Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 11
sig. Mér finnst ég hafa verið fjarlæg sjálfri mér á ákveðn- um tíma í lífinu en ákvað svo að axla ábyrgð á sjálfri mér, eiga stefnumót við sjálfa mig og sinna sjálfri mér.“ Hún segir að hennar eigin ferðalag til þroska og um- breytinga hafi í raun byrjað um áratug fyrr þegar hún byrjaði í Háskólanum í Reykjavík. „Það var þá sem ég fattaði að ég var frumkvöð- ull,“ segir Margrét sem þá var komin hátt á fertugsaldur. „Ég hafði verið að vinna hjá opin- berri ríkisstofnun og skildi ekki af hverju ég var alltaf með kúlu á enninu. Þarna upp- götvaði ég að það var því ég passaði ekki inn í kassann. Í HR fékk ég frjálsar hendur og frjóan jarðveg og vinnan var eins og frjór blómsturpottur fyrir mig. Ég bjó til spænsk- íslenska /íslensk-spænska orðabók, stofnaði alþjóða- svið skólans og ásamt öðrum meistaranám í alþjóðavið- skiptum. Ég fór síðan í MBA- nám þar sem ég tók kúrs um frumkvöðla og áttaði mig þá á minni eigin frumkvöðlavinnu í gegn um árin. Í MBA-nám- inu fór ég að vinna með sjálfa mig og varð alltaf jákvæðari og bjartsýnni.“ Hér kemur blaðamaður með þá athugasemd hversu magnað það sé að uppgötva seint á fertugsaldri að maður sé frumkvöðull en Margrét skellir upp úr: „Þetta heitir að vera seinþroska!“ Fullt hús af alþjóðlegum gestum Um tvítugt flutti Margrét í Margrét hefur lengi hvatt aðrar konur áfram og kom það því á óvart þegar hún hafði efasemdir um sjálfa sig. Við Breiðholtsvillingarnir svokölluðu upplifðum að við þyrftum alltaf að sanna okkur þrefalt á við aðra. Vesturbæinn í Reykjavík þar sem hún hefur alið manninn flest ár sín á Íslandi. Heimili hennar hefur almennt verið afar alþjóðlegt og alltaf pláss fyrir alþjóðlega gesti. Eftir skilnaðinn fór hún þá leið að leigja út herbergi með fæði til að halda húsinu og var þá oft margt um manninn. „Ég var um tíma með eina úr Vestmannaeyjum, einn hálf- spænskan og eina kínverska. Synir mínir þurftu stundum að spyrja: „Mamma, hver er þetta?“ Þeir, sem finnst óþægilegt að tala ensku, hafa í gegn um tíðina forðast að koma óboðnir í heimsókn því það eru alltaf einhverjir út- lendingar á heimilinu.“ Eða þannig var það. „Alveg þar til ég elti ástina á Siglu- fjörð árið 2017. Þrátt fyrir allt mitt doktorsnám og meistara- nám þá var ekkert sem nýttist mér jafn vel og að hafa búið í þrjú ár á Siglufirði áður en ég flutti á Bifröst.“ Eiginmaður Margrétar er Hálfdán Sveinsson sem á Hótel Siglunes á Siglufirði og rekur hinn margrómaða mar- okkóska veitingastað. „Ég fékk mikinn áhuga á byggða- þróun eftir að ég flutti þangað og fór að skilja landsbyggðina svo miklu betur. Það er ekk- ert sjálfsagt að allt sópist til höfuðborgarsvæðisins, það er verið að gera svo frábæra hluti um landið allt. Ég hef búið um allan heim – í Mexíkó, í Bandaríkjunum, á Spáni – en aldrei hef ég fengið jafn mikið menningarsjokk og þegar ég flutti til Siglufjarðar sem er mjög fyndið. Ég fattaði þá hvað við getum gert mikið fyrir landið okkar. Hvert og eitt okkar getur lagt sitt af mörkum til að halda Íslandi öllu í byggð. Við þurfum fleira fólk inn í landið okkar og við þurfum að dreifa byggðinni. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíð okkar. Það er gott að hugsa um að bjarga heiminum og loftslagsmálun- um en byrjum heima hjá okk- ur og hlúum að öllu landinu þannig að það haldist í byggð. Unga fólkið á erindi út á land.“ Hún stýrði ferðaskrifstof- FRÉTTIR 11DV 6. NÓVEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.