Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Kosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu til kosninga í vikunni til að annað- hvort tryggja núverandi forseta, Donald Trump, áframhald- andi setu eða til að steypa honum af stóli og koma Demókrat- anum Joe Biden að. Kosningarnar voru æsispennandi og líkur á að lokaniðurstöður verði ekki kunngjörðar fyrr en að nokkru liðnu enda hefur Trump tilkynnt að hann ætli að reyna að fá atkvæðum hnekkt fyrir dómi vegna gruns um að kosninga- svindl hafi átt sér stað. Þær grunsemdir hans hafa þó ekki verið studdar neinum rökum þegar þetta er skrifað en útlit er fyrir að Biden hafi haft betur gegn sitjandi forseta. Samstaða meðal veitingahúsa Veitingahús á höfuðborgarsvæðinu tóku höndum saman og skoruðu á Íslendinga að nýta sér þjónustu veitingastaða til að styðja við þau á tímum COVID-19. Fóru þau þá nýstárlegu leið að mæla með því að fólk beindi viðskiptum til samkeppnisaðila til að sýna samstöðu í verki. Samhliða þessu átaki hefur fjöldi staða bætt fjölbreyttum möguleikum í svonefnda heimtöku- seðla sína og geta Íslendingar nú keypt sér margrétta máltíðir til að njóta heima. Víðir varð vondur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var harðorður á upplýsingafundi almannavarna á mánudag þar sem hann ræddi um framkomu nokkurra viðskiptavina verslana við starfsfólk. Nú er verslunum gert skylt að fram- fylgja grímuskyldu og hafa einstaklingar í nokkrum undan- tekningartilvikum brugðist ókvæða við og tekið út reiði sína á starfsmönnum sem hafa sér þó ekkert til saka unnið. Víðir sagði slíka framkomu með ólíkindum. Allir séu að vinna í sam- einingu að sama markmiði núna og starfsfólk sem sé gjarnan fólk í yngri kantinum eigi slíka framkomu ekki skilið. Nakin hjá Nova Fjarskiptafyrirtækið Nova vakti athygli fyrir nýja auglýsingu þar sem fyrirtækið auglýsir nýja þjónustu sína við eigendur snjallúra. Í auglýsingunni var allt látið flakka og mannslíkam- inn fékk að njóta sín í allri sinni dýrð, kviknakinn. Með aug- lýsingunni og nýja úrræðinu vill fyrirtækið hvetja til minni símanotkunar sem og vitundarvakningar um geðheilbrigði og jákvæða líkamsímynd. Auglýsingin hefur vakið mikla athygli og þrátt fyrir að fáir auglýsendur hafi farið þessa leið þá þykir framtakið vel heppnað og smekklegt. Brutu sóttvarnareglur Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli með pompi og prakt síðastliðinn föstudag og brutu með athæfinu sóttvarnareglur, en fleiri en tíu einstaklingar voru þar samankomnir og gættu ekki að tveggja metra reglu. Fögnuðurinn var harðlega gagn- rýndur opinberlega og hefur knattspyrnuliðið sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni. Eldri borgarar í COVID Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, mætti á upp- lýsingafund almannavarna á miðvikudag og brýndi fyrir eldri borgurum og aðstand- endum að huga vel að nær- ingu og hreyfingu í COVID-19 faraldri. Eins eru eldri borg- arar hvattir til að nýta sér tæknina til að verja tíma með fjölskyldu með myndsímtölum og eins var óskað eftir fleiri sjálfboðavinum sem eru tilbúnir að vera Símavinir eða Heimsóknarvinir. 1 Sjáðu myndbandið – Vildi ekki setja á sig grímu í Bónus – „Þessi grímuskylda er að taka súrefni af fólki“ Íslenskur karl- maður birti myndband á Facebook þar sem hann skammaðist í starfs- manni Krónunnar fyrir að framfylgja grímuskyldu. 2 Heiðrún útskýrir skjalamálið og hjólar í Gísla Martein – „Hann hlýtur að stíga fljótt fram og biðjast afsökunar“ Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, var ósátt við Gísla Martein Baldursson, þáttarstjórnanda Vikunnar á RÚV. 3 Erlend kona segist ráð-þrota á götunni: Íslenski eiginmaðurinn hafi trompast þegar framhjáhald við nágrannann kom í ljós – „Hann hótaði að drepa okkur“ Kona frá Marokkó segir íslenskan eiginmann sinn hafa hótað sér og elskhuga sínum lífláti og hent henni út á götuna. 4 Manstu eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 9 árum seinna Thylane Lena- Rose Blondeau fór að sitja fyrir fimm ára og var kölluð „fallegasta stúlka veraldar“. Hún er í dag 19 ára gömul og starfar sem fyrirsæta. 5 Stefán í Dimmu segir illa farið með vin sinn – „Manni verður óglatt, þetta er svo ógeðslegt“ Stefán Jakobsson tók í vikunni upp hanskann fyrir ónafngreindan vin sem skuldar meðlag þrátt fyrir munn- legt samkomulag við barnsmóður um að meðlag skyldi ekki innheimt. 6 Elísabetu Guðmunds-dóttur lýtaskurðlækni sagt upp störfum Lýtaskurðlækninum Elísabetu Guðmundsdóttir var sagt upp störfum á Landspítalanum. Telur hún uppsögnina eiga rætur að rekja til viðhorfs hennar til COVID-19. 7 Sængurgjafaveisla frá helvíti – Sannaði að eiginkonan væri ólétt eftir annan karlmann Karl- maður sýndi gestum sængurgjafa- veislu myndskeið af eiginkonu sinni og elskhuga koma saman úr sturtu. Í þessari áhugaverðu, óvenjulegu og fallegu bók fjallar Gísli Pálsson um geir- fuglinn, fuglinn ófleyga sem varð eins konar tákn tegunda í útrýmingarhættu. „... allt í senn spennandi frásögn um áhugavert fólk og tíma, kennslustund í sögu og hrollvekja.“ ÁRNI SNÆVARR, BLAÐAMAÐUR DULARFYLLSTI FUGL ÍSLANDS? LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–16 4 FRÉTTIR 6. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.