Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 6. NÓVEMBER 2020 DV FURÐUFRÉTTIR VIKUNNAR Furðulegar fréttir mæta oft afgangi í fréttaumfjöllun þar sem þær þykja ekki jafn mikilvægar og aðrar. Þær eru þó oft engu að síður áhugaverðar og á köflum hreinlega skemmtilegar. Hér má sjá nokkrar afar furðulegar og skrautlegar fréttir frá liðinni viku. H eimurinn er vissulega flókið fyrirbæri og fréttirnar sem fylgja daglegu lífi fólks um allan heim eru oft mjög undarleg­ ar. Furðufréttir hafa skemmt mannskepnunni um langa hríð og því engin ástæða til að hætta að halda þeim á lofti. Hér koma nokkrar undarlegar fréttir sem veita svo sannar­ lega tímabundna hvíld frá faraldursfréttum. Neitaði að fæða áður en hún hafði kosið Karen Briceño González vann við kosningarnar í Orlando­ fylki í Bandaríkjunum í vik­ unni. Hennar starf var að sjá til þess að allir sem hafa kosn­ ingarétt gætu kosið í kosning­ unum. Hún hafði þó ekki hug­ mynd um hvað átti eftir að gerast. „Ég hafði aldrei séð neitt þessu líkt áður,“ sagði Karen í samtali við CNN. „Það er sama hverjar aðstæðurnar eru, við eigum að hjálpa fólki að koma atkvæðinu sínu til skila. Ég var að vinna við inn­ ganginn þegar maður kom inn og rétti mér tvö ökuskírteini.“ Karen sagði við manninn að hún þyrfti bara að sjá hans ökuskírteini en maðurinn sagði henni þá að konan hans væri komin á steypirinn og sæti úti í bíl. Hún neitaði að fara upp á spítala til að fæða barnið áður en hún væri búin að kjósa. Þetta var afar óvenjulegt en Karen prentaði út blað fyrir konuna til að kjósa á. Karen fór með miðann til óléttu konunnar og beið fyrir utan bílinn á meðan hún kaus. „Hún þakkaði mér fyrir að gera þetta svona auðvelt fyrir hana. Hún talaði ekki mikið, ég held hún hafi verið með hugann við annað.“ Karen rétti þeim límmiða sem gaf til kynna að þau væru búin að kjósa og síðan fór ólétta konan ásamt manninum sínum á spítalann til að fæða barnið. „Ég vona að henni og barninu líður vel,“ sagði Kar­ en að lokum. Lést í október en sigraði í kosningunum Repúblikaninn David Andahl, viðskiptamaður og bóndi frá Norður­Dakóta í Bandaríkj­ unum, lést þann 5. október síðastliðinn eftir baráttu við COVID­19. Núna, um mánuði síðar, sigraði hann í kosningu Máni Snær Þorláksson manisnaer@dv.is óttaðist hundaeigandinn að vesalings hundurinn ætti ekki langt eftir. Það var þá sem eiginmaður hennar loks gekkst við því að vera sökudólgurinn. „Ég henti honum út,“ sagði konan. En eiginmaðurinn hafði verið þögull í gegnum heimsókn­ irnar til dýralæknisins og allt baslið. Hann fékk þó að lokum að koma aftur heim gegn því að borga henni helminginn af útlögðum kostnaði vegna dýralæknisheimsóknanna. Ógurleg blóðsuga Eldri karlmaður leitaði sér læknisaðstoðar í Kambódíu, sárþjáður eftir að blóðsuga hafði komist inn í líkama hans og sogið úr innyflum hans um hálfan lítra af blóði. Maðurinn hafði dýft sér til sunds á adamsklæðum ein­ um saman þegar blóðsugan gerði sér lítið fyrir og skreið inn í getnaðarlim hans. Eðli­ lega fylgdi þessu gífurlegur sársauki, sérstaklega þegar maðurinn reyndi svo að kasta af sér þvagi. Nokkuð erfitt reyndist að ná skepnunni út sem hafði bólgn­ að mikið upp af ofdrykkju, en það hafðist að endingu og nú hefur spítalinn á svæðinu gefið út viðvörun til almennings um að gæta sín þegar hann fyllist þörf til að taka að fá sér sund­ sprett án sundfata. Borga í kókoshnetum Á fimmtudaginn útskrifuðust 165 nemendur úr Venus One Tourism akademíunni í Tega­ lang á Balí. Vegna kórónaveir­ unnar var árið ekki sérstak­ lega auðvelt og glímdu margir nemendur við fjárhagserfið­ leika. Akademían ákvað þá að leggja sitt af mörkum til að hjálpa nemendunum þegar kom að því að borga fyrir nám­ ið. Nemendum hefur nefnilega verið boðið að borga með kók­ oshnetum fyrir námið. „Vegna kórónaveirunnar höfum við ákveðið að vera sveigjanlegri en áður,“ sagði Wayan Pasek Adi Putra, yfir­ maður akademíunnar, í sam­ tali við fjölmiðil á svæðinu. „Við framleiðum kókoshnetu­ olíu svo við ákváðum að bjóða nemendum að borga fyrir námið með því að koma með kókoshnetur fyrir framleiðsl­ una.“ Wayan Pasek bætti því við að það væri mikilvægt að kenna nemendunum að nýta náttúrulegu auðlindirnar í ná­ grenninu. „Þegar faraldrinum er lokið geta þau snúið aftur í túrista­ bransann og hafa lært meira en þau hefðu annars.“ n David Andahl lést í október en vann í kosningunum í nóvember. SKJÁSKOT/NDTV.COM Konan neitaði að fæða barnið nema að kjósa fyrst. MYND/PIXABAY um sæti á ríkisþinginu í Norð­ ur­Dakóta. CNN fjallaði um málið. Þegar Andahl lést í október vakti það upp spurningar um hvað myndi gerast ef hann myndi fá sæti í kosningunum. Niðurstaðan varð sú að ef hann ynni, sem varð raunin, myndi stjórn Repúblikana flokksins á svæðinu sjá um að velja nýjan einstakling til að taka sætið hans. Þrátt fyrir að það sé ekki al­ gengt að látnir einstaklingar vinni kosningar þá er það þó ekki einsdæmi í Norður­Dak­ óta. Árið 2018 vann Dennis Hof, eigandi vændishúss í Ne­ vada, kosningu um sæti á rík­ isþinginu um þremur vikum eftir að hann lést. Þá hafa að minnsta kosti fimm aðrir látn­ ir einstaklingar unnið kosning­ ar þar í landi síðan árið 2000. 74 ára manni bjargað úr frysti Í borginni Salem á Indlandi hefur mál eitt vakið mikinn óhug. Balasubramania Kum­ ar, 74 ára gömlum manni sem glímdi við alvarleg veikindi, var bjargað úr frystikassa. Fjölskylda hans er sögð hafa verið að bíða eftir að hann létist en maðurinn var óvænt útskrifaður af spítala eftir baráttu við veikindin. Fjöl­ skyldan lét Kumar þá liggja í frystikassanum í von um að hann myndi deyja fyrr en ella, en kassinn er venjulega not­ aður til að geyma lík. NDTV fjallaði um málið. Kumar fannst á lífi á þriðju­ daginn þegar yfirmaður fyrir­ tækisins sem sér um frysti­ kassana kom til að sækja kassann. Bróðir Kumar hafði fengið kassann að láni frá fyrirtækinu til að geyma líkið ef Kumar myndi deyja. Þegar yfirmaðurinn kom að sækja kassann og sá hvers kyns var kallaði hann eftir aðstoð og í kjölfarið var gamla mann­ inum bjargað. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á svæðinu. Fretraunir Áhyggjufullur hundaeigandi eyddi fleiri hundruðum þús­ unda í heimsóknir til dýra­ læknis út af hvimleiðum vind­ gangi í hundi sínum. Konan var ófrísk og fór að taka eftir hræðilegri lykt á heimili sínu, svo hræðilegri að hún gat ekki afborið hana. „Þetta lyktaði eins og úldin egg. Ég hélt þetta væri bara einangrað tilvik því hundar prumpa jú, en þessi lykt var bara ekkert eðlileg,“ sagði hundaeigandinn, sem kemur ekki fram undir nafi á samfélagsmiðlinum Reddit. Lyktin hélt þó áfram að gjósa upp og grunaði hún fljótlega hundinn um græsku. Hundurinn var því drifinn til læknis í mörg rándýr próf og rannsóknir. Það kom henni því á óvart þegar niðurstöðurnar bentu til þess að hundurinn væri hinn heilbrigðasti. „Ég hélt ég væri að missa vitið. Kvíðinn fór að naga mig – hvað ef það væri samt eitt­ hvað að hundinum? Hvað ef ég myndi missa hann? Ég var svo stressuð. Ég gat svo bara ekki meira og hágrét. Ég bara brotnaði saman,“ sagði konan. En lyktarvesenið hafði staðið yfir í um fimm vikur og nú

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.