Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 32
Tandoori-kjúklingur með kúskússalati og límónusósu Fyrir 5 kjúklingabringur (u.þ.b. 800 g) ½ tsk. salt og smá hvítur pipar 4 msk. tandoori-krydd 2 msk. góð grænmetisolía Kúskússalatið góða 5 dl vatn 2 msk. ólífuolía ½ tsk. flögusalt 2 ½ dl kúskús ½ laukur 2 hvítlauksgeirar 1 rautt chili ½ gúrka 1 avókadó 1 msk. sítrónusafi 1 dl saxaður graslaukur (má setja vorlauk) 1 dl kóríander, saxað 2 tsk. sesamolía 2 msk. ólífuolía Límónusósa 1 sítróna, safi 1 límóna, safi 2 dl rjómaostur Skerið kjúklingabringurnar í jafnstóra bita. Stærðin skiptir ekki höfuð máli en ef þeir eru jafn stórir eru þeir gegnsteiktir á sama tíma og þá er ekki hætta á að sumir bitar verði of- steiktir og aðrir of lítið steiktir. Setjið tandoori-krydd og salt og pipar í djúpan disk og veltið kjúkl- ingabitunum upp úr því. Hellið olíu á pönnu og steikið bringurnar á pönnunni við meðalhita þannig að þær brúnist jafnt að utan. Setjið u.þ.b. ½ dl af vatni á pönn- una, setjið lokið á og lækkið hitann og látið bringurnar eldast í gegn eða þar hitamælir sýnir 65°C kjarnhita. Þetta gæti tekið um það bil 20 mín- útur. (Ef þú átt ekki kjarnhitamæli getur þú prófað að skera einn bita í sundur til að fullvissa þig um að hann sé hvítur í gegn). Setjið 5 dl vatn í pott ásamt 2 msk. af ólífuolíu og 1 tsk. af salti og látið suðuna koma upp. Takið af hitanum, setjið kúskús út í, blandið saman og setjið lokið yfir. Látið standa í 5 mínútur. Saxið lauk í þunnar ræmur, merjið hvítlaukinn létt með hnífnum og saxið smátt. Skerið chili í tvennt og skafið fræin úr og saxið smátt. Flysjið gúrkuna með kartöfluskrælara og skerið í tvennt. Skafið fræin inanan úr með teskeið og skerið gúrkuna í litla teninga. Blandið kúskúsgrjónunum og græn- meti saman. Skerið avókadó í bita, setjið þá út í og kreistið smá sítrónusafa yfir ( það kemur í veg fyrir að avókadóið verði dökkt að lit í salatinu). Saxið graslauk og kóríander og hrærið létt saman við ásamt ólífu- og sesamolíu. Setjið allt sem á að fara í sósuna í matvinnsluvél og maukið saman. Leggið salatið á diska eða eitt stórt fat. Raðið kjúklingabitunum ofan á og berið fram með límónusósunni. Ef tími vinnst til skelli ég í Naan brauð. Matseðill Heiðu Bjargar Morgunmatur Byrja daginn á kaffi og hafra- jógúrt með múslí. Hádegismatur Ég borða yfirleitt í vinnunni og þá það sem mér líst best á, hvort sem það er spennandi salat eða heitur heimilismatur, þar er alltaf í boði grænmetisréttur. Millimál Kaffi. Mér finnst líka gott að fá mér ávexti, möndlur, rúsínur eða aðra þurrkaða ávexti ef mig vantar orku. Ef ég er á fundi á ég það nú til að fá mér kanelsnúð eða kleinu. Kvöldmatur Elda heima, eitthvað sem helst flestum finnst gott. Við eldum nokkuð oft fiskrétti, vegan spag- hetti bolognese, lasagna og ann- að ítalskt, því Sólkatla mín elskar það, meðan hin börnin eru meira í þessu kryddaða og sterka. Þannig að indverskur pottréttur og hrísgrjón eða steiktar núðlur með grænmeti eru líka of t á borðum heima. Eldaði indverska matreiðslu- bók frá upphafi til enda Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Hún er einnig menntuð í næringarfræði og hefur gefið út þó nokkrar matreiðslubækur. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is D agar Heiðu Bjargar eru fjölbreyttir og er dagskráin yfirleitt frekar þétt. Henni finnst mikilvægt að ná að borða kvöldmat með fjölskyldunni og er það sá tími dagsins sem allir leggja frá sér símana og setjast niður saman. Áhugasöm um mataræði Heiða Björg er menntuð í nær- ingarfræði og þegar hún var ung hafði hún mikinn áhuga á ólíku mataræði og prófaði ýmislegt í þeim efnum. „Í dag er ég kannski einhvers konar „flexitarian“, þó ég borði í sjálfu sér allt nema svínakjöt og þorramat þá borða ég mest úr jurtaríkinu, enda er það hollast og best fyrir okkur og umhverfið,“ segir hún og bætir við að góðir fiskréttir séu þó það besta sem hún fær. „Næringarfræðin kenndi mér að boð og bönn eru ekki endilega málið og að það er mikilvægt að borða fjöl- breyttan mat og ríkulega úr jurtaríkinu og ég fylgi því og finnst það bæði bragðbest og mér líða best af því. Aðalat- riðið er að njóta matarins og ekki líta á það að borða neinn mat sem synd, eða eitthvað sem maður á að skammast sín fyrir. Ef mig langar í köku þá fæ ég mér hana og nýt hvers einasta bita. Mér finnst mikil- vægt að við horfum þannig á mat almennt. Svo er ég smá dellukelling og ég get dottið inn í að kynna mér matar- menningu einhvers lands til hlítar og prófa þá alls konar. Einu sinni eldaði ég indverska matreiðslubók frá upphafi og ferðaðist þannig um þetta risastóra, fjölbreytta land og það er með því skemmtileg- asta sem ég hef gert. “ Eldhúsið griðastaður Heiða Björg segir að henni líði eiginlega alltaf best í eld- húsum. „Enda alin upp í stórri fjölskyldu þar sem eldhúsið var miðpunktur tilverunnar,“ segir hún. Hún var ung þegar hún lærði að elda mat og stýrði einu stærsta eldhúsi landsins um árabil. Hún hefur einnig skrifað tvær uppskriftabækur og starfað sem matarblaða- kona fyrir blöð og tímarit. n Heiða Björg er þúsundþjalasmiður og snillingur í eldhúsinu. MYND/STEFÁN MYND/AÐSEND 32 MATUR 6. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.