Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 2
Vanræksla í sparifötunum V ið eigum að vera góð við náungann, okkar minnsta bróður, mann- réttindi eru góð og vondir hlutir eru vondir. Þetta er heilagur sannleikur sem er predikaður sí og æ af bæði góða fólkinu, vonda fólkinu og fólkinu sem er bara svona la-la. Sem sagt öllum. Við frussum út úr okkur ritz-kexinu og mygluost- unum af hneykslun þegar við heyrum af tilfellum eins og aðstæðum í Arnarholti á Kjalarnesi sem fjallað var um í vikunni þar sem jaðar- settir einstaklingar voru beittir ómannúðlegri meðferð. Meira að segja Svarthöfði gnísti tönnum og fann fyrir þörfinni til að gefa fortíðinni einn vænan gúmoren. Óboð- legt. Eitthvað þarf að gera. Það þarf að rétta þetta ranga og svo framvegis. Skyndi- lega er Svarthöfði risinn úr farsóttarrekkju og sveipaður skikkju réttlætisriddarans. Þvílíkt og annað eins. En Svarthöfði er ofhugsari að eðlisfari og vindurinn var fljótur úr honum þegar hann gerði sér grein fyrir nokkrum staðreyndum. Þótt Arnarholt sé hrylli- legt dæmi um það óréttlæti og vanvirðingu sem þeim sem minna máttu sín var sýnd í gamla daga þá gerðist það samt í gamla daga. Í öðru samfélagi. Þar sem mann- réttindaákvæði stjórnar- skrárinnar voru varla orðin að hugmynd. En óréttlæti og vanvirðandi meðferð á öryrkjum heyrir ekkert sögunni til. Nú hefur hún bara verið klædd í spari- fötin til að hljóta náð fyrir auknum mannréttindakröfum samtímans. Kona sem lenti í því áfalli í byrjun árs að lam- ast fyrir lífstíð má hanga á sjúkrastofnun því sveitarfélag hennar segir ekki fjármagn til að veita henni lögboðna NPA-þjónustu. Kona með MS-sjúkdóminn hefur verið á stofnun í tæpt ár vegna úr- ræðaleysis í húsnæðismálum. Flóknar reiknireglur Trygg- ingastofnunar valda því að öryrkjar fá margir kröfubréf frá þeirri sömu stofnun sem veitir þeim minna en lág- markslaun til að draga fram lífið á. Svarthöfði gæti þulið álíka sögur upp dögunum saman en samt ekki gert grein fyrir þeim öllum. Breytingarnar sem hafa átt sér stað í samfélaginu þau fimmtíu ár frá því sem gerðist í Arnarholti eru í reynd ekki það miklar. Lögum og reglum hefur verið breytt í samræmi við áherslur samtímans á mannréttindi en það er samt enn þannig að stjórnvöld og samfélagið koma eins illa fram við öryrkja og þá sem minna mega sín eins og þeim er mögulega fært. Lágmarks- framkoma og áfram er litið á þennan hóp sem hóp sem á skilið allt það minnsta sem fram er hægt að bjóða. Við erum ekki lengur með fávitahæli en þeir sem eru með fatlanir, skerðingar, skerta starfsorku, fá enn að mæta afgangi. Kannski er það lexían sem Arnarholt getur kennt okkur. Að núna fimmtíu árum síðar séum við loks að gera upp það sem þá átti sér stað. Munu þá öryrkjarnir í dag fá uppreist æru árið 2070. n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Skömmin í símanum A ð bera harm sinn í hljóði er mörgum eðlislægt. Oft virðist fólk þurfa að bíða eftir að mestu erfiðleikarnir séu um garð gengnir til þess að hægt sé að tala um þá. Hættan liðin hjá og þá er hægt að koma henni í orð. Þetta er lærð hegðun. Sem börn tölum við hreint út frá hjartanu og léttum á okkur nema það sé barið niður. Eva Rós Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá Berginu, ráð- gjafarsetri fyrir 25 ára og yngri, segir fjölda ung- menna sem þangað leita ekki fá þessa mikilvægu spurningu í nærumhverfi sínu: Hvernig líður þér? Einföld spurning sem getur svo sannarlega bjargað deginum, vikunni eða lífi þess sem er spurður. Það er galið að við séum svona rög við að spyrja fólkið okkar hvernig því líði. Og sama gildir um svarið. Ef þér líður illa má svo sannarlega segja það. Þú getur orðað það eins pent eins og þú vilt – eða bara látið vaða. Við sjáum dæmi: Hvernig líður þér? „Mér hefur liðið betur.“ „Ég er í kjallaranum.“ „Ég er algjörlega búin/n á því.“ „Mér líður illa.“ „Ég er kvíðin/nn.“ „Ég er hrædd/ur“ „Ég er ekki á góðum stað.“ „Illa. Getur þú hjálpað mér?“ Það er engin skömm í að biðja um hjálp eða viðurkenna vand- ann. Þvert á móti er skömm fólgin í því að rétta ekki út hjálparhönd eða spyrja fólk um líðan þess leiki minnsti grunur á að viðkomandi sé í vanda. Við vitum þetta flest en af hverju bregðumst við ekki betur við? Af hverju er það „vand- ræðalegt“ að beygja af og játa vanlíðan fyrir fólki sem maður treystir? Ég bugaðist um stund í síma við góðan vin. Vin sem ég treysti og finnst gott að tala við. Samt upplifði ég skömm yfir því að hafa sýnt á mér veik- leika. Því ef ég er ekki grjóthörð – hvað er ég þá? Án þess að spyrja vininn þá veit ég hverju hann hefði svarað mjúkum rómi. „Mannleg.“ Á þessum drulluleiðinlegu tímum er ekki rými fyrir skömm yfir því að líða alls konar. Við verðum að treysta hvert öðru og halla okkur upp að samferða- fólki okkar. Nýta samskiptaleiðir sem henta hverju sinni og tala saman. Tilhugsunin um að mikið af eldra fólki sé jafnvel að eyða sínu síðasta ári í stofufangelsi er ömurlega sorgleg. Ég man ekki hvenær ég faðmaði afa minn síðast. Þá er að horfa í það sem við getum þó gert. Talað saman í síma, skrifað bréf, skilið eftir smur- brauð í kassa með kveðju fyrir utan, teikningar frá börnum eða bara fullt af súkkulaði. Ég hef allavega sett djúskúrinn til hliðar í bili og tekið upp símatíma. Já og vikuleg jólaboð fyrir heimilisfólkið. Einkennisbúningur nóvembermánaðar er jólapeysa og hlaupabuxur. Hreyfing og jólakósí kemur manni nær ljósinu. Pre-ventan er hafin og því ekkert til fyrirstöðu að skreyta, hlusta á jólalög, kveikja á kertum og ljósum og borða jólamat. Skæla svo smá í símann ef þannig liggur á manni. Sjúga svo upp í nefið og finna fyrir létti. Þú ert ekki ein/n. n Ég er ekki á góðum stað. UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Íris Ann Sigurðardóttir ljósmyndari og eigandi The Coocoo’s Nest og blómabars- ins Lunu er sannkölluð norn. Hún sér meira en aðrir og deilir hér sínum uppáhalds hlutum til að bæta daginn. 1 Jurta teið frá Tefélaginu Uppáhalds teið mitt og það er koffínlaust þannig að krakk- arnir mínir drekka það líka. 2 Palo Santo ilmur Palo Santo ilmurinn sem fæst á Lunu Flórens er svo ótrúlega róandi og má nota sem hýbýlailm eða ilmvatn. 3 Limoncello Sour kokteill Limoncello Sour er nýr kok- teill hjá okkur með heima- gerðu Limoncello, ótrúlega frískandi, maður getur farið í ferðalag til Ítalíu í höfðinu á sér. 4 Kaffi frá Kraffibrugghúsinu Ég elska að fá nýristaðar baunir frá vinum okkar í hverfinu. 5 Angan kristall andlitsrúllari Kristals-andlitsrúllarinn minn frá Angan felur ein- kennin þegar ég er ósofin, bólgur fara á augnabliki. HLUTIR 2 EYJAN 13. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.