Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR unni Mundo síðan frá Siglu- firði og var því komin með þriggja ára reynslu af fjar- vinnu fyrir tíma COVID-19. „Það þurfti að vera einn starfsmaður á skrifstofunni, annars gat starfsfólkið bara verið hvar sem er og unnið að heiman. Það sem skipti máli er ekki hvar þú ert heldur að þú náir árangri með þau verk- efni sem þú ert að sinna.“ Átján daga stefnumót Samtals eiga Margrét og Hálf- dán fimm börn, hún þrjá syni og tvö stjúpbörn, sem öll eru komin yfir tvítugt. Og blessuð börnin voru áhrifavaldar að kynnum þeirra. „Ég skildi í mars 2015 og í júní hitti ég systur Hálfdáns sem sagði mér að bróðir hennar hefði ein- mitt líka verið að skilja. Síðan gerist ekkert fyrr en tveimur árum seinna. Þá skráði besti vinur sonar míns mig á stefnu- mótaforritið Tinder og sonur Hálfdáns skráði hann á Tin- der – og við „mötsuðum“. Við töluðum ekki saman í síma eða hittumst fyrr en mánuði seinna þegar við vorum búin að senda hvort öðru alls um þrjú hundruð blaðsíður. Ég var þá hætt að sinna Mundo og hann hættur að sinna hótelinu sínu,“ segir hún, augljóslega alveg bálskotin. „Ég bauð honum þá í te- bolla sem varð að átján daga stefnumóti sem lauk bara því ég þurfti að fara til útlanda. Við hittumst fyrst í sumar- bústaðnum mínum í Borgar- firði. Við erum sannkallaðar tvíburasálir og bæði skemmti- lega hvatvís. Það liðu því bara nokkrir dagar þar til hann kynnir mig fyrir foreldrum sínum og segir að hér sé kom- in konan sem hann ætli að giftast. Ég kynnti hann síðan fyrir pabba. Þetta gerðist allt mjög hratt og hefur verið mikið ævintýri. Ég kikna enn í hnjánum þegar ég sé hann. Það er eins og að vinna í happ- drætti lífsins að kynnast ein- hverjum sem nennir þér eins og þú ert.“ Fyrir heimskonu eins og Margréti gæti margur ætlað að það væri stórt skref að flytja út á land, jafnvel til að elta ástina, en henni fannst þetta aldrei spurning. „Ég hefði líklega hugsað þetta öðruvísi ef ég hefði ekki farið Jakobsveginn fimm- tán sinnum, ef ég hefði ekki fundið næringuna og gleðina sem náttúran hefur alltaf veitt mér. Í þessu COVID-hruni í mars þegar allir voru í panikk var ég bara á gönguskíðum í eyðifirðinum Héðinsfirði. Auðvitað hafði ég áhyggjur því ég vissi að ég var að tapa svakalega miklum peningum þar sem allar ferðir féllu nið- ur en ég náði að njóta stundar- innar þar sem ég var alein á gönguskíðum í tunglskini að horfa á spikfeita rebba fara um hlíðarnar. Þessi náttúru- tenging gaf mér svo mikla orku og heilun. Ég er mikið náttúrubarn í mér og náði að hætta á blóðþrýstingslyfjum eftir að ég flutti á Siglufjörð.“ Og frumkvöðullinn Margrét fór af stað með gönguskíða- námskeið Mundo á þessum frábæra stað. „Fólk fór alveg á gönguskíði á Siglufirði en það voru engin námskeið. Nú eru gönguskíði bara málið og rosa- lega mikið bókað. Stundum fæ ég svolítið góðar hugmyndir,“ segir hún og kímir. „Stundum kemur þú inn í nýtt umhverfi, kemur með þínar hugmyndir og nærð að skapa.“ Ræturnar í Borgarfirði Þá voru það lítil viðbrigði að flytja á Bifröst en þar liggja rætur Margrétar. „Pabbi er fæddur hér í Borgarfirðinum, í Fljótstungu á Hvítársíðu. Mamma kom í Borgarfjörð- inn sem kennslukona og hér kynntust þau. Ég er því komin í fótspor mömmu og pabba. Maðurinn minn núverandi er líka úr Borgarnesi þannig að ég tengist samfélaginu sterkt. Fyrsta morguninn sem ég fór út að hlaupa í morgunsólinni á Bifröst heyrði ég hamars- högg. Þarna voru þá komnir smiðir sem voru að vinna hjá móðurbróður mínum í Borg- arnesi og ég þekkti pabba þessara ungu smiða. Ég er komin á stað sem skiptir mig miklu máli og ég vil byggja samfélagið á Bifröst upp þannig að það tengist út allan Borgarfjörðinn.“ Hún segir Háskólann á Bif- röst hafa þá sérstöðu að þar nemi margir af landsbyggð- inni sem búi svo áfram í sinni heimabyggð eftir útskrift. „Þeir sem fara af lands- byggðinn í háskóla í Reykja- vík ílengjast þar oft. Bifröst skiptir því miklu máli fyrir byggðaþróun í landinu og er ótrúlega merkilegur háskóli upp á það að gera. Fyrir þá sem kjósa fjarnámið þá er það umhverfisvænt og fer vel með tíma þinn þar sem það sparar ferðir til og frá skóla. Þú getur hlustað á fyrirlestra á meðan þú ferð í gönguferð eða horft á þá um leið og þú eldar kvöldmatinn. Hér eru kennarar með mikla reynslu og þekkingu af fjarkennslu og finnst gaman að kenna á þann hátt.“ Meistaranám í forystu og stjórnun, viðskiptalögfræði og menningarstjórnun er meðal þess sem hefur notið hvað mestra vinsælda meðal nemenda. Nú á haustönn var bryddað upp á þeirri ný- breytni að taka á móti nem- endum á miðri önn en annir á Bifröst skiptast í lotur þannig að hæg voru heima- tökin. „Þúsundir hafa misst vinnuna síðustu mánuði. Við ákváðum að sýna samfélags- lega ábyrgð, taka á móti nem- endum beint inn í seinni lotu annarinnar og það mæltist afar vel fyrir. Það skiptir máli fyrir fólk á krossgötum að hafa val um að fara í nám og gera eitthvað uppbyggilegt.“ Metfjöldi nemenda Hún segir metfjölda nemenda við skólann í vetur og aldrei fleiri í meistaranáminu. Þá er nú í fyrsta skipti boðið upp á diplómanám í skapandi grein- um. Þetta er hagnýtt nám þar sem lögð er áhersla á að læra með því að koma skapandi hugmyndum og verkefnum í framkvæmd. „Nemendur koma þá inn með hugmynd – kannski að bók sem þá langar að skrifa eða fyrirtæki sem þá langar að stofna – vinna að hugmyndinni í heilt ár og fá námskeið fyrir hvert þrep í ferlinu. Í lokin er hugmyndin fædd. Það er allt of algengt að við látum ekki drauma okkar rætast. Hér breytum við því.“ Næsta haust verður boðið upp á nýtt meistaranám í því sem hefur verið kallað áfalla- stjórnun, eða „master of dis- aster“. Margrét segir þetta einstaklega viðeigandi eftir hið mikla hamfaraár 2020 en námið er skipulagt í sam- starfi við ríkislögreglustjóra, Rauða krossinn, Landsbjörg og Slökkviliðið, meðal ann- arra. „Þetta ár byrjaði með óveðri og rafmagnsleysi víða um land. Það var síðan bara byrjunin,“ segir hún. Mamma í vegagerð Margrét segir sig búa að því að hafa alist upp með fyrir- myndir sem létu til sín taka í samfélaginu. „Mamma var ein af þeim sem stóðu að kvenna- frídeginum, fór í leiðsögunám, öldungadeildina, háskólann og vann úti. Hún var af fyrstu kynslóð íslenskra kvenna sem voru alltaf í vegagerð, alltaf að búa til nýja vegi og fara gegn almenningsálitinu. Það getur verið erfitt en líka skemmtilegt.“ Synir Margrétar hafa ekki síður verið óhræddir við að feta eigin brautir. Tveir þeirra, Snorri og Bergþór Mássynir, halda úti hinum vinsæla hlaðvarpsþætti Skoð- anabræður þar sem þeir fara ekki í grafgötur með skoðanir sínar. Snorri er blaðamaður á Morgunblaðinu og Bergþór umboðsmaður hljómsveita og með útvarpsþátt um rapp. Hann er við það að hefja nám í fjölmiðlafræði. Þriðji bróðirinn er Ari sem býr í Ástralíu og talar tíu tungumál. „Hann var að vinna sem landvörður fjóra mánuði á ári og ferðaðist þess utan um heiminn og lifði á loftinu.“ Margrét var svo ekki svikin um stjúpbörn en Sveinn Gunn- ar starfar sem sálfræðingur og Kristín er í mastersnámi í CBS. Og hún er bara nokkuð stolt af þessum krakkaskara. „Ég vona að mér hafi tekist að gefa þeim hugrekki til að láta bara vaða. Ég held að þau hafi fengið skýr skilaboð frá foreldrum sínum um að láta muna um sig í lífinu. Það er allt í lagi að bulla stundum og allir gera fullt af mistökum. En láttu muna um þig. Það er hægt að velja það að læðast um en ég vona að þetta hafi verið gjöfin til þeirra. Að láta muna um sig í lífinu.“ n Margrét lét verkin tala og stofnaði ferðaskrifstofuna Mundo tíu dögum eftir að hafa misst vinnuna. 6. NÓVEMBER 2020 DV Góður stjórnandi lyftir öðrum upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.