Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 16
16 EYJAN Biden hefur hafið undir- búning að embættis- töku sinni 20. janúar næstkomandi þrátt fyrir að sitjandi forseti hafi enn ekki viðurkennt tap. MYND/GETTY 13. NÓVEMBER 2020 DV VAKTASKIPTI Í HVÍTA HÚSINU Hafinn er undirbúningur að embættistöku Joes Biden. Að því kemur 500 manna teymi. Trump hefur fryst fjárframlög til teymisins og neitar að viðurkenna ósigur. Það fór vafalítið ekki fram hjá neinum að Joseph R. Biden vann kosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum 3. nóvem- ber og verður þann 20. janúar næstkomandi 46. forseti Bandaríkjanna. En það er víst ekki nóg að vinna bara kosningarnar. Hjá Joe Biden tekur nú við fjög- urra ára erfiðisvinna sem lýkur aldrei. Biden er sá elsti í sögunni til að gegna þessu hættulegasta starfi heims. 44 hafa gegnt embættinu (Grover Cleveland var tvisvar forseti, og telst því sem tvær forseta- tíðir). Af þeim 44 hafa átta látist í embætti, fjórir myrtir og fjórir af náttúrulegum or- sökum. Það er tæplega 20 pró- senta dánartíðni. Þessi erfiðisvinna er raunar löngu hafin. Hún hófst strax á þeim degi er úrslitin voru gerð ljós. Um leið og úrslit liggja fyrir fer af stað talsvert viða- mikið ferli sem byggir að mjög miklu leyti á hefðum en líka á lögum sem sett hafa verið í gegnum árin og aldirnar til þess að tryggja snurðulaus valdaskipti í Washington D.C. Þessi vinna felst meðal ann- ars í að ráða fólk í lykilstöður undirbúningsteymis, sem svo sér um að skipuleggja valda- tökuna. Þetta teymi aðstoðar nýjan forseta gjarnan með að finna fólk í lykilstöður innan Hvíta hússins, ráðherra í rík- isstjórn nýs forseta, aðstoðar- ráðherra, sendiherra gagn- vart nánustu bandamönnum Bandaríkjanna og stærstu ríkjum heims. Um þessa vinnu gilda lög og reglur. Þannig er þetta teymi fjármagnað af hinu opinbera og því tryggð vinnuaðstaða og aðstoðarfólk á kostnað alríkisins. Trump ekki í flutningahug Samkvæmt sömu lögum eiga starfsmenn forsetans sem er á leið út úr Hvíta húsinu að aðstoða eftir fremsta megni, veita upplýsingar og búa svo um hnútana að valdataka nýs forseta valdi sem minnstri röskum á starfsemi banda- ríska alríkisins. Alveg ljóst er að þessar reglur verða þverbrotnar, og hafa raunar fjölskyldumeðlimir Donalds Trump Bandaríkjaforseta þegar sagt það berum orðum. Þá hefur ríkisstjórn Trumps fryst sex milljónir dala á reikningum ríkisins sem eru eyrnamerktar undirbúnings- teymi Bidens. Stjórnmálaskýrendur sem mark er takandi á virðast sammála um að málatilbún- aður Donalds Trump sé svo til allur byggður á sandi og opinberar yfirlýsingar um að brögð hafi verið í tafli ótrú- verðugar. Þannig tilkynnti The New York Times það í vikunni að blaðamenn þess hefðu talað við fulltrúa kjör- stjórnar í hverju einasta ríki landsins og ekki einn gat bent á dæmi máli Trumps til stuðnings. 4.000 stöður ómannaðar Þrátt fyrir yfirlýsingar Trumps sem ættingjar hans og nánustu samstarfsmenn dreifa nú um kosningasvik og draumóra þeirra um fjög- ur ár í viðbót í Hvíta húsinu, opinberaði Biden hverjir eru í teyminu núna á þriðjudaginn, viku eftir kosningarnar, og aðeins örfáum dögum eftir að úrslitin lágu fyrir. Á list- anum voru um 500 nöfn sem munu leggja drög að stefnu Bidens, hver í sínum mála- flokki, útbúa verkefnalista og ráða í stöður. Á lista yfir nánustu ráðgjafa Bidens eru nokkur stór nöfn frá Obama- árunum í Hvíta húsinu. Þar á meðal Susan Rice, fyrrver- andi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna sem reiknað er með að verði næsti utan- ríkisráðherra landsins. 500 manns kann að hljóma sem ansi veglegt undirbún- ingsteymi, en hafa verður í huga að nýjum forseta fylgja um 4.000 pólitískt skipaðir undirmenn hans. Þar af eru um 1.200 sem öldungadeildin þarf að samþykkja. Að mestu leyti eru þessar 4.000 stöður mannaðar fólki sem aðstoðaði nýjan forseta í kosningabaráttunni, ráðlagði framboðinu, styrkti það fjár- hagslega eða studdi opinber- lega. Harris að öllum líkindum í innsta hring Hlutverk varaforsetans í þessu ferli öllu saman er mismikið eftir því hver á í hlut. Vara- forsetar eru sjaldnast valdir af forsetanum eftir vinskap, heldur ræður pólitíkin för. Hafa varaforsetar fortíðarinn- ar því oftast verið valdir eftir pólitískum eiginleikum sem forsetaframbjóðandann þykir skorta. Kamala Harris er lif- andi sönnun þess. Hún er allt sem Joe Biden er ekki, ung, hress, kona, ekki hvít, frekar ný í stjórnmálum. Á meðan er Biden 78 ára gamall hvítur karlmaður og búinn að vera í stjórnmálum síðan 1973. Til samanburðar nægir að nefna að Víetnamstríðið kláraðist tveimur árum síðar. Þetta pólitíska val á vara- forsetaframbjóðendum þýðir að mismikið traust hefur ríkt á milli forseta og varaforseta. Þegar frambjóðendunum semur illa er þeirra hlutverki oftast lokið þegar kjörstöðum er lokað. Þeir hafa litla að- komu að ákvörðunum og lítið vægi í stefnumótun innan Hvíta hússins. Þeir í raun svo gott sem hverfa, og sagt er að þeirra eina skylda samkvæmt stjórnarskrá sé að vera á lífi og til taks skyldi forseti deyja eða hverfa úr embætti. Af framkomu þeirra Bidens og Harris að dæma verður þetta ekki raunin nú. Bæði virðist þeim semja vel og Harris þótti standa sig gríðarlega vel í öldungadeildinni og mun án nokkurs vafa reynast Biden vel sem pólitískur haukur í horni þegar kemur að því að koma málum hans í gegnum flókna vefi öldunga- og full- trúadeildar Bandaríkjaþings. Innsetningarathöfn með hefðbundnu sniði ólíkleg Að öllu jöfnu hefðu nýr og gamall forseti verið búnir að hittast í hefðbundnu „kaffi- spjalli“ í Hvíta húsinu. Obama bauð Trump í slíkt strax dag- inn eftir kjördag og lofaði hon- um þar öllum þeim stuðningi sem Trump gæti þurft á að halda. Slíku er ekki að skipta í þetta sinn. Viðbúið er að þetta verði ekki eina hefðin sem Do- nald Trump brýtur. Á innsetningardaginn sjálf- an er hefð fyrir því að for- setarnir tveir hittist í Hvíta húsinu að morgni til og snæði saman. Svo er þeim ekið sam- an í bíl ásamt mökum þeirra að þinghúsinu þar sem athöfn- in sjálf fer fram. Tónleikar og hersýning fara gjarnan fram í beinni útsendingu og að þúsundum viðstöddum. Klukkan 12.01 sver nýr forseti embættiseið sinn. Meðan á at- höfn stendur við þinghúsið eru persónulegar eigur forseta- hjónanna fyrrverandi fluttar út úr Hvíta húsinu, og eigur nýrra íbúa fluttar inn. Að athöfn lokinni er hefð fyrir því að fyrrverandi for- setahjón fljúgi til síns heima- ríkis í forsetavél Bandaríkja- forseta, Air Force One, og er það síðasta flugferð hjónanna með vélinni. Á meðan kemur nýr forseti sér fyrir í Hvíta húsinu. Sem fyrr sagði, er afar ólík- legt að þetta fari svona frið- samlega fram að þessu sinni. n Heimir Hannesson heimir@dv.is Á lista yfir nán- ustu ráðgjafa Bidens eru nokk- ur stór nöfn frá Obama-árunum í Hvíta húsinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.