Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 28
Sigríður Hagalín
í uppáhaldi
Rithöfundurinn og fjölmiðlakonan Snæfríður
Ingadóttir er tarnamanneskja. Hún les í törnum
og er sérstaklega hrifin af handbókum. Vill
sínar bækur helst á pappírsformi.
Spánn – Nýtt líf í nýju landi
eftir Snæfríður Ingadóttir
Útgáfuár: 2021
Nýjasta Bók Snæju er það eina
sem kemst að í huga hennar sem
stendur.
Sa lenge det er tvil er det håp
eftir Lars Lillo Stenberg
Útgáfuár: 2001
Ljóðabókin eftir norska lista-
manninn Lars Lillo Stenberg
hefur verið endurútgefin ítrekað
vegna vinsælda.
Eyland
eftir Sigríði Hagalín
Útgáfuár: 2016
Eyland er hrollvekjandi ástar- og
spennusaga, þar sem Íslandssag-
an tekur óvænta stefnu. Hjalti og
María slíta ástarsambandi sínu og
skyndilega er allt breytt. Stundum
gerast svo stórir atburðir að þeir
sameina allt mannkyn, eina ör-
skotsstund, eins og slinkur hafi
komið á þyngdaraflið og þjappað
öllum heiminum saman. Einbúi
í eyðifirði óttast ekkert meira
en að björgunarsveitirnar finni
hann. Á meðan hann bíður skrifar
hann annál þess sem á undan er
gengið.
Ríki pabbi, fátæki pabbi
eftir Roberts Kiyosak
Útgáfuár:1997
Ríki pabbi, fátæki pabbi (Rich Dad
Poor Dad) hefur verið ein mest
selda bók um fjármál einstaklinga
síðan hún kom út. Bókin þykir mjög
góð en það kom vissulega skuggi á
feril höfundar þegar félag hans sem
kom að útgáfu bókarinnar var tekið
til gjaldþrotaskipta 2012 vegna
vanefndra samninga. Róbert hefur
gefið út tugi bóka um fjármál sem
og eiginkona hans Kim. Robert gaf
einnig út bók með Donald Trump.
Spark your Dream
eftir Candelaria og Hermann Zapp
Útgáfuár: 2007
Hjónin Herman og Candelaria
Zapp lögðu af stað út í heim frá
heimili sínu í Argentínu til þess
að ferðast í nokkra mánuði áður
en þau færu að eignast börn. 19
árum og fjórum börnum seinna
eru þau enn á ferðalagi. Bókin er
margslungin saga sem er bæði
spennandi og tilfinningaþrungin
og kemur inn á gleðilega og sorg-
lega tíma fjölskyldunar. Í bókinni
útskýra hjónin einnig hvernig
hægt er að lifa á ferðlagi án þess
að eiga ferðasjóð!
28 FÓKUS
S næja, eins og hún er kölluð, býr og starfar á Akureyri en hefur verið
með annan sandalaklæddan
fótinn á Tenerife síðustu ár.
Hún er meistari í húsaskipt-
um og skrifaði bók um listina
að skiptast á heimilum sem og
uppáhaldsstaðinn sinn Tener-
ife. Hún byrjaði nýlega með
ferðaþátt, Vegabréf, á norð-
lensku sjónvarpsstöðinni N4
þar sem ferðaþyrstir lands-
menn geta ferðast með Snæju
heima í stofu.
Snæja og fjölskylda ferðast
mikið og þá er alltaf pakkað
niður bókum. „Það er ekki
hægt að ferðast án þess að
pakka nokkrum bókum með.
Ég tek alltaf með mér bækur
á pappírsformi. Yfirleitt eru
þetta einhvers konar hand-
bækur því ferðalög er kjörið
að nýta til sjálfsskoðunar, en
ef ég les skáldsögur þá er það
einmitt frekar á ferðalögum
en heima.“
Snæja las mikið sem barn
en les nú mest handbækur
af ýmsum toga, eitthvað lær-
dómsríkt og uppbyggilegt.
„Þessar bækur þurfa að vera
á pappírsformi því ef þær
eru góðar þá strika ég undir
helstu atriðin og hraðles þær
svo aftur reglulega. Annars
er hljóðbókarformið að koma
skemmtilega á óvart og ég er
farin að njóta þess meira.“
Fyrsta bókin sem hún las
var að öllum líkindum Bibl-
íusögubók. „Ég fékk mjög
trúarlegt uppeldi og það var
alltaf verið að halda einhverju
Biblíu tengdu að mér. En Ilm-
urinn eftir Patrick Süskind er
líklega sú bók sem hefur setið
hvað fastast í minninu. Hún er
rosaleg.“
Hvaða bækur finnst þér
mest spennandi fyrir þessi
jól?
„Ég hef ekki kynnt mér
úrvalið til hlítar en ég er ný-
byrjuð á Þrír skilnaðir og
jarðarför eftir Kristján Hrafn
Guðmundsson sem lofar góðu.
Á óskalistanum er svo nýja
bókin hennar Sigríðar Haga-
lín og Sykur eftir Kötu Júl.“ n
Þorbjörg
Marinósdóttir
tobba@dv.is
Umsögn: „Þessi bók er í algjöru
uppáhaldi hjá mér þessa dagana
og ég hugsa vart um annað en
innihald hennar. Þetta er handbók
sem fjallar um alla þá praktísku
hluti sem þú þarft að vita ef þig
langar til að búa á Spáni. Höf-
undurinn er ég sjálf og bókin fer
í sölu í janúar.“
Umsögn: „Þetta er norsk ljóðabók
sem ég fletti reglulega. Hún kallar
fram góðar minningar um náms-
árin í Noregi og lífið í heild sinni
enda Lars Lillo snillingur í að orða
hlutina á svo fallegan hátt, sama
hversu hversdaglegir þeir eru. Ég
verð alltaf meyr við að fletta þess-
ari bók.“
Umsögn: „Það ættu allir að lesa
þessa bók, sérstaklega á tímum
Covid. Þá er eiginlega enn rosa-
legra að hlusta á Eyland sem
hljóðbók því höfundurinn les
sjálfur sem gerir bókina enn trú-
verðugri fyrir vikið þar sem allir
þekkja rödd Sigríðar úr fréttunum
og eitt aðalumfjöllunarefni bókar-
innar eru fréttir af því þegar Ísland
einangrast frá umheiminum.“
Umsögn: „Kannski klisja að nefna
þessa bók en hún er einfaldlega
skyldulesning fyrir alla þá sem vilja
bæta fjárhagsstöðu sína.“
Umsögn: „Þetta er sannsöguleg
bók eftir argentínsk hjón sem
ferðast hafa um heiminn undan-
farin 20 ár í gömlum fornbíl. Lygi-
leg saga um það hvernig hægt er
að komast mjög langt á viljanum
einum saman og láta ferðadraum-
ana rætast þrátt fyrir lítil fjárráð.“
Snæfríður heldur úti þættinum Vegabréf á sjónvarpstöðinni N4. MYND/AÐSEND
13. NÓVEMBER 2020 DV