Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2020, Blaðsíða 11
sem pyntarar hennar vildu heyra. „Það er einhvern veginn í henni svo sterkt bara sam- kvæmt heimildum að hún var ekkert að gefa upp neitt varð- andi faðernið svo þetta hefur verið hræðileg pynting þar sem hún bara bognar og getur ekki meir. Því hún hefur ekki viljað draga mág sinn til dauða ef þetta hefur verið hann.“ Málsvörn Þórdísar Bókin hefst við Drekkingar- hyl, við lok lífs Þórdísar. „Ég skrifaði hana undir vinnuheitinu Leiftursýn allan tímann. Og það var bara því fyrsta senan kom til mín, þessi dauðaganga, endalokin. Og ef maður hefur lesið sér til um eða hlustað á reynslu einstaklinga sem hafa næst- um látið lífið þá heyrir maður DV 13. NÓVEMBER 2020 oft lýsinguna að lífið birtist eins og fyrir augunum á fólki eins og viðkomandi sé að horfa á bíómynd. Svo ég hugs- aði sögubygginguna svolítið þannig að hún væri að horfa á líf sitt á lokasprettinum og reyna að skilja hvað leiddi hana að endapunktinum og bókin verður því á einhvern hátt málsvörn hennar.“ Þóra rekur þarna augun í plakat fyrir leiksýningu sem hangir inni á kaffihúsinu þar sem við sitjum. „Sérðu plakatið þarna? Þetta er leikrit um Sunnevu Jónsdóttur. Það er líka kona sem var tekin af lífi á tímum Stóradóms. Það er svolítið skrítin tímasetning að það sé verið að draga tvær konur fram núna frá þessum tíma. Eins og það sé verið að kalla smá á athygli, að þeim sé gefin rödd.“ Gegnum gleði og sorg Bókin hefur fylgt Þóru lengi. „Hún er búin að ferðast með mér gegnum fjögur ár. Ég byrjaði að skrifa hana í maí 2016, þá tók ég einn mánuð og þá var ég með tíu mánaða dreng með mér í Hveragerði, fór í svona rithöfundahús þar og þar fór ég í rosalega mikla heimildavinnu og svo skrifaði ég einn mánuð í Kjarvalsstofu í París.“ Bókin hefur fylgt henni í gegnum gleði og sorg. Hún var nýbökuð móðir þegar vinnan hófst, varð móðir í annað sinn nokkru síðar en þurfti svo einnig að kveðja sína eigin móður. Söguhetj- una úr hennar fyrstu bók og nána vinkonu í gegnum lífið. Þóra tárast þegar hún rifjar upp þá erfiðu reynslu. „Þegar ég var að byrja að skrifa hafði mamma greinst með heilabilun og hún kvaddi fyrir ári síðan. Ég hef eigin- lega ekkert talað um þetta í samhengi við bókina og ég hef notað síðasta ár í að púsla mér saman eftir þetta. En einhvers staðar í lok ferlisins áttaði ég mig á að ég hafði verið að fjalla um það hvern- ig það er að lifa andspænis dauðanum og í bókinni er líka verið að skrifa um móðurást. Svo þessi bók hefur stórar tilfinningar að geyma og lík- lega var mér lífsnauðsynlegt að finna þeim farveg. Mamma var bókmennta- kona. Hana dreymdi um að verða rithöfundur. Þegar ég eignaðist yngri drenginn minn fóru veikindi hennar að vera það alvarleg að það var alveg augljóst í hvað stefndi en þá fannst henni skemmti- legast að heyra um hvar ég Hún var algjör gleðigjafi og ég heyri alveg hvað hún hefði sagt: „Er þetta ekki svolítið gaman, máttu ekki vera svo- lítið ánægð með þig?“ FRÉTTIR 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.