Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 18 daga stefnumót og ævintýri alls staðar Heimsborgarinn Margrét Jónsdóttir Njarðvík elti ástina til Siglufjarðar og er nú orðin rektor Háskólans á Bifröst. Í foreldrahlutverkinu hefur hún lagt áherslu á að láta muna um sig í lífinu. M argrét Jónsdóttir Njarðvík tók við sem rektor Háskólans á Bifröst í sumar. Þegar til- kynnt var um ráðningu henn- ar í janúar óraði engan fyrir þeim áhrifum sem COVID-19 ætti eftir að hafa á mennta- kerfið í heild sinni. Á Bif- röst er hins vegar yfir 20 ára reynsla af fjarnámi og þykir skólinn framúrskarandi á því sviði. „Bifröst er algjörlega COVID-klár háskóli og nýtur góðs af því nú,“ segir hún. Það kemur því vart á óvart að þetta viðtal er tekið í gegn um fjarfundarbúnað, Mar- grét á Bifröst og blaðamaður í Reykjavík. Það getur verið erfitt að ná tengslum í gegnum tölvu en persónuleiki Mar- grétar er svo sterkur og af- gerandi að hann nær samt að skína í gegn um vélbúnaðinn. Hún er hlý og hláturmild, per- sónuleg og æðrulaus. Margrét er ekki kona í tómi. Hún lætur um sig muna. Fjölskylda Margrétar var ein af þeim fyrstu sem fluttu í Breiðholtið þegar það var að byggjast upp. „Við bjuggum í Ljósheimum þegar ég fæddist en árið 1968, þegar ég er alveg að verða tveggja ára, flytjum við í Bakkahverfið þar sem ég er alin upp. Breiðholtið hafði ákveðinn stimpil á sér og við Breiðholtsvillingarnir svoköll- uðu upplifðum að við þyrftum alltaf að sanna okkur þrefalt á við aðra. Ég held að úr bekkn- um mínum séum við átta sem eru með doktorsgráður, þrátt fyrir að alast upp í þeirri trú að við værum ekki jafn merkileg og krakkar í öðrum skólum. Bifröst er ákaflega góður skóli en lengi hafa þeir sem ekki sjá dýrðina í fjölbreytni háskólamenntunar í landinu talið sig hafa veiðileyfi á Bif- röst, alveg eins og það var veiðileyfi á krakka úr Breið- holtinu. Þess vegna finn ég að ég á vel heima hér, í háskóla sem er talaður meira niður en nokkur innistæða er fyrir,“ segir Margrét sem hefur átta ára reynslu af störfum hjá Háskóla Íslands og níu ára reynslu af störfum hjá Há- skólanum í Reykjavík. Nú sé kominn tími til að Bifröst njóti sannmælis. Vill leika sjálf í leikritinu Margir þekkja Margréti sem stofnanda og eiganda ferða- skrifstofunnar Mundo. Fyrir- tækið sérhæfir sig meðal annars í þjálfunarferðum íslenskra kennara erlendis, skiptinámi og sumarbúðum ungmenna á erlendri grundu auk þess að annast ráðgjöf í alþjóðamálum. Hún er með doktorspróf í spænsku og bókmenntum frá Princeton University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var lektor í spænsku við HÍ og síðan dósent við við- skiptadeild HR, auk þess að stýra alþjóðasviði skólans. Hvað einkennir góðan stjórnanda? „Góður stjórnandi er góð- ur hlustandi og hann hefur nokkur kíló af hugrekku í sitt- hvorum rassvasanum. Góður stjórnandi lyftir öðrum upp. Hann passar að vera þjónandi og greiða götu fólksins sem hann er að vinna með,“ segir hún sem raunar rímar vel hugmyndafræðina á Bifröst þar sem boðið er upp á nám í þjónandi forystu. Hún stofnaði Mundo 2011 eftir að hafa misst vinnuna. „Tíu dögum seinna var ég búin að stofna Mundo. Fyrst ætlaði ég að vera með styrkjaráðgjöf því ég er góð í að ná í alþjóð- lega styrki en svo fannst mér ekkert skemmtilegt að sækja um styrki nema ég væri sjálf að leika í leikritinu,“ segir hún og hlær. „Ég fór því að hugsa um hvar styrkleikar mínir lægju; ástríða, hæfileikar og menntun.“ Jakobsvegurinn breytti lífinu Margrét kynntist Spáni þegar hún fór sjálf út sem skiptinemi og þá varð ekki aftur snúið. „Ein af mínum bestu vin- konum enn í dag er „mamma“ mín á Spáni. Ef við heyrumst ekki einu sinni í viku, þrjátíu og sex árum síðar, þá heyr- umst við tvisvar eða þrisvar í viku. Við höfum gert svo margt saman í gegn um árin. Ég setti á laggirnar sumar- búðir í gamla þorpinu mínu hjá henni og bjó til skiptinám á Spáni, Þýskalandi, Frakk- landi og Bandaríkjunum.“ Hún situr í stjórn Félags kvenna í atvinnurekstri, hefur lengi hvatt aðrar konur áfram á ýmsan hátt, meðal annars til að stofna fyrirtæki, en viður- kennir að hún hafi sjálf haft efasemdir um Mundo fyrstu tvö árin, eða réttara sagt haft Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is 6. NÓVEMBER 2020 DV efasemdir um sjálfa sig. „Mér fannst ég þurfa að fá mér al- vöru vinnu og þorði ekki að setja alla orkuna mína í þetta verkefni. Mundo tók síðan flugið en ég þurfti að heyra það frá góðri vinkonu að ég ætti að veðja á sjálfa mig. Oft eru stærstu hindranirnar innra með okkur sjálfum. Það tók mig tíma að fá trú á sjálfa mig.“ Meðal þess sem Mundo hef- ur boðið upp á eru ferðir um Jakobsveginn sem Margrét hefur farið fimmtán sinnum, hvorki meira né minna. „Ég fékk fyrst áhuga á honum þegar ég fór út sem skipti- nemi. Allar fallegustu minjar byggingarlistasögu miðalda eru við Jakobsveginn. Ég var alltaf að reyna að draga fyrr- verandi manninn minn með mér á Jakobsveginn en ég fór síðan í fyrsta skipti með nokkurra vikna fyrirvara árið 2012. Ég spurði þá bara á Facebook hver vildi koma með mér og ein vinkona mín var nógu vitlaus til að segja já,“ segir Margrét hlæjandi en snýr sér fljótt að alvörunni. „Þetta var lífsbreytandi fyr- ir mig. Við hjóluðum Jakobs- veginn og gerðum ekkert ann- að en að borða, sofa og hjóla. Þarna var lífið einfaldað niður í þessar grunneiningar og það fer óhjákvæmilega eitthvað magnað af stað í huganum á manni þegar maður skynjar andann á veginum.“ Uppgötvaði að hún var frumkvöðull Margrét var gift í þrjátíu ár og það var skömmu fyrir skilnaðinn sem fyrsta ferðin af fimmtán var farin. Jak- obsvegurinn er ein vinsæl- asta gönguleið heims og er gjarnan tengdur við andlega vinnu. „Við förum öll í gegn um lífskrísur, sumir velja að gera ekki neitt og þær verða að stóru graftarkýli. Margir upplifa ákveðin skil á milli líkama og sálar, tengslaleysi sem myndast þegar við hlust- um ekki á okkur sjálf. Með því að fara Jakobsveginn er eins og maður nái að tengja sig aftur og nái utan um sjálfan Förðun: Elín Reynisdóttir Myndir: Stefán Karlsson Sérstakar þakkir: Blómagallerí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.