Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 8
SELDU KYNLÍFSDAGATÖL FYRIR 75 MILLJÓNIR Íslendingar virðast hafa sérstakan áhuga á dagatölum sem inni- halda hjálpartæki ástarlífsins. Svo er komið að þær verslanir sem selja jóladagatöl með kynlífshjálpartækjum hafa flestar selt öll sín dagatöl og trónir Blush.is á toppnum, eftir að hafa selt 3.000 dagatöl. Dagatölin náðu varla í a lmen na sölu . Kannski svona 500 eintök en allt annað var for- pantað,“ segir Gerður Arin- bjarnardóttir eigandi Blush. is. Verslun Gerðar hefur selt jóladagatöl sem hressa kyn- lífið við síðustu sex ár og hafa þau alltaf selst upp. „Það hafa þó aldrei selst eins mörg og í ár. Í heildina höfum við selt 3.000 stykki og voru þau öll búin 1. nóvember og er ekki von á fleirum, þar sem þau eru uppseld hjá birg- inum okkar í Hollandi.“ Daga- talið kostar 24.900 krónur og hreinlega flaug út. Um tölu- verða aukningu er að ræða, en í fyrra seldust 1.200 daga- töl hjá Blush.is. Gerður segir að á köflum hafi dagatalið jafnvel verið of vinsælt, þar sem pör hafa ætlað að gleðja hvort annað og bæði keypt dagatalið. „Það er í nokkrum tilfellum að einn aðilinn ætlar að koma hinum á óvart, svo að báðir aðilar hafa keypt. Sum pör eru greinilega mjög samstíga,“ segir Gerður og hlær. „Ef dagatalið er óopn- að má skila því, svo það er ekki vandamál,“ bætir hún við. Borga starfsfólki þrettánda mánuðinn Gerður segir áhuga Íslendinga mikinn. „Við erum að kaupa 10% af því sem er framleitt fyrir Evrópumarkað af okkar birgja, svo við hljótum að selja mjög mikið miðað við höfða- tölu.“ Líkt og fram hefur komið hefur sala á hjálpartækjum ástarlífsins aukist í heims- faraldrinum svo um munar. „Almennt hefur Blush verið að auka söluna um 15% á ári, en við sjáum fram á hátt í 30% aukningu í ár. Það er brjálað að gera og unnið fram á nótt. Þetta er langstærsta árið okkar frá því að verslunin var stofnuð fyrir hátt í 10 árum síðan. Við erum líka mjög heppin með starfsfólk, sem hefur þurft að útvega sér pössun vegna skólalokana og bregðast við á ýmsan hátt með tilheyr- andi fórnum vegna COVID. Við borguðum þeim þrettánda mánuðinn í laun, enda hefur starfsfólkið okkar staðið sig frábærlega,“ segir Gerður og leggur áherslu á að velgengni fyrirtækisins nái til starfs- fólks. Breytt viðhorf Gerður segist finna fyrir mik- illi viðhorfsbreytingu til kyn- lífstækja. „Við höfum verið að einblína á annan markað en aðrir og vöndum vöruúr- valið og að vörurnar séu ekki að særa blygðunarkennd fólks. Að pakkningarnar séu við hæfi og verslunin sjálf sé þannig uppsett. Auðvitað eru til dæmis einhverjir sem vilja kaupa analpumpur en það er þá kannski vara sem á heima frekar í netverslun,“ segir Gerður, sem segist skilja að hluti sem tengjast símum og öppum, þannig að hægt er að tengja tækið við símann og síminn verður þá eins og fjar- stýring. Eldri hópurinn og fólk sem er að versla í fyrsta sinn, er meira að kaupa egg til að örva snípinn og titrara sem er mini malískur í útliti.“ Gerður segir hóp viðskiptavina vera mun breiðari en hún bjóst við þegar hún opnaði verslunina og stærsti kúnnahópurinn sé á aldrinum 30-55 ára. „Ég hélt að mest yrði um að fólk á aldr- inum 18-35 ára myndi versla sér kynlífstæki, en svo er nú aldeilis ekki.“ n Gerður segir hlýlegt viðmót og snyrtilegar pakkningar skipta sköpum. MYNDIR/AÐSENDAR Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Það er brjálað að gera og unnið fram á nótt. Þetta er langstærsta árið okkar. MOKSELST Dagatalið vinsæla mun að öllum líkindum framkalla mörg þúsund fullnægingar hérlendis, en það kostar 24.900 krónur og var upp- selt 1. nóvember. 3.000 eintök seldust hérlendis, sem er 10% af allri framleiðslu fyrir Evrópumarkað. það henti ekki öllum að versla í versluninni sjálfri, enda fari mesta salan fram á netinu. Það sé þó vissulega upplifun að mæta á svæðið og fá ráðgjöf og sjá vörurnar. Hún segir að í augnablikinu sé mesta salan í paravörum og spilum. Aðspurð hvort að fólk sé að versla mismunandi vörur eftir aldri segir hún að hún finni ekki mun á því á hvaða aldri fólk sé. „Það er algengast að fólk sé að kaupa einfaldar vörur þegar það er að versla í fyrsta sinn. Yngri hópur- inn er að kaupa tæknilegri 8 FRÉTTIR 6. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.