Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Síða 32
Matseðill Signýjar Morgunmatur Kaffi og ristað brauð finnst mér besti morgunmaturinn. Millimál Vatn og kaffi… Hádegisverður Samloka, salat eða afgangur frá kvöldinu áður. Millimál Stundum smá súkkulaði eða ávöxtur. Kvöldverður Spagettí. Risa bananamúffa 2 bollar hveiti ¾ tsk. matarsódi ½ tsk. salt 3 vel þroskaðir bananar ¾ bolli brúnn sykur 6 msk. brætt smjör 2 egg, léttþeytt ¼ bolli hrein jógúrt 1 tsk. vanilludropar 1 bolli súkkulaðibitar Forhitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið form. Blandið hveiti, salti og matarsóda saman í stóra skál. Í aðra skál er eggjum, fingurvolgu smjöri, jógúrt, stöppuðum banönum, sykri og vanillu hrært saman. Blandið varlega blautefnunum og þurrefnunum saman. Bætið súkkulaðinu við og hrærið varlega. Setjið nokkra súkkulaði- bita ofan á. Bakið í 55 mínútur. 32 MATUR 13. NÓVEMBER 2020 DV Matur innblástur í ævintýraheimi Tulipop Signý Kolbeinsdóttir vöruhönnuður og annar hugmyndasmiður Tulipop er ekki aðeins ævintýragjörn með blað og penna heldur leikur flest í eldhúsinu í höndunum á henni líka – en aðeins ef hún hefur tíma. Signý hefur gætt feita sveppi lífi svo að úr varð farsælt vörumerki. MYNDIR/ AÐSENDAR S igný, oftast kennd við ævintýraheim sinn Tulipop, hefur í nægu að snúast. Nýlega kom út ný bók frá Tulipop sem ber nafnið Sætaspæta og fjallar meðal annars um fugl sem er svo sætur og ilmandi að hann minnir helst á köku með súkkulaðidropum. Það er því ekki að undra að nýjasta æði Signýjar sé dúnmjúk kaka með súkkulaðidropum. Sundið mikilvægt Signý segist byrja flesta daga klukkan 7.10 „Venjulegur dagur hjá mér hefst klukkan 7.10, þá fer ég á fætur og gef börnunum mínum að borða og ég fæ mér svart kaffi og stundum ristað brauð. Undan- farnar vikur hef ég verið að fara í sund þegar opið er, með manninum mínum áður en við höldum út í daginn sem er dá- samleg byrjun á deginum. Ég syndi smá og fer svo í heita og kalda pottinn nokkrum sinnum, svaka rútína. Eftir sundið fer ég í vinnuna mína, svara tölvupóstum og byrja að teikna, hanna nýjar vörur eða lesa yfir animation-handrit sem við erum að skrifa núna. Vinnudagurinn endar svo um fimmleytið, hendist í Krónuna og heim að elda fyrir fjölluna. Smá sjónvarpsgláp kannski pínu lestur og í háttinn um 11.30.“ Er einhver matur sem kveikir á hugmyndum? „Já algerlega, mér finnst matur mjög inspírerandi! Til dæmis er Sætaspætan eins og súkk ulaðibitamúffa og þess vegna finnst Fredda hún svo girnileg. Já, svo má ekki gleyma öllum sveppunum, ég er hugfangin af sveppum. Aðalpersónur Tulipop (Búi og Gló) eru sveppir og svo er merki Tulipop sveppur!“ Signý er fyrirtakskokkur en aðeins ef hún hefur tíma. Streitueldamennska er ekki uppörvandi. „Ef ég hef engan tíma finnst mér ekki skemmti- legt að elda. En það er alltaf hægt að henda í gott spagettí,“ segir Signý og deilir hér einni af sínum uppáhalds uppskrift- um að bananamúffuköku sem er bökuð í tíma og ótíma til að létta lund í COVID. n Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.