Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 33
Kókosraspaðar kjúklingalundir á vöfflu Kjúklingur á vöfflu er ný og skemmtileg hugmynd, fullkomin brönshugmynd, en gengur einnig vel upp sem kvöldmáltíð. 500 g kjúklingalundir 1 egg 1 dl mjólk 5 msk. hveiti 160 g kókosmjöl salt og pipar 2 tsk. paprikuduft 2 tsk. cumin-duft 2 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. cayennepipar 4 msk. kókosolía til steikingar Byrjið á að hræra saman egg og mjólk í skál, hveitið fer í aðra skál og í þriðju skálina fer kókosmjölið ásamt kryddinu. Hrærið kryddið vel saman við kókosmjölið. Dýfið hverri kjúklingalund í hveiti, þaðan er henni dýft í mjólkur- blönduna og að lokum í kókos- mjölsblönduna, passið að hjúpa kjúklingalundina vel af kókosmjöli. Steikið hverja lund upp úr kókosolíu á vel heitri pönnu þangað til að þær eru gullinbrúnar. Setjið í eldfast form og inn í ofn í um 25 – 30 mínútur við 200 gráður. Una í eldhúsinu Vöfflur 2 egg 1 msk. sykur (má sleppa) 250 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 3 dl mjólk 1 tsk. vanilludropar 80 g smjörlíki Hrærið egg og sykur vel saman. Bræðið smjörlíkið og látið það kólna aðeins áður en því er blandað saman við. Blandið saman hveiti, lyftidufti, vanilludropunum og mjólkinni. Smyrjið vöfflujárnið með smá smjörklípu til að fá stökka áferð á vöfflurnar. Bakið vöfflurnar. Berið fram vöfflu með kjúklinga- lund, ásamt sírópi yfir eða til hliðar. Una Guðmundsdóttir leggur til að fólk ögri bragðlaukunum með þessum nýstárlega og góða rétti. Hann kemur skemmtilega á óvart og virkar bæði sem bröns- réttur eða hluti af kvöldverði. MYNDIR/AÐSENDAR MATUR 33DV 6. NÓVEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.