Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 30
F oreldrar mínir eru á áttræðisaldri , búa saman í sinni eigin íbúð og eru mjög hraust og sjálfstæð. Síðan COVID skall á hafa þau verið meira og minna í sjálfskipaðri sóttkví. Þau eru bæði skíthrædd við veiruna en hafa afar mis- jafna sýn á hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að forðast hana. Þetta er farið að valda mikilli togstreitu á milli þeirra og mamma er eiginlega orðin hrædd við pabba því henni finnst hann ekki passa sig á „rétt- an“ hátt. Pabbi upplifir að mamma haldi sér í gíslingu, og sé að reyna að pakkað þeim inn í bómull. Ég stend á milli þeirra, reyni að malda í móinn en ég á mjög erfitt með að taka afstöðu eða stilla til friðar. Hvað myndir þú gera í svipaðri aðstöðu? Gott að ræða stöðuna Sæl. Takk fyrir góða spurn- ingu sem er í góðum takti við þessa undarlegu tíma. Þú spyrð hvernig ég myndi bregðast við og ég hlæ nú bara að því. Mín viðbrögð eru aldeilis ekki alltaf besta lausnin enda þekki ég ekki foreldra þína og kann þar af leiðandi ekki vel á þau. Þú aftur á móti ert sérfræðingur í þeim og þau bjargráð sem þú hefur verið að vinna með eru pottþétt að skila einhverj- um árangri. Flest gerum við það sem er bærilegast í óbærilegum aðstæðum svo þú mátt alveg klappa þér á bakið fyrir vel unnin störf til þessa. Samtal er þó yfirleitt alltaf af hinu góða. Hefur þú rætt við foreldra þína um líðan þína í þessu öllu saman? Að þú upplifir þig á milli þeirra og að þú hafir áhyggjur af þeim og togstreitunni á milli þeirra vegna COVID? Mögu- lega eru þau að upplifa stöð- una öðruvísi og þá er áhuga- vert að heyra þeirra sýn. Fá utanaðkomandi aðstoð Fjölskyldur eru samsettar úr mörgum kerfum. Foreldrar þínir eru kerfi, þú og mamma þín eruð mæðgnakerfi, þú og pabbi þinn eigið feðginakerfi. Mögulega áttu systkini og þá tilheyrið þið systkinakerfinu og þar fram eftir götunum. Mörkin milli þessara kerfa þurfa að vera skýr og það fyrsta sem ég hnýt um út frá spurningu þinni er að mögu- lega er þetta mál sem þarf að leysast án þinnar aðstoðar í foreldrakerfinu. Við erum alltaf börn foreldra okkar þó við séum orðin fullorðin og erfitt að breyta því í hlutverk uppalanda eða ráðgjafa. Í tengslum við COVID-hræðslu foreldra þinna ert þú komin í annað hlutverk, það er hlut- verk sáttasemjara, nokkuð sem getur jafnvel bara flækt málin. Mér dettur í hug hvort það gæti reynst ykkur öllum vel að fá utan að komandi aðstoð, ttil dæmis hjúkrunarfræðing frá heilsugæslunni, sem get- ur farið í gegnum sóttvarnir foreldra þinna með þeim. Þau virðist greina á um hvernig forðast skuli veiruna og þá gæti sérfræðingur á því sviði komið að betri notum en þú. Óvissa skapar kvíða Nú, annað sem gæti verið hjálplegt og það er að meta muninn á kvíðahegðun og sóttvörnum. Einnig gæti verið ráð að skoða hvort þau þurfi jafnvel aðstoð við kvíða fremur en sóttvarnir? Óvissa skapar kvíða hjá fólki og ef það er eitthvað sem COVID framkallar þá er það einmitt óvissa. Aðstæður foreldra þinna hljóma þannig að móðir þín sé að reyna að hafa stjórn á aðstæðum og skapa þannig fyrirsjáanleika sem dregur úr kvíða. Pabbi þinn upplifir þessa sömu stjórnun móður þinnar sem gíslingu. Það getur reynst vel að hjálpa for- eldrum þínum að skilja hvað liggur að baki upplifun þeirra. Ef pabbi skilur að mamma er kvíðin og mamma skilur að pabbi er með innilokunar- kennd þá gæti kannski skap- ast meira og gagnkvæmara umburðarlyndi. Við getum verið sammála um að þetta eru undarlegir tímar og þeir kalla á undar- lega hegðun og undarlega tog- streitu milli fólks. Mikið vona ég að þetta fari að líða hjá en á meðan við bíðum þá er afar skiljanlegt að eldri hjón séu áhyggjufull. Við leysum það ekki með einföldum hætti en hlustun, stuðningur og skiln- ingur getur þó gert krafta- verk fram að bóluefni. Mikið eru foreldrar þínir heppnir að eiga þig að þangað til. Gangi ykkur sem allra best. n Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Kristínar í tölvupósti á: hjonabandssaela@gmail.com. Spurningunum verður svo svarað hér í Fjölskylduhorninu, að sjálf- sögðu nafnlaust og í fullum trúnaði. Fjölskylduhornið Kristín Tómasdóttir hjónabandsráðgjafi svarar spurningum lesenda um málefni er varða fjölskylduna, börnin og ástina í Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni svarar Kristín spurningu lesanda hefur áhyggjur af velferð foreldra sinna. ELDRI HJÓN ÓSAMMÁLA UM AÐGERÐIR GEGN COVID-19 Við leysum það ekki með ein- földum hætti en hlustun, stuðn- ingur og skiln- ingur getur þó gert kraftaverk fram að bóluefni. Sérfræðingur svarar MYND/GETTY 30 FÓKUS 13. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.