Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR væri stödd í skrifunum, það kveikti á öllum perum hjá henni. Hún var með heilabilun á sjónsviði heilans svo hún var til staðar, hennar innsæi og hennar persónuleiki var til staðar allt fram á síðustu stundu sem var mjög dýr- mætt en auðvitað var mjög erfitt að horfa upp á og fylgja henni í gegnum þetta ferli. Svo mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu á meðan þessi saga var að koma upp úr kafinu.“ Móðir Þóru var hennar helsta hvatning „Hún var algjör gleðigjafi og ég heyri alveg hvað hún hefði sagt: „Er þetta ekki svolítið gaman, máttu ekki vera svo- lítið ánægð með þig?“ Hún gaf mér svo mikið pepp alltaf og ég finn það að þegar fólk er að gefa mér endurgjöf og hrós þá finn ég alltaf fyrir hennar anda því það var svo mikið í hennar anda að byggja fólk upp. Móðurástin í bókinni er líka hennar gjöf til mín að ein- hverju leyti því ég fékk skil- yrðislausan kærleika í mínu uppeldi og í minni vináttu við hana.“ Það kallar fram styrk Eftir móðurmissinn þurfti Þóra að taka sér hlé frá skrif- um því þá tókst hún á við ann- að spennandi verkefni. Þátta- röðina Hver ertu? sem nýlega var sýnd í sjónvarpi Símans. „Ég var mjög heppin að geta vera með þessa sjónvarps- þætti í millitíðinni því það reynir allt öðruvísi á mann heldur en að vera staddur einn heima í dramatískri sögu að skrifa. Mér fannst ég þurfa að ganga aðeins lengur með bókina svo þetta kom sér vel. Á einhvern undarlegan hátt þá líður mér alltaf svolítið vel í sjónvarpsvinnu. Að taka viðtöl við aðra, hlusta á aðra og vera í góðum félagsskap er mjög gefandi og það kallar fram styrk hjá mér. Maður er svo mikið einn þegar maður er að skrifa að það er gaman að fá að vera í gleðinni með öðru fólki. Ég þurfti að taka mér góða pásu frá bókinni af ástæðu en frá svona pásum kemur oft eitthvað svo dýr- mætt og eitthvað sem sagan þarf á að halda.“ Við vinnslu þáttanna fór Þóra í til Angóla í Afríku að kynna sér aðstæður þar. Það veitti henni innsýn í öðruvísi raunveruleika sem rímar að nokkru við veruleika kvenna á tímum Þórdísar Halldórs- dóttur. „Að búa við virkt feðraveldi og í samfélagi þar sem þú situr virkilega ekki við sama borð og karlmennirnir. Eina konan sem sat með karlmönn- unum við veisluborð í Angóla var menntuð. Hinar elduðu og borðuðu í öðru herbergi. Ég fattaði áþreifanlega að svo- leiðis hefði það líka verið hér fyrir nokkuð hundruð árum, svo margt ólíkt frá því sem er í dag. Svo ferðin hafði áhrif á bókina. Að finna gleðina Núna reynir Þóra að einbeita sér að því að finna gleðina þar sem hana er að finna. Og hana er meðal annars að finna í komandi jólum og í drengj- unum hennar tveimur sem eru orkumiklir gleðigjafar. „Ég hugsa oft að það væri þægilegra að vera uppi í sveit. En það er rosalega mikil gjöf að vera með litla drengi í þessu ástandi því það er alltaf fjör. Það er aldrei leiðinlegt. Í gærkvöldi fór ég út í fót- bolta í myrkrinu með fimm ára drengnum og fékk útrás með honum að vera að hlaupa í fótbolta. Það er algjör gjöf að vera með drengi til að knúsa allan daginn. Ég er rosalega þakklát fyrir að vera með fjöl- skyldu nú á þessum tímum. Það er áreiðanlega erfitt að vera einn og kannski tæki- færi að huga svolítið vel að nærumhverfinu, hringja eða veita rafrænan félagsskap eða fara í göngutúra ef fólk er að upplifa einangrun.“ Þóra er í sambúð með Sigurði Guðjónssyni mynd- listarmanni og segir hann hafa veitt henni ómetanlegan stuðning í gegnum skrifin. „Maðurinn minn á allan heiður af því að halda uppi heimilishaldinu. Hann er líka sjálfstætt starfandi listamaður. Við erum með mjög góðan skilning á að styðja hvort annað í gegnum álagstímabil og það er álags- tímabil að klára bók og hann hefur staðið eins og klettur og borið ábyrgð á því að eldri drengurinn fari með nesti í skólann og það sé matur á matmálstímum. Nú er ég á fullu að sinna því að fylgja bókinni eftir og ég hefði ekki fundið næði til að klára bók- ina án hans aðstoðar. Svo ég er mjög þakklát honum. Við hjálpumst mikið að og göng- um í það sem þarf að ganga í. Við höldum enga verkaskipt- ingarfundi, við bara gerum þetta. Svo er það líka svolítið svona þegar maður er með lítil börn að maður þarf bara að hafa gaman af því, eða ég lít svo á. Ekki að vera að drepa sig á að reyna að hafa allt fullkomið.“ Gleðin í aðventunni Nú styttist í jólin og allt sem þeim fylgir. „Ég er bara svolítið að ein- beita mér að því að finna jóla- gleðina í aðventunni og ætla að hafa það bara kósí.“ Aðspurð hvort hún ætli sér, líkt og svo margir á þessum tímum, að taka forskot á sæl- una og skreyta í nóvember hlær Þóra dátt. „Það er reyndar mjög fyndið að segja frá. Yngri strákurinn minn, þriggja ára, fór inn í geymslu og fann þar gervijólatréð og hann smellti því bara upp og setti á það jólakúlur og sagði: „Ég er svo spenntur.“ Kúlunum er náttúrulega bara raðað í einhverja klessu eins og svo oft þegar börn skreyta, en nú hafa þær verið týndar ein af annarri af trénu og notaðar sem fótboltar. Ég sé bara gylltar jólakúlur svífa í loftinu heima. Núna ætla ég svo að gera eitt sem ég hef ekki gert áður en það er að setja útiseríur í tré, við erum með stór tré í garðinum. Það er svo kósí að keyra um í myrkrinu og sjá jólaljósin. Sérstaklega í þessu ástandi núna.“ Að stoppa og finna til Fyrir þá lesendur sem eru að glíma við sorg og missi vill Þóra deila þeirri nálgun sem hjálpaði henni í gegnum hennar sorg. „Það eru náttúrulega marg- ir að fara inn í jól núna sem verða þau fyrstu án ástvina því COVID er búið að taka ansi mörg mannslíf. Kannski því ég er búin að ganga í gegnum þetta, fara í gegnum fyrstu jólin, og fertugsafmæl- ið án mömmu – það er alltaf erfitt að fara í gegnum þetta fyrsta – langaði mig að deila því ef það gæti gagnast ein- hverjum hvernig ég hef tekist á við þetta. Lykillinn er að reyna að hvíla sig. Maður þarf að gera það þegar maður upplifir svona sorg, missi og áföll. Mér finnst mikilvægt að horfast í augu við stöðuna eins og hún er hverju sinni og spyrja sig að því hvern- ig manni líður og reyna að finna tilfinningunum farveg, og líka að leyfa sér að vera í gleði og iðka þakklæti og finna í gegnum þakklætið hvernig maður tengir við gleðina. Og svo það að hafa eitthvað að hlakka til. Það getur verið jólin, bók að lesa eða hvað sem það er. Þessi nálgun hefur reynst mér ágætlega. Ekki að afneita tilfinningum sínum og hoppa í gleðina heldur horfast í augu við hvar maður er staddur hverju sinni og mæta sjálfri sér með mildi og hvíld þar sem maður þarf á að halda frekar en að keyra áfram eins og ekkert hafi í skorist. Leyfa sér að stoppa og finna til. Leyfa sér líka að vera glaður ef maður er glaður. Ég trúi því að á hverjum degi sé gott að finna gleðina í sjálfum sér. Við höfum öll tækifæri til þess og á þessum tímum þar sem sumir eru að ganga í gegnum erfiðleika en aðrir kannski meira að einfalda líf sitt og hitta færri. Við sem erum ekki að ganga í gegnum erfiðleikum núna, okkar verkefni er svo- lítið að tengja við gleðina og gefa gleðina og mér finnst gott að hafa fengið tækifæri til að gefa þættina inn í þetta ástand og bókina. Því maður vill að fólk geti haft það nota- legt þrátt fyrir að við séum stödd í heimsfaraldri og ég vona að flestir séu að ná því svona rétt áður en við kom- umst vonandi saman upp úr kófinu. Ég vona að við tökum samkenndina með okkur út úr þessu ástandi og leyfum henni að fylgja okkur áfram veginn.“ n Þóra Karítas segir mikilvægt að finna sér tilhlökkunarefni á erfiðum tímum. MYND/VALLI 13. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.