Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 8
BÖRNIN VILJA PASSA UPP Á MÖMMU Tímamót urðu í haust hjá Kvennaathvarfinu þegar þar var ráðinn til starfa félagsráð- gjafi sem veitir börnum þjónustu. Lengst dvaldi barn í athvarfinu í 155 daga í fyrra. Þ að er mikill ávinningur fyrir þau börn sem koma hingað að það sé sérstakur aðili sem tekur utan um þau og vinnur þétt með þeirra mál. Börnin eru þá ekki aukaafurð heldur fá þjónustu,“ segir Bergrún Ýr Guðmundsdóttir, félagsráð­ gjafi hjá Kvennaathvarfinu. Hún hóf þar störf fyrir tveimur mánuðum og er þetta í fyrsta skipti sem ráðinn er inn til Kvennaathvarfsins starfsmaður með sérþekkingu á málefnum barna, veitir þeim viðtöl og ráðgjöf. Hundrað börn dvöldu í Kvennaathvarf­ inu í fyrra, allt frá dagparti og upp í 155 daga. Það sem af eru þessu ári hefur sami fjöldi dvalið í athvarfinu. Fer með í skýrslutöku Bergrún vann meistaraverk­ efni sitt í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands árið 2011 með Kvennaathvarfinu og tók hún þá viðtöl við starfsfólk, mæður og börn. Niðurstöður hennar þá sýndu að taka þyrfti á málefnum barna sem dvöldu í athvarfinu með heild­ stæðari hætti. Nú starfar hún við að gera einmitt það. Það er enginn dagur dæmigerður hjá Bergrúnu. „Kannski koma nýir krakkar og þá tek ég á móti þeim, stundum hefur lögreglan sam­ band og þá er ég með börnum í skýrslutöku. Það gefur börn­ unum hjá okkur mikið öryggi að hér sé starfsmaður sem fylgir þeim og þeirra málum eftir, og að þau finni að þau geti treyst okkur. Mál hvers barns er einstakt og sum eru það alvarleg að nauðsynlegt er að hafa samráð milli margra stofnana, svo sem barna­ verndaryfirvalda og félags­ þjónustu,“ segir hún. Útskýrir hvað er ofbeldi Þegar börn koma í fyrsta skipti í Kvennaathvarfið er vaninn að Bergrún sest niður með þeim. „Ég spyr þau hvort þau viti hvert þau eru komin og af hverju þau eru hér. Sum vita það alveg en stundum þarf að fræða þau. Það er mikilvægt að taka þetta strax föstum tökum því hér áður fyrr héldu sum börnin hrein­ lega að þau væru komin á gistihús. Við segjum þeim að í Kvennaathvarfið komi konur og börn í neyð sem geta ekki verið heima hjá sér út af of­ beldi. Fyrir sumum börnunum þurfum við síðan að útskýra hvað ofbeldi er.“ Mikilvægt er að börn sem koma með mæðrum sínum í Kvennaathvarfið fái líka sérhæfða þjónustu. MYND/GETTY 25 20 15 10 5 0 Aldursdreifing dvalarbarna í Kvennaathvarfinu 2019 0 ár a 1 ár s 2 ár a 3 ár a 4 ár a 5 ár a 6 ár a 7 ár a 8 ár a 9 ár a 10 á ra 11 á ra 12 á ra 13 á ra 14 á ra 15 á ra 16 á ra Fj öl di b ar na HEIMILD: ÁRSSKÝRSLA KVENNAATHVARFS 2019 Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Þá bendir Bergrún á að að­ stæður barnanna séu afar misjafnar. „Stundum er um að ræða mál sem þurfa lög­ reglurannsókn, stundum er um að ræða svokölluð heiðurs­ ofbeldismál. Það hafa orðið breytingar á samfélaginu sem verða þess valdandi að upp koma mál tengd heiðurs­ ofbeldi og heiðursmorðmál. Stundum hafa börnin þegar verið í miklu sambandi við barnavernd eða félagsþjón­ ustu en stundum er enginn sem veit við hvaða aðstæður þau hafa búið.“ Koma allslaus í athvarfið Dæmi eru um að börn komi algjörlega allslaus í athvarf­ ið, ekki einu sinni með föt til skiptanna. „Oft eigum við eitt­ hvað til að gefa þeim en ég hef líka farið og keypt fyrir þau börn sem eru í mestri neyð,“ segir Bergrún. Börnunum finnst erfitt að hitta ekki vini sína eins og áður, og fara í skólann. Þegar Bergrún gerði rannsóknina sína voru í athvarfinu stelpur sem höfðu ekki fengið kennslu í þrjá mánuði. „Við erum hepp­ in með að COVID hefur fært öllum þekkingu á rafrænum samskiptum. Skólar hafa verið okkur vinveittir og einn skóli sérstaklega sem hefur komið til móts við börn á höfuðborg­ arsvæðinu sem þurfa að vera lengi í athvarfinu og þurfa að flytja sig í þann skóla,“ segir hún en öryggisins vegna gefur hún ekki upp um hvaða skóla er að ræða. Börnin eru almennt afar viljug að ræða sínar aðstæður þegar þau finna að þau geta treyst starfsfólki athvarfsins. „Þau eru auðvitað klók og eru Sumum hefur verið sagt að það megi enginn vita. Komur í athvarfið 2017 – 2019 HEIMILD: ÁRSSKÝRSLA KVENNAATHVARFS 2019 2017 2018 2019 Konur 148 135 144 Börn 103 70 100 Samtals 251 205 244 Bergdís Guðmunds- dóttir félagsráðgjafi hjá Kvennaathvarfinu stundum að reyna að passa upp á mömmu. Sumum hefur verið sagt að það megi enginn vita. Mörg segjast ekki vilja segja mömmu hvernig þeim líður svo hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af þeim. Við getum þá leitt saman móður og barn. Um leið og maður sest niður með þeim og gefur þeim tíma þá eru þau svo miklir snillingar og svo fær í að ræða sín mál. Mér finnst það sýna hugrekki hjá Kvennaathvarf­ inu að bjóða börnum upp á sér­ hæfða þjónustu.“ n 6 24 7 7 8 6 7 4 5 3 2 2 3 3 1 0 12 8 FRÉTTIR 13. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.