Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 15
Eva Rós er ráðgjafi hjá Berginu og segir starfið fylla sig inn- blæstri. MYND/ SIGTRYGGUR ARI Sigurþóra Bergsdóttir stofnandi Bergsins fyrir framan Bergið. Sigur- þóra stofnaði Bergið eftir að sonur hennar svipti sig lífi. MYND/ SIGTRYGGUR ARI Ungmenni sem hafa tekið strætó langar leiðir til þess að komast í viðtal að eigin frumkvæði til að segja: Mér líður illa. Það er hugrekki. FRÉTTIR 15DV 13. NÓVEMBER 2020 Hún nefnir að fjöldi ung- menna hafi með mikilli til- hlökkun horft til þess að hefja nám í framhalds- og háskólum. Jafnvel flutt milli landsvæða en sitji svo ein og einangruð heima. „Ef maður setur sig í spor þeirra þá blas- ir þetta við. Fersk byrjun, þú ætlaðir að eignast fullt af vin- um í nýja skólanum en kynn- ist svo engum. Þekkir engan. Þau eru jafnvel að flytja milli hverfa eða utan af landi til að hefja nám.“ Göngutúr ný hugmynd Eva segist fá alls konar spurn- ingar sem séu þær sömu og við fullorðna fólkið spyrjum okkur. „Hvað verður þetta lengi? Hvernig eigum við að tækla þetta? Unga fólkið sem kemur hingað er mjög ábyrgt og virðast fylgja sóttvarna- reglum vel. Ég upplifi þau frekar passasöm en hrædd. Jafnvel of passasöm þannig að þau átta sig ekki á að það eru þó einhverjir sem er í góðu lagi að umgangast.“ Eva Rós segir hreyfingu mjög mikilvæga og þegar hún stingi upp á göngutúr með vini eða vinkonu verði þau hissa. „Þetta er ekki kynslóð sem fer í göngutúra. Þau eru vön ræktinni og æfingum. Sú félagstenging hverfur núna einmitt þegar þau eru í mikilli félagsmótun og hafa mikla fé- lagsþörf.“ Frammistöðukvíði Eva segist brýna fyrir þeim sem leita til Bergsins að nýta þær félagstengingar sem eru til staðar. „Eins og að læra með ein- hverjum í gegnum Zoom (fjar- fundaforrit), þú mátt vera í tengslum við einhvern, nýtum það og hafðu í huga að þetta er tímabil.“ Hún segist einn- ig heyra að ungu fólki finnist gott að vita að það sé ekki eitt að ströggla. „Að þau séu ekki þau einu sem eru einmana. Svo eru margir sem tala um kvíða tengdan skólanum. Fjöldi nem- enda er ekki að fá sömu ein- kunnir í þessu ástandi.“ Eva segist hvetja námsmenn til að leita til námsráðgjafa og létta á álaginu ef það er óeðli- legt. „Það er enginn að spá í því hvað þú fékkst í algebru á fyrsta ári í framhaldsskóla í COVID. Ef þú ræður illa við það er betra að sinna því vel sem þú ræður við og jafnvel fækka áföngum í einhverjum tilvikum. Frekar að klára eitt- hvað en ekkert.“ Allt ókeypis Eva segir stóran hluta þeirra sem leita til Bergsins vera venjulega krakka sem eru að ströggla. Frá því að Bergið var opnað fyrir rúmu ári hafa yfir 230 ungmenni leitað sér að- stoðar sem sýnir að þörfin er gífurleg. „Þetta er ekki utan- garðshópur. Þetta eru yfirleitt virkir krakkar sem eru í skóla og vinnu og eru að bugast. Mestmegnis eru þau á aldrin- um 16-25 ára og meira stúlkur. Strákarnir eru seinni að koma. Við myndum vilja fá þá fyrr en þeir harka af sér lengur, sem er ekki jákvætt.“ Hún segir flesta skrá sig í þjónustu í gegnum heimasíð- una bergid.is og fá þá úthlutað ráðgjafa. „Allir ráðgjafarnir eru fagfólk og það kostar ekk- ert að leita til okkar. Þú mátt koma eins oft og þú vilt. Frá- bærast við Bergið er að þú mátt koma með hvaða vanda- mál sem er. Við bregðumst hratt við og oft fær fólk tíma innan nokkurra daga þó að við séum ekki neyðarþjónusta,“ segir hún. Barn sem umönnunaraðili Aðspurð um hópinn sem býr við erfiðar heimilisaðstæður, svo sem neyslu eða veikindi foreldra, segir Eva COVID- faraldurinn einangra slík börn og ungmenni enn frekar. „Foreldrarnir eru þá jafnvel í áhættuhóp sem þýðir engar heimsóknir.“ Þar hafa hlut- verkin snúist við og barnið er orðið umönnunaraðili for- eldris. „Viðkomandi sér um að tryggja velferð veika aðilans en situr oft eftir sjálft. Svo verður viðkomandi 18 ára og er kominn út úr kerfinu. Þá er viðkomandi ekki barn en er að bugast undan álaginu og ekk- ert grípur þau. Maður hefur áhyggjur af þessum krökkum.“ Rauð flögg Eva segir ýmsar vísbendingar geta gefið til kynna að van- líðan hjá ungmennum, og í raun hverjum sem er, séu til staðar. „Oft er það svefninn sem fer úr skorðum. Svefnrút- ínan breytist og annaðhvort er það lítill svefn eða mikill. Það getur verið vanvirkni af ýmsum toga. Viðkomandi fer lítið, sinnir skóla eða vinnu illa, gerir lítið heima fyrir og hættir jafnvel að þrífa sig. Í faraldrinum eru krakkar sem hafa alltaf verið í lagi og gengið vel að eiga við vanlíðan sem getur kallað fram spurn- ingar eins og: Er eitthvað að mér? Þetta eru eðlileg við- brögð við einangrun og djúpri þörf fyrir félagslíf sem er ekki í boði.“ Eva segir mikilvægt að veita umhverfi sínu og fólki athygli og óttast ekki að spyrja út í líðan samferðafólks. „Það er enginn að hlusta á ungt fólk. Þau hafa alls konar skoðanir og vita hvað þau vilja. Þau þurfa að vera meiri þátttak- endur í sinni stöðu og það gerist með því að tala við þau. Þegar þau eru spurð hvort þau hafi leitað sér hjálpar áður er svarið oft: Það hlustar eng- inn á mig, það spyr enginn: Hvernig líður þér?“ En af hverju það svona erf- itt að spyrja fólk hvernig því líður? „Oft finnst fólki það óþægi- legt að spyrja en ungmennum finnst spurningin kannski kærkomin. Við verðum að spyrja og hlusta. Börn sem búa við erfiðar aðstæður elska samt foreldra sína og eru kannski ekki líkleg til að gefa upp aðstæður sínar eða erfið- leika. Þá er það á hreinu að al- menningur á að tilkynna það til barnaverndar og getur gert það nafnlaust.“ Hugrekkið fallegt Aðspurð segir Eva hugrekki þeirra sem heimsæki Bergið fylla sig innblæstri alla daga. „Ég vann í fimm ár hjá Fang- elsismálastofnun svo það eru töluverð viðbrigði fyrir mig að fá fólk í viðtöl eingöngu af fúsum og frjálsum vilja. Ung- menni sem hafa tekið strætó langar leiðir til þess að komast í viðtal að eigin frumkvæði til að segja: Mér líður illa. Það er hugrekki.“ Eva segir vitneskjuna um að viðtalið sé ókeypis létta pressunni af mörgum. „Það tekur pressuna af að vita að þjónustan er frí og þú mátt koma eins oft og þú vilt. Þau koma frekar aftur þegar þau vita að það kostar ekkert. Ef þú vilt koma þá máttu koma óháð því hvert vandamálið er. Við leyfum öllum að koma. Heill vinahópur hefur komið í ráðgjöf en það var kannski bara einn sem þurfti verulega hjálp. Hann hefði samt líklega ekki komið ef ekki hefði verið fyrir meðmæli frá vinum. Það skiptir máli og eru eru bestu meðmælin sem við fáum.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.