Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 26
JÓLADAGATÖL SEM FÁ FULLORÐNA TIL AÐ TITRA AF EFTIRVÆNTINGU Ef buddan leyfir er ærin ástæða til þess að gera vel við sig í dimmum desember. Þeir flippuð­ ustu gætu jafnvel brugðið á það ráð að opna dagatalið í nóvemb­ er til þess að létta lund. Enginn er of fullorðinn fyrir daglegan glaðning, en þeir sem vilja virkja hugmyndaflugið og dúlla heima fyrir geta einnig gert heimatilbúið dagatal, sem ekki gleður minna. 26 FÓKUS 6. NÓVEMBER 2020 DV BALMAIN HÁRVÖRUR Balmain Paris Hair Couture byggir á langri sögu hátísku en Balmain Paris eitt fremsta og þekktasta tískuhús í heimi og t.d. í miklu uppáhaldi hjá Kardashian-genginu. Þetta dagatal er því byggt á hátísku og lúxus og er hannað með anda hins fræga næturlífs Parísar í huga. Dagatalið inniheldur 10 fornar byggingar Parísar og inniheldur hver bygging lúxusvöru í fullri stærð. Dagatalið fæst á hárgreiðslustofum, beautybar.is og sapa.is Verð: 38.000 kr. L´OCCITANE HÚÐVÖRUR Jóladagatölin frá Ĺ Occitane seljast alltaf upp og er lúxusdagatalið nú þegar uppselt. Klassíska dagatalið er enn til í einhverju magni og inniheldur alls kyns gúmme laði í ferðastærð svo sem handáburð, möndlu- olíuna unaðslegu og hárvörur svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert plast notað við gerð dagatalsins, sem er því umhverfisvænt og sparar fyrirtækið um 22,5 tonn af plasti við þennan gjörning. Verð: 8.990 kr. WALLY & WHIZ VÍNGÚMMÍ Hér er á ferðinni dagatal fyllt með handgerðu dönsku víngúmmíi sem framleitt er án ónáttúrulegra litar-, bragð- og aukefna. Virkilega fallega hannað dagatal en umbúðirnar má endurnýta og fylla með gúmmelaði að ári. Dgatalið seldist upp á methraða en von er á annarri sendingu í Epal. Verð: 5.500 kr. MYNDIR/AÐSENDAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.