Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 20
20 FÓKUS 6. NÓVEMBER 2020 DV
Eldhúsið er
griðastaður
til sköpunar á
COVID-tímum
Steinunn
Ólína er
ofurhetja í eld-
húsinu, sam-
kvæmt vinum
og vanda-
mönnum.
MYNDIR/STEFÁN
Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er þús-
undþjaladrottning. Svo virðist sem hún geti allt.
Leikið, sungið, skrifað bækur og blöð og ræktað
grænsprettur á snjallbýli. Nýjasta viðbótin er svo
kjötbollur sem hún þróaði með Norðlenska og
stefnan er sett á að bæta vegan vörum í úrvalið.
Fyrsta eldhúsminning Steinu, eins og hún er kölluð, er úr eldhúsinu hjá
ömmu Ólínu á Daðastöðum í N-
Þingeyjasýslu. „Þar steikti hún
kleinur og við frændsystkinin
kepptumst við að borða þær
jafnharðan.“
Steina er er sjálf mikill lista-
kokkur og sérlega lunkin í
dressingum og að láta einfalda
samloku líta út eins og Bret-
landsdrottning sé á leið í kaffi.
Hún segist hafa kennt sér
sjálf að elda að einhverju leyti.
„Ég byrjaði að elda mat bara
smástelpa af hreinni nauðsyn,
því ég var og er matargat.
Mamma var rauðsokka og
lagði ekkert upp úr matargerð
eða heimilishaldi yfirleitt, en
báðar ömmur mínar voru lista-
kokkar og afbragðshúsfreyjur.
Föðuramman húsmæðra-
skólagengin hreppstjórafrú,
sem eldaði allan klassískan,
íslenskan heimilismat og
móðuramman fín borgar-
dama, sem eldaði af listfengi
undir greinilegum áhrifum
frá frændum okkar Dönum.
Ég lærði auðvitað af því að
fylgjast með þessum ólíku
konum að störfum í eldhúsinu,
en fyrstu skrefin steig ég ein í
eldhúsinu heima hjá pabba og
mömmu við mikla ánægju og
hvatningu beggja.“
Óvenjulegt og fallegt
Það þarf því engan að undra að
leikkonan sé framúrskarandi
með svuntuna og leggi mikla
hugsun í samsetningu hráefna.
„Ég er mislynd með afbrigðum
og eldamennskan eftir því.
Stundum vil ég bara eitthvað
ótrúlega einfalt, steiktan fisk
og kartöflur, en stundum vil ég
verja tíma í eldhúsinu og fá þá
næði til að galdra eitthvað nýtt
og róa hugann í leiðinni. Mats-
eld er mitt jóga. Þá finnst mér
gaman að leika mér með liti
og bragð, leiða saman eitthvað
óvenjulegt, en umfram allt að
gera það bragðgott og fallegt
fyrir augað. Mér finnst ekkert
leiðinlegra en að borða eitt-
hvað sem er ólystugt og hent
saman í hugsunarleysi. Ég vil
oft raða á diska fyrir þá sem
ég elda fyrir, eitthvað sem ekki
allir skilja, en fyrir mér þurfa
hlutirnir að vera á ákveðnum
stað á diskinum til að mats-
eldin meiki sens. Ég er búin að
búa þetta til og veit fyrir fram
hvernig ég hef í huga að hlutir
spili saman.“
Steinunn Ólína á fjögur
börn sem öll stefna í að verða
vel fær í eldhúsinu. „Öll geta
þau bjargað sér í eldhúsinu og
elstu dæturnar tvær fullkom-
lega sjálfbjarga og rúmlega
það. Elsta mín er listakokkur
og sú næstelsta á góðri leið
með það líka. Litlu stýrin eru
styttra komin, en kunna meira
en þau vilja uppi láta því það er
svo þægilegt að láta aðra elda
fyrir sig.“
Velja sér land og láta vaða
Aðspurð um besta eldhúsráðið
er Steina ekki að skafa utan
af því. „Nota eldhúsið og elda
sjálfur. Kvöldmatur með fjöl-
skyldunni er fastur punktur
fyrir alla og helst að láta alla
gera eitthvað. Kvöldmatar-
tíminn er verðmæt stund,
jafnvel þótt það kosti mig
stundum tvöfalda matseld til
að koma á móts við óþroskaða
og síviðfúlsandi bragðlauka
minnsta heimilisfólksins. Ég
hvet fólk líka til að lesa mat-
reiðslubækur til gagns og vera
óhrætt við að prófa sig áfram.
Þegar ég tala um að lesa mat-
reiðslubækur til gagns, þá á ég
ekki við að þú þurfir að klafa-
binda þig í einhverja uppskrift
og fylgja henni nákvæmlega,
heldur frekar að sjá í þeim
möguleikana til að skapa eitt-
hvað nýtt sjálfur. Við þurfum
öll nauðsynlega á því að halda
að vera skapandi og eldhúsið
getur verið slíkur leikvangur
fyrir alla. Núna í þessu bann-
setta COVID getur eldhúsið
verið griðastaður til sköpunar,
nú er upplagt að kynna sér
nýjar eldunaraðferðir, prófa
að nota ný krydd. Velja land
af handahófi á atlasnum og
finna uppskrift þaðan og leika
sér. Tónlist frá sama landi
getur verið hugvíkkandi og
skemmtilegur undirleikur við
matseldina.“
Hugmyndaspretta
Eiginmaður Steinu, Stefán
Karl Stefánsson heitinn, stofn-
aði snjallbýlið Sprettu 2015,
en í dag er það rekið af Steinu
og Soffíu Steingrímsdóttur.
Spretta ræktar grænsprettur
(Microgreens) sem eru eru
fyrstu lauf og stilkar jurta-
og grænmetisplantna. Græn-
sprettur eru sneisafullar af
næringarefnum og margar
þeirra innihalda 4-6 sinnum
hærra magn af vítamínum og
andoxunarefnum en fullvaxta
plöntur og eru því sannkallað
ofurfæði.
Steina segir reksturinn
ganga ágætlega en róðurinn
sé þungur líkt og víða annars
staðar. „Spretta gengur ágæt-
lega en auðvitað er COVID
bölvanlegt fyrir okkur, eins
og mörg lítil fyrirtæki. Veit-
ingastaðir eru okkar stærstu
viðskiptavinir og þeir berjast
nú í bökkum eins og allir vita
og við finnum tilfinnanlega
fyrir því. En við seljum svolítið
í búðum af sprettum, í Heim-
kaup, Krónunni og í Melabúð-
inni og svo er samstarfið við
Norðlenska mikil búbót og frá-
bært fyrir okkur að fá að þróa
matvöru í samstarfi við svo
stóran matvælaframleiðanda.
Og við erum með ýmislegt á
prjónunum í samstarfi við þá,
mjög spennandi.“
Minna kjöt og meira grænt
Samstarfið sem hún vísar í
felst í vöruþróun sem inni-
heldur spretturnar vinsælu.
„Norðlenska kom til okkar
og hafði hug á að vinna með
litlum framleiðanda að nýjum
vörutegundum. Mér finnst
frábært að svo stór fram-
leiðandi á kjötvörum átti sig
svo klárlega á óskum sam-
tímans, það er óskum um
minni kjötneyslu og meira
af grænni fæðu. Þetta er
virðingarvert og ekki oft sem
risar af þessu tagi hugsa sér
að vinna að markmiðum sem
eru kannski ekkert augljós-
Þorbjörg
Marinósdóttir
tobba@dv.is
Kjötbollur í pítubrauði
Hitið pítubrauðin og fyllið þau af eftirlætisgrænmetinu ykkar, sprettum,
góðri sósu og pönnusteiktum kóríander- eða basilíkukjötbollum. Pítur
eru frábærar þegar maður á alls kyns afganga í grænmetisskúffunni.
Þá þarf bara að kaupa bollur og góða sósu að eigin vali og hrópa: Það er
kominn matur!