 37
A ð þessu sinni er spáð fyrir Katrínu Júlíus-dóttur, fyrrum þingmanni og ráðherra, sem gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, Sykur. Katrín er Bogmaður sem kemur ekki á óvart enda eru þeir þekktir fyrir drifkraft sinn. Bogmaðurinn er félagsvera, skemmtilegur og uppátækjasamur. Ástæðan fyrir boganum er sú að þeir eru gjarnan með mörg markmið sem þeir vinna hörðum höndum við að uppfylla og eru því oftast með bogann spenntan. Þeir gera miklar kröfur til sjálfra sín og sinna nánustu. Svo eru þeir dýrmætir vinir að eiga sem myndu hiklaust fara sér að voða til að hjálpa sínu fólki. Margir bogmenn eru með athyglisbrest sem ætti í raun að kallast athygliskostur, því ósjald- an kemur þetta fólk meiru í verk en flestir. Vogarskálin Jafnvægi | Hófsemi | Þolinmæði | Tilgangur Hófsemi og jafnvægi eru lýsandi fyrir þetta spil. Jákvætt spil sem boðar betra flæði og rútínu þar sem hlutir fara að detta í réttan farveg. Ef lífið hefur verið yfirþyrmandi, máttu eiga vona á auðveldari tímum. Það þarf mikið til að koma þér í uppnám þar sem þú hefur byggt upp fínan þröskuld eftir ýmsa erfiðleika, þetta virkar sem eins konar ofurkraftur. Það er aðdáunarvert hvernig þú tæklar litlar uppákomur hér og þar sem áreita þig, viðmótið hjálpar þér að klára þetta tímabil, sem tekur á, en sér fyrir endann á. Elskendur Jafnvægi | Hófsemi | Þolinmæði | Tilgangur | Ást | Sátt Sjálfsást, endurfundin ást, ný ást. Það er ást í loftinu og mig grunar að þú vitir nákvæmlega um hvað við erum að tala! Hvað er betra en að elska og vera elskaður? Það er mikil auðmýkt og virðing sem fylgir þessu spili, leyfðu þér að dvelja í þessu tímabili og njóta tilfinningarinnar. Vertu opin og ófeimin við að þiggja og gefa. Hér sérðu hlutina í nýju samhengi og ert tilbúin að treysta. Þetta er líka tíma- bil þar sem þú nærð að vera samkvæm sjálfri þér, velja fyrir þig og segja upphátt langanir þínar. Keisaraynja Kvenleiki | Fegurð | Náttúra | Ræktarsemi | Gnægð Þetta er sannkallað lukkuspil, táknrænt fyrir uppskeru. Þú Skilaboð frá spákonunni Það eru sterkir galdrar í þakklætinu. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Katrín Júlíusdóttir SVONA EIGA ÞAU SAMAN Vikan 06.11. – 12.11. Ófeimin að þiggja og gefa Lítill körfuboltakappi kominn í heiminn MYND/STEFÁN KARLSSON stjörnurnarSPÁÐ Í Fjölmiðla- og körfuboltaparið Kjartan Atli Kjartansson og Pálína María Gunnlaugs-dóttir eignuðust stúlku, þann 31. október síðastliðinn. Pálína er fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og spilaði lengi í úrvalsdeild. Kjartan Atli er sjónvarpsmaður á Stöð 2 og stýrir meðal annars körfuboltaþættinum Domino‘s körfu- boltakvöld, stundum með Pálínu sér við hlið. DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Kjartan er Tvíburi og Pálína er Steingeit. Það getur verið viss áskorun fyrir Tvíbura og Steingeit að láta sambandið ganga. En ef þeim tekst að laga sig að stíl hvors annars þá verður sambandið bara betra með árunum. Tvíburinn er glettinn og aldrei langt í grínið hjá honum. Hann kennir Steingeitinni að meta spaugilegar hliðar lífsins. Tvíburinn er líka ótrúlega bjart- sýnn og á auðvelt með að hressa við svartsýnu Steingeitina. Steingeitin er einbeitt og setur sér skýr markmið, hún getur hjálpað Tvíburanum að taka ákvarðanir og elta drauma sína. n Kjartan Atli Kjartansson Tvíburi 23. maí 1984 n Góð aðlögunarhæfni n Skapandi n Fljótur að læra n Blíður n Óákveðinn n Stressaður Pálína María Gunnlaugsd. Steingeit 2. janúar 1987 n Ábyrg n Öguð n Góður stjórnandi n Skynsöm n Besserwisser n Býst við hinu versta MYND/SAMSETT DV Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna? Hrútur 21.03. – 19.04. Það eru fáir með jafnmikið keppnis- skap og þú, elsku Hrútur og það virðist koma sterkt inn þessa vikuna. Allt verður keppni og áskorun og þú platar alla í kringum þig til að taka þátt. Við styðjum þig heilshugar. Þetta er mögulega góð leið til að dreifa huganum. Naut 20.04. – 20.05. Þér líður eins og unglingi og ert það mögulega, kæri lesandi. Þér líður allavega eins og það sé flókið að vera þú. Miklar tilfinningar og mikil óákveðni, hvert stefnirðu? Hvað ertu að gera? Hver er tilgangurinn? Einhver lærdómur er í gangi sem þú munt skilja seinna meir. Tvíburi 21.05. – 21.06. Hæ Bubbi byggir! Eftir að hafa horft á ófáa Heimilis- og hönnunar- þætti síðustu mánuðina finnur þú til mikillar löngunar til að breyta, laga og gera fínt! Þú ert nú ágætlega handlaginn og fjölhæfur, þannig að útkoman ætti að vera í takt við það. Krabbi 22.06. – 22.07. Sykursæti krabbi er í hátíða- skapi og bakar eins og enginn sé morgundagurinn. Að því sögðu þá minnum við þig á að passa þig á sykrinum, ekki éta tilfinningar þínar, segðu þær upphátt við sem flesta. Bætt, líkamleg heilsa hjálpar að koma ýmsu öðru í jafnvægi líka. Ljón 23.07. – 22.08. Ljónið er heldur betur í skipulags- stuði, farið að panta jólagjafir og pakka inn! Það er ekki verið að sóa tíma. Mögulega leiðist þér, en það er gott að þú finnir þér eitthvað að gera. Passaðu bara að fá þér ekki of mikið rauðvín með netkaupunum, þá gæti eitthvað komið þér á óvart. Meyja 23.08. – 22.09. Skringilegir og yfirnáttúrulegir atburðir eiga sér stað hjá þér þessa vikuna. Mögulega sérðu draug eða færð áhugaverð skilaboð í draumi. Þetta verður allavega ógleyman- legt og saga sem þú munt endur- taka oft um ókomna tíð. Vog 23.09. – 22.10. Skipulag einkennir þessa viku. Þú ert þekktur sveimhugi, því hvetja stjörnurnar þig til að halda minnisbók um allar þessar frá- bæru hugmyndir sem þú ætlar að framkvæma. Setning vikunnar er að stundum þarf maður að eyða peningum til að búa til peninga, hafðu það bara á bak við eyrað. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Já þú mátt fá þér kokteil í hádeg- inu. Það gilda engar reglur lengur, þannig séð. Þitt innra barn öskrar, þig langar bara að dansa, leika þér og þykjast ekki vera fullorðinn og það má – svo lengi sem þú vanræk ir ekki skyldur þínar. Láttu það eft ir þér, það hjálpar þér næstu vikur. Bogmaður 22.11. – 21.12. Ef það er einhver sem deyr ekki ráðalaus þá ert það þú! Þú kemur sjálfum þér á óvart hversu vel þú höndlar allt sem lífið kastar í þig, ekkert mun á þig fá. Festu skikkj- una! Þú ert tilbúin/n með lausnir, græjar, lagar og kemur miklu í verk. Steingeit 22.12. – 19.01. Hæ, heyrðu þú misstir eitt… Kúlið! Okkur grunar að einhver hafi fengið það óþvegið frá þér og ekki átt það skilið. Við hvern þarftu að segja fyr- irgefðu og hvað var það í raun sem orsakaði þessar tilfinningar? Segðu sorry og allt verður með felldu. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Árangur snýst ekki bara um feril- inn, heldur um að gera heiminn að betri stað. Hafðu það í huga því þú veist að þegar þú lætur gott af þér leiða þá líður þér betur. Fókuseraðu á það, fremur en það sem þú heldur að öðrum finnist að þú ættir að gera, já, lestu þetta aftur. Fiskur 19.02. – 20.03. Þú ert minnsta félagsveran af öllum merkjunum og elskar þinn einka- tíma. Fólk er oft fyrir þér og þú ert glaðastur einn undir teppi með bók (lesist rauðvínsglas). En fyrr má nú vera. En nú þarftu á þínu fólki að halda. Hringdu í „vín“konu. hefur lagt mikið á þig til að komast á þann stað sem þú ert á núna og færð nú að njóta þess. Þegar þessi lukka um- lykur þig er gott að staldra við og þakka fyrir þær gjafir sem lífið hefur fært þér. Helsta ráðlegging þessa spils er að þegar maður hefur lengi verið í lífsgæðakapphlaupinu þá kann maður ekki að slaka á og njóta þess sem maður hefur uppskorið. Nú er tíminn til þess að hægja á sér, líta í kringum sig og njóta. FÓKUS 37DV 6. NÓVEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.