Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 38
38 SPORT 433
Heimir Guðjónsson hefur átt magnaðan feril sem þjálfari og er hvergi nærri hættur. MYND/ANTON BRINK
V alur varð Íslands-meistari í knattspyrnu karla um síðustu helgi,
þegar KSÍ ákvað að hætta
leik á Íslandsmótunum vegna
kórónaveirunnar. Reglugerð
sambandsins frá því í sumar
gaf sambandinu tækifæri til
að slaufa mótunum og krýna
sigurvegara.
Valur er verðskuldaður Ís-
landsmeistari í karlaflokki
en liðið hafði mikla yfirburði
í allt sumar. Snögg endalok Ís-
landsmótsins eru þó vonbrigði
fyrir Valsara, liðið hafði
mikla möguleika á því að slá
stigametið í efstu deild og að
vinna bikarkeppnina, þar sem
liðið var komið í undanúrslit.
Sammála KSÍ
Heimir Guðjónsson snéri
aftur í íslenska boltann fyrir
tímabilið og gerði Val að Ís-
landsmeisturum í fyrstu til-
raun. Þessi þrautseigi þjálfari
hefur nú sjö sinnum fagnað
sigri í efstu deild á Íslandi
sem þjálfari, hinir sex sigr-
arnir komu sem þjálfari FH,
en hann var rekinn úr starfi
sínu þar árið 2017 og hélt til
Færeyja í tvö ár.
Heimir vann efstu deild í
Færeyjum í fyrstu tilraun
sem þjálfari HB. „Auðvitað
vildu allir klára þetta á vellin-
um, það er ekki spurning. Það
hefði verið besta leiðin ef það
hefði verið hægt að fara hana
en ég var sammála KSÍ að láta
þetta gott heita. Að mínu mati
var ekki stætt á því að spila
áfram í ljósi þeirrar óvissu
sem ríkir. Þetta var mjög góð
ákvörðun KSÍ, þetta var þungt
eins og þetta var orðið. Leik-
menn hefðu þurft að fá að æfa
í tvær vikur áður en það yrði
spilað aftur, þá ertu kominn
inn í desember og mikið af
hlutum sem eru komnir inn í
þetta. Mér fannst þetta orðið
gott í bili,“ sagði Heimir, um
stöðu mála og þá ákvörðun að
klára ekki mótin.
Þó að Heimir sé sáttur við
ákvörðun KSÍ var gulrót í
boði fyrir lærisveina hans,
dauðafæri á að slá stigamet
KR og vinna tvöfalt, sem
hefur reynst liðum erfitt síð-
ustu ár. „Auðvitað hefðum við
viljað spila ef aðstæður hefðu
verið betri, það var fullt af
hlutum sem við hefðum getað
afrekað. Að vinna tvöfalt,
stigametið og svo markadæmi
líka. Það er miður að það hafi
ekki verið hægt, en það kemur
ár eftir þetta ár.“
Yfirburðirnir komu á óvart
Valur, sem hafði verið með sig-
ursælt lið undir stjórn Ólafs
Jóhannessonar, rann á rass-
inn sumarið 2019 og var ekki
nálægt því að vinna deildina,
þrátt fyrir það var liðinu spáð
titlinum af öllum helstu sér-
fræðingum fyrir mótið. Í að-
draganda mótsins var Heimir
hissa á því að liðinu væri
spáð sigri. „Þessir yfirburðir
koma á óvart, ég verð bara að
viðurkenna það. Mér fannst
við langbestir og leikirnir á
móti liðunum í öðru og þriðja
sæti í sumar sanna það. Við
vinnum FH í Kaplakrika 4-1,
höfðum gríðarlega yfirburði.
Stjarnan í Garðabænum, erf-
iður útivöllur og við skorum
fimm mörk í fyrri hálfleik.
Þetta var sannfærandi, ég átti
von á meiri mótspyrnu. Á móti
kemur að þetta voru skrýtnir
tímar, menn voru að hætta og
byrja aftur. Það spilaði ein-
hverja rullu eflaust.“
Svaf ekki í tvo daga
Valur hikstaði í upphafi móts,
tap gegn KR í fyrstu umferð
og skellur á heimavelli gegn
ÍA í fjórðu umferð, voru einu
tapleikir Vals í átján leikjum.
„Tapið á móti KR í fyrstu
FULLKOMIN ENDURKOMA HEIMIS
Heimir Guðjónsson snéri aftur í íslenskan fótbolta eftir stutt stopp í Færeyjum.
Þessi magnaði þjálfari tók við þjálfun Vals síðasta vetur og varð Íslandsmeistari
á fyrsta ári á dögunum, þegar KSÍ blés öll Íslandsmót af vegna kórónaveirunnar.
6. NÓVEMBER 2020 DV
Hörður Snævar
Jónsson
hoddi@433.is
umferð var erfiður biti að
kyngja, ég held að ég hafi ekki
sofið í tvo daga eftir þann leik.
Mér fannst KR komið miklu
lengra en við sem lið á þeim
tímapunkti, svo er það tapið á
móti ÍA. Það var niðurlæging
og algjör skandall. Þú tapar
ekki svona á heimavelli og
við breyttum liðinu eftir þann
leik. Menn áttuðu sig á því að
það þarf að gera hlutina sam-
an, þá fóru hlutirnir að ganga
betur fyrir okkur. Í framhaldi
af þessu tapi gegn ÍA þá litum
við aldrei til baka. Það voru
ekki nein töfrabrögð, menn
þurftu bara að gera hlutina
betur saman. Það er mikil-
vægt að halda ró sinni þegar
hlutirnir eru ekki að ganga
upp og vinna í þeim á æfinga-
svæðinu.“
Valur vann alla níu úti-
leiki sína en tapaði tveimur
á heimavelli, á tímum CO-
VID-19 hefur forskotið, sem
heimavöllurinn á að vera,
horfið. Færri áhorfendur og
stundum engir. „Ég hafði ekki
mikið spáð í þessu svona, við
töluðum um það í sumar að
við erum ekki ánægðir með
gengi liðsins á heimavelli. Við
viljum að heimavöllur okkar
sé alvöru vígi, að hingað séu
lið smeyk við að koma og
spila. Það tókst ekki í sumar
en á móti kemur að við stigum
ekki feilspor á útivelli, það er
jákvætt.“
Frábært að koma
aftur heim
Valsmenn verða í Meistara-
deild Evrópu á næsta ári
og skoða nú hvað skal gera
er varðar styrkingu á leik-
mannahópnum. „Mótið var
að klárast og nú förum við
að setjast niður og fara yfir
þetta. Auðvitað viljum við á
næsta ári standa okkur vel í
Evrópukeppninni. Forsendan
fyrir því að ná árangri í Evr-
ópu er að vera góðir yfir sum-
arið hérna heima í deildinni.
Þá kemur sjálfstraustið og
menn eru þá klárir í Evrópu-
leiki, þeir leikir eru alla jafna
talsvert erfiðari en leikirnir í
deildinni hérna heima,” sagði
Heimir, sem er ánægður með
endurkomu sína í íslenska fót-
boltann.
„Það er alltaf gaman að
koma til baka og Valur er
frábær klúbbur til að starfa
fyrir. Það er vel staðið að
öllum málum, vel hugsað um
leikmenn og þjálfara. Það er
flott fólk að starfa í kringum
félagið, við þurfum að vera
ánægðir með uppskeruna. Það
má samt gera betur og það er
bara að æfa vel í vetur og gera
betur á næsta ári.“ n
Mér fannst
við lang-
bestir og
leikirnir á
móti liðunum
í öðru og
þriðja sæti í
sumar sanna
það.